Sá ríkasti eyðir minnstu í baráttuna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. febrúar 2016 07:00 Donald Trump hrósaði sigri í forkosningum í Suður-Karólínu. Hefur hann nú unnið tvö af fyrstu þremur fylkjunum, en hann vann í New Hampshire og var í öðru sæti í Iowa. Nordicphotos/AFP Auðkýfingurinn Donald Trump vann stórsigur um helgina í forkosningum repúblikana í Suður-Karólínu um hver verður forsetaefni flokksins. Hlaut Trump 32,5 prósent atkvæða en á hæla honum komu öldungadeildarþingmennirnir Marco Rubio og Ted Cruz með um 22 prósent hvor. Aðrir fengu undir tíu prósent atkvæða, meðal annars Jeb Bush sem tilkynnti að hann sæktist ekki lengur eftir útnefningunni þegar úrslitin voru orðin ljós.Sá ríkasti eyðir minnstu Þrátt fyrir að vera langríkasti frambjóðandinn í ár, talinn eiga um 4,5 milljarða bandaríkjadala eða um 580 milljarða íslenskra króna, hefur Donald Trump eytt mun minna í kosningabaráttu sína en keppinautar hans. Samkvæmt skjölum Alríkiskosningastofnunar Bandaríkjanna (FEC) hefur Trump eytt um þremur milljörðum króna, Ted Cruz um átta milljörðum og Marco Rubio um tíu milljörðum. Eyðsla þeirra bliknar þó í samanburði við eyðslu fyrrverandi ríkisstjórans Jebs Bush sem eyddi tæpum tuttugu milljörðum í sína kosningabaráttu sem nú er á enda. Trump hefur byggt kosningabaráttu sína á því að einoka fjölmiðlaumfjöllun með því að koma með digurbarkalegar yfirlýsingar. Meðal annars um að byggja skuli vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og að múslimum eigi að vera meinuð innganga í landið. Hefur hann því ekki þurft að eyða stórfé í auglýsingar til að kynna sig. Demókratar hafa einnig eytt fúlgum fjár í sína kosningabaráttu. Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú, sem fékk um 52 prósent atkvæða í forkosningum flokksins í Nevada, hefur eytt um þrettán milljörðum króna og öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem fékk um 47 prósent atkvæða, rúmlega tíu milljörðum.Uppreisn gegn hefðinni Árið 2007 úrskurðaði hæstiréttur Bandaríkjanna samtökunum Citizens United í vil í máli þeirra gegn Alríkiskosningastofnuninni. Gerði sá úrskurður fjársterkum aðilum kleift að stofna óháða kosningasjóði fyrir frambjóðendur, svokallaða Super PACs. Hefur síðan þá myndast hefð fyrir þess lags sjóðum og eyddu sjóðir milljörðum í kosningabaráttu Baracks Obama forseta á sínum tíma. Flestir frambjóðenda í ár njóta stuðnings stórra sjóða. Til að mynda safnaði sjóðurinn Right to Rise um fimmtán milljörðum fyrir Jeb Bush, sjóðurinn Priorities USA Action um fimm milljörðum fyrir Hillary Clinton og sjóðirnir Keep the Promsise I, II og III svipuðu samanlagt fyrir Ted Cruz. Þrátt fyrir að vera ekki með neina stóra Super PACs á bak við sig hafa þeir Donald Trump og Bernie Sanders skákað þessari nýlegu hefð, en á mismunandi hátt. Báðir vilja þeir berjast gegn því að fjársterkir aðilar geti styrkt stjórnmálamenn svo mikið og hafa þeir sagt að fjársterkir aðilar reyni að kaupa sér velvild frambjóðenda. Munurinn liggur þó í því að Trump fjármagnar sína eigin kosningabaráttu en Sanders er fjármagnaður af hinum almenna borgara. Þannig hefur Sanders fengið um fjórar milljónir smærri styrkja og er meðaltalsupphæð styrkja sem Sanders hefur fengið um 3.500 krónur. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary Clinton sigraði í Nevada Hillary Clinton sigraði Bernie Sanders naumlega í forkosningum Demókrata í Nevada-ríki. 20. febrúar 2016 23:45 Ungar konur styðja Sanders Það eru fleiri hlutir en kyn sem valda því að ungar konur styðja frekar Bernie Sanders en Hillary Clinton í baráttu demókrata. Þær virðast trúa að Sanders muni knýja fram breytingar sem Clinton sé ófær um. 20. febrúar 2016 07:00 Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45 Jeb Bush dregur sig í hlé Sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sækist ekki lengur eftir útnefningu Repúblikana-flokksins til forseta Bandaríkjanna. 