Bandaríkin færast nær því að fá konu á forsetastól Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2016 19:54 Eftir stórsigur Hillary Clinton í forkosningum Demókrata í Suður Karólínu í gær, gæti það ráðist í næstu viku hvort kona verður í fyrsta sinn formlegur frambjóðandi til embættis forseta í Bandaríkjunum. Á þriðjudag verður kosið í ellefu ríkjum og fjórum öðrum um næstu helgi. Sigur Hillary Clinton í Suður Karólínu í gær var stór en 75 prósent demókrata þar tóku hana fram yfir Bernie Sanders. Hillary hefur nú haft betur í þremur ríkjum af þeim fjórum sem forkosningar hafa farið fram og var sigurreif á fundi með stuðningsmönnum sínum í gærkvöldi. „Ég er afar þakklát vegna þess í dag hafið þið sent þjóðinni þau skilaboð að þegar við stöndum saman er engin hindrun svo stór að við komumst ekki yfir hana,“ sagði hún í ávarpi til þúsunda stuðningsmanna.Bernie Sanders vann með miklum mun í New Hampshare þar sem íbúarnir eru í miklum meirihluta hvítir. En Clinton nýtur mikils fylgis meðal svartra demókrata og þeir eru um helmingur skráðra flokksmanna í Suður Karólínu.Michelle Garcia-Daniels, stuðningskona á fertugsaldri af suðuramerískum uppruna, sagði þegar úrslitin lágu fyrir að New Hampshere endurspeglaði ekki bandarískt þjóðfélag eins vel og Suður Karólína. „Ég er í sjöunda himni yfir þeirri staðreynd að hún lagði Suður Karólínu að fótum sér. Nú get ég loksins sagt frú forseti,“ sagði Michelle. John Keith úr hópi svartra í stuðningsliði Clinton var sömuleiðis hæstánægður með úrslitin. „Ég bjóst ekki við að munurinn yrði eins mikill og raun ber vitni. Þetta er alveg frábær niðurstaða,“ sagði John.Mikilvæg vika fram undan Á þriðjudag, eða Super Tuesday eins og Kaninn kallar það, verður kosið í ellefu ríkjum, þar af sex í suðurríkjunum þar sem fyrir er að finna stóra minnihlutahópa sem Clinton höfðar mjög til. Þar verður tekist á um 875 landsfundarfulltrúa, rúmlega einn þriðja þess fjölda sem þarf til að hljóta útnefningu flokksins. „Við höfum nú lokið forvali í fyrstu fjórum ríkjunum. Ég vil óska senator Bernie Sanders til hamingju með að hafa rekið frábæra kosningabaráttu. En á morgun fer kosningabaráttan á landsvísu,“ sagði Hillary við mikinn fögnuð fundarmanna. Ef Hillary vinnur stórt á þriðjudag og síðan einnig um næstu helgi þegar forkosningar fara fram í fjórum ríkjum til viðbótar eru líkur á að Bernie Sanders hugsi sinn gang. En þótt hann höfði ekki eins mikið til svartra og Clinton nýtur hann mikils stuðnings og hefur safnað miklu fé frá venjulegu fólki í kosningabaráttu sína.Hillary skaut á Donald Trump en eitt hans aðal kosningamál er að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Þrátt fyrir allt sem þið heyrið er engin þörf á að gera Bandaríkin stórfengleg á nýjan leik. Bandaríkin hafa aldrei hætt að vera stórfengin. En við verðum að gera bandaríkin heil á nýjan leik. Í stað þess að reisa veggi verðum við að rífa niður múra,“ sagði Hillary Clinton í Suður Karólínu í gærkvöldi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Eftir stórsigur Hillary Clinton í forkosningum Demókrata í Suður Karólínu í gær, gæti það ráðist í næstu viku hvort kona verður í fyrsta sinn formlegur frambjóðandi til embættis forseta í Bandaríkjunum. Á þriðjudag verður kosið í ellefu ríkjum og fjórum öðrum um næstu helgi. Sigur Hillary Clinton í Suður Karólínu í gær var stór en 75 prósent demókrata þar tóku hana fram yfir Bernie Sanders. Hillary hefur nú haft betur í þremur ríkjum af þeim fjórum sem forkosningar hafa farið fram og var sigurreif á fundi með stuðningsmönnum sínum í gærkvöldi. „Ég er afar þakklát vegna þess í dag hafið þið sent þjóðinni þau skilaboð að þegar við stöndum saman er engin hindrun svo stór að við komumst ekki yfir hana,“ sagði hún í ávarpi til þúsunda stuðningsmanna.Bernie Sanders vann með miklum mun í New Hampshare þar sem íbúarnir eru í miklum meirihluta hvítir. En Clinton nýtur mikils fylgis meðal svartra demókrata og þeir eru um helmingur skráðra flokksmanna í Suður Karólínu.Michelle Garcia-Daniels, stuðningskona á fertugsaldri af suðuramerískum uppruna, sagði þegar úrslitin lágu fyrir að New Hampshere endurspeglaði ekki bandarískt þjóðfélag eins vel og Suður Karólína. „Ég er í sjöunda himni yfir þeirri staðreynd að hún lagði Suður Karólínu að fótum sér. Nú get ég loksins sagt frú forseti,“ sagði Michelle. John Keith úr hópi svartra í stuðningsliði Clinton var sömuleiðis hæstánægður með úrslitin. „Ég bjóst ekki við að munurinn yrði eins mikill og raun ber vitni. Þetta er alveg frábær niðurstaða,“ sagði John.Mikilvæg vika fram undan Á þriðjudag, eða Super Tuesday eins og Kaninn kallar það, verður kosið í ellefu ríkjum, þar af sex í suðurríkjunum þar sem fyrir er að finna stóra minnihlutahópa sem Clinton höfðar mjög til. Þar verður tekist á um 875 landsfundarfulltrúa, rúmlega einn þriðja þess fjölda sem þarf til að hljóta útnefningu flokksins. „Við höfum nú lokið forvali í fyrstu fjórum ríkjunum. Ég vil óska senator Bernie Sanders til hamingju með að hafa rekið frábæra kosningabaráttu. En á morgun fer kosningabaráttan á landsvísu,“ sagði Hillary við mikinn fögnuð fundarmanna. Ef Hillary vinnur stórt á þriðjudag og síðan einnig um næstu helgi þegar forkosningar fara fram í fjórum ríkjum til viðbótar eru líkur á að Bernie Sanders hugsi sinn gang. En þótt hann höfði ekki eins mikið til svartra og Clinton nýtur hann mikils stuðnings og hefur safnað miklu fé frá venjulegu fólki í kosningabaráttu sína.Hillary skaut á Donald Trump en eitt hans aðal kosningamál er að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Þrátt fyrir allt sem þið heyrið er engin þörf á að gera Bandaríkin stórfengleg á nýjan leik. Bandaríkin hafa aldrei hætt að vera stórfengin. En við verðum að gera bandaríkin heil á nýjan leik. Í stað þess að reisa veggi verðum við að rífa niður múra,“ sagði Hillary Clinton í Suður Karólínu í gærkvöldi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira