Heilbrigðisþjónusta til framtíðar Oddur Steinarsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Þann 13. janúar síðastliðinn kom út rúmlega 800 síðna skýrsla í Svíþjóð um hvernig móta ætti heilbrigðisþjónustu til framtíðar. Þessi skýrsla var unnin af stórum þverfaglegum hópi fyrir sænsk stjórnvöld og var tvö ár í vinnslu. Meginniðurstaðan er sú að enn frekari efling heilsugæslu er mikilvægasta aðgerðin í því að gera heilbrigðiskerfið skilvirkara. Að auka samfellu, gera skjólstæðingana virkari þátttakendur í sinni meðferð og innleiðing tækninýjunga er það sem stefna þarf að. Svíar hafa verið að efla heilsugæslu undanfarin ár, en betur má ef duga skal. Þeir hafa verið að fylgja eftir Dönum og Norðmönnum í því að byggja upp öflugri heilsugæslu. Á Íslandi hefur því miður ríkt stöðnun í málefnum heilsugæslunnar allt of lengi. Tíu ár eru síðan síðast var opnuð ný heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu og á sama tíma hefur íbúum fjölgað um yfir 20 þúsund á svæðinu. Það er því mikið fagnaðarefni að ráðgert sé að opna þrjár nýjar heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Samhliða þessu er komið á gæða- og greiðslukerfi að sænskri fyrirmynd, þar sem markmiðið er að sinna þeim betur sem mest þurfa á þjónustunni að halda. Heilsugæslan vinnur mjög mikilvægt starf í dag, svo sem í ungbarnavernd og bólusetningum, mæðravernd, heilsuvernd og heimilislækningum. Með breyttu samfélagi, svo sem hærra hlutfalli eldri borgara þar sem fólk lifir lengur og oftar en ekki með einn eða fleiri undirliggjandi sjúkdóma, er þörfin fyrir öfluga samræmda heilsugæslu á landsvísu mjög mikil. Því er mikilvægt að heilsugæslan verði efld með aukinni áherslu á samvinnu og aðkomu fleiri fagstétta til viðbótar þeim sem starfa í dag innan heilsugæslunnar. Þannig er hægt að efla til dæmis sykursýkismeðferð, meðferð við lungnasjúkdómum, þunglyndi, kvíða, lífsstílsráðgjöf og fleira. Jafnframt að fjölbreytni verði aukin í rekstri, að skjólstæðingar okkar geti valið hvert þeir sæki þjónustu og fjármagnið fylgi þeim, enda eru þeir skattborgararnir sem borga þjónustuna. Með þessu er hægt að byggja upp öfluga heilsugæslu á landsvísu og ná árangri í forvörnum og snemmgreiningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 13. janúar síðastliðinn kom út rúmlega 800 síðna skýrsla í Svíþjóð um hvernig móta ætti heilbrigðisþjónustu til framtíðar. Þessi skýrsla var unnin af stórum þverfaglegum hópi fyrir sænsk stjórnvöld og var tvö ár í vinnslu. Meginniðurstaðan er sú að enn frekari efling heilsugæslu er mikilvægasta aðgerðin í því að gera heilbrigðiskerfið skilvirkara. Að auka samfellu, gera skjólstæðingana virkari þátttakendur í sinni meðferð og innleiðing tækninýjunga er það sem stefna þarf að. Svíar hafa verið að efla heilsugæslu undanfarin ár, en betur má ef duga skal. Þeir hafa verið að fylgja eftir Dönum og Norðmönnum í því að byggja upp öflugri heilsugæslu. Á Íslandi hefur því miður ríkt stöðnun í málefnum heilsugæslunnar allt of lengi. Tíu ár eru síðan síðast var opnuð ný heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu og á sama tíma hefur íbúum fjölgað um yfir 20 þúsund á svæðinu. Það er því mikið fagnaðarefni að ráðgert sé að opna þrjár nýjar heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Samhliða þessu er komið á gæða- og greiðslukerfi að sænskri fyrirmynd, þar sem markmiðið er að sinna þeim betur sem mest þurfa á þjónustunni að halda. Heilsugæslan vinnur mjög mikilvægt starf í dag, svo sem í ungbarnavernd og bólusetningum, mæðravernd, heilsuvernd og heimilislækningum. Með breyttu samfélagi, svo sem hærra hlutfalli eldri borgara þar sem fólk lifir lengur og oftar en ekki með einn eða fleiri undirliggjandi sjúkdóma, er þörfin fyrir öfluga samræmda heilsugæslu á landsvísu mjög mikil. Því er mikilvægt að heilsugæslan verði efld með aukinni áherslu á samvinnu og aðkomu fleiri fagstétta til viðbótar þeim sem starfa í dag innan heilsugæslunnar. Þannig er hægt að efla til dæmis sykursýkismeðferð, meðferð við lungnasjúkdómum, þunglyndi, kvíða, lífsstílsráðgjöf og fleira. Jafnframt að fjölbreytni verði aukin í rekstri, að skjólstæðingar okkar geti valið hvert þeir sæki þjónustu og fjármagnið fylgi þeim, enda eru þeir skattborgararnir sem borga þjónustuna. Með þessu er hægt að byggja upp öfluga heilsugæslu á landsvísu og ná árangri í forvörnum og snemmgreiningum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun