Inflúensa herjar á landann: Mikið álag á Landspítala og fjöldi starfsmanna rúmliggjandi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 12:44 Nokkuð er um veikindi meðal landsmanna þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Mikið er um veikindi meðal starfsmanna Landspítalans þessa dagana, líkt og á öðrum vinnustöðum landsins. Þrjár tegundir inflúensu hrjá landann og hefur spítalinn vart haft undan við að sinna öllum þeim sem leita á bráðamóttökuna. „Það ganga svona faraldrar yfir starfsfólkið líka enda margir starfsmenn sem komast í snertingu við sjúklingana. Þannig að þetta er alveg áskorun að takast á við en við köllum út aukavaktir og reynum að bregðast við,” segir Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans. Álagið hefur verið svo mikið að fólki hefur verið ráðlagt að leita frekar á heilsugæslu en bráðamóttöku. Ásta segir álagið enn mikið, en að viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar, enda um árlegan viðburð að ræða. „Flensan er árviss viðburður og til að undirbúa það og gera okkur í stakk búin til að taka á móti sjúklingum sem koma á hverjum vetri þá reynum við að leggja mikla áherslu á bólusetningar starfsmanna. Við náðum mjög góðum árangri með það í ár en þó eru aðeins tveir þriðju starfsmanna bólusettir, en þó flestir sem eru í framlínunni. Við leggjum líka mikla áherslu á handþvotta því það er góð sýkingavörn og síðan að fólk sé heima þegar það er lasið. Þannig reynum við að hámarka þann fjölda þeirra sem eru tilbúnir að taka á móti sjúklingum þegar flensan leggst yfir.” Hún segir mikið álag á hvern starfsmann þessa dagana. „Þetta er álag, og eins og fram hefur komið þá er álag á Landspítalann, og þess vegna hvetjum við að fólk til að leita til heilsugæslunnar eða á læknavaktina heldur en að koma á spítalann,” segir Ásta. Virkni inflúensunnar hefur aukist mikið á síðastliðnum vikum en á sjöttu viku ársins voru alls fjörutíu manns með staðfesta greiningu á inflúensu, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu. Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Fleiri fréttir Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Sjá meira
Mikið er um veikindi meðal starfsmanna Landspítalans þessa dagana, líkt og á öðrum vinnustöðum landsins. Þrjár tegundir inflúensu hrjá landann og hefur spítalinn vart haft undan við að sinna öllum þeim sem leita á bráðamóttökuna. „Það ganga svona faraldrar yfir starfsfólkið líka enda margir starfsmenn sem komast í snertingu við sjúklingana. Þannig að þetta er alveg áskorun að takast á við en við köllum út aukavaktir og reynum að bregðast við,” segir Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans. Álagið hefur verið svo mikið að fólki hefur verið ráðlagt að leita frekar á heilsugæslu en bráðamóttöku. Ásta segir álagið enn mikið, en að viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar, enda um árlegan viðburð að ræða. „Flensan er árviss viðburður og til að undirbúa það og gera okkur í stakk búin til að taka á móti sjúklingum sem koma á hverjum vetri þá reynum við að leggja mikla áherslu á bólusetningar starfsmanna. Við náðum mjög góðum árangri með það í ár en þó eru aðeins tveir þriðju starfsmanna bólusettir, en þó flestir sem eru í framlínunni. Við leggjum líka mikla áherslu á handþvotta því það er góð sýkingavörn og síðan að fólk sé heima þegar það er lasið. Þannig reynum við að hámarka þann fjölda þeirra sem eru tilbúnir að taka á móti sjúklingum þegar flensan leggst yfir.” Hún segir mikið álag á hvern starfsmann þessa dagana. „Þetta er álag, og eins og fram hefur komið þá er álag á Landspítalann, og þess vegna hvetjum við að fólk til að leita til heilsugæslunnar eða á læknavaktina heldur en að koma á spítalann,” segir Ásta. Virkni inflúensunnar hefur aukist mikið á síðastliðnum vikum en á sjöttu viku ársins voru alls fjörutíu manns með staðfesta greiningu á inflúensu, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu.
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Fleiri fréttir Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Sjá meira