21. febrúar 2016 08:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Auðkýfingurinn Donald Trump vann stórsigur um helgina í forkosningum repúblikana í Suður-Karólínu um hver verður forsetaefni flokksins. Hlaut Trump 32,5 prósent atkvæða en á hæla honum komu öldungadeildarþingmennirnir Marco Rubio og Ted Cruz með um 22 prósent hvor. Aðrir fengu undir tíu prósent atkvæða, meðal annars Jeb Bush sem tilkynnti að hann sæktist ekki lengur eftir útnefningunni þegar úrslitin voru orðin ljós.Sá ríkasti eyðir minnstu Þrátt fyrir að vera langríkasti frambjóðandinn í ár, talinn eiga um 4,5 milljarða bandaríkjadala eða um 580 milljarða íslenskra króna, hefur Donald Trump eytt mun minna í kosningabaráttu sína en keppinautar hans. Samkvæmt skjölum Alríkiskosningastofnunar Bandaríkjanna (FEC) hefur Trump eytt um þremur milljörðum króna, Ted Cruz um átta milljörðum og Marco Rubio um tíu milljörðum. Eyðsla þeirra bliknar þó í samanburði við eyðslu fyrrverandi ríkisstjórans Jebs Bush sem eyddi tæpum tuttugu milljörðum í sína kosningabaráttu sem nú er á enda. Trump hefur byggt kosningabaráttu sína á því að einoka fjölmiðlaumfjöllun með því að koma með digurbarkalegar yfirlýsingar. Meðal annars um að byggja skuli vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og að múslimum eigi að vera meinuð innganga í landið. Hefur hann því ekki þurft að eyða stórfé í auglýsingar til að kynna sig. Demókratar hafa einnig eytt fúlgum fjár í sína kosningabaráttu. Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú, sem fékk um 52 prósent atkvæða í forkosningum flokksins í Nevada, hefur eytt um þrettán milljörðum króna og öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem fékk um 47 prósent atkvæða, rúmlega tíu milljörðum.Uppreisn gegn hefðinni Árið 2007 úrskurðaði hæstiréttur Bandaríkjanna samtökunum Citizens United í vil í máli þeirra gegn Alríkiskosningastofnuninni. Gerði sá úrskurður fjársterkum aðilum kleift að stofna óháða kosningasjóði fyrir frambjóðendur, svokallaða Super PACs. Hefur síðan þá myndast hefð fyrir þess lags sjóðum og eyddu sjóðir milljörðum í kosningabaráttu Baracks Obama forseta á sínum tíma. Flestir frambjóðenda í ár njóta stuðnings stórra sjóða. Til að mynda safnaði sjóðurinn Right to Rise um fimmtán milljörðum fyrir Jeb Bush, sjóðurinn Priorities USA Action um fimm milljörðum fyrir Hillary Clinton og sjóðirnir Keep the Promsise I, II og III svipuðu samanlagt fyrir Ted Cruz. Þrátt fyrir að vera ekki með neina stóra Super PACs á bak við sig hafa þeir Donald Trump og Bernie Sanders skákað þessari nýlegu hefð, en á mismunandi hátt. Báðir vilja þeir berjast gegn því að fjársterkir aðilar geti styrkt stjórnmálamenn svo mikið og hafa þeir sagt að fjársterkir aðilar reyni að kaupa sér velvild frambjóðenda. Munurinn liggur þó í því að Trump fjármagnar sína eigin kosningabaráttu en Sanders er fjármagnaður af hinum almenna borgara. Þannig hefur Sanders fengið um fjórar milljónir smærri styrkja og er meðaltalsupphæð styrkja sem Sanders hefur fengið um 3.500 krónur.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary Clinton sigraði í Nevada Hillary Clinton sigraði Bernie Sanders naumlega í forkosningum Demókrata í Nevada-ríki. 20. febrúar 2016 23:45 Ungar konur styðja Sanders Það eru fleiri hlutir en kyn sem valda því að ungar konur styðja frekar Bernie Sanders en Hillary Clinton í baráttu demókrata. Þær virðast trúa að Sanders muni knýja fram breytingar sem Clinton sé ófær um. 20. febrúar 2016 07:00 Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45 Jeb Bush dregur sig í hlé Sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sækist ekki lengur eftir útnefningu Repúblikana-flokksins til forseta Bandaríkjanna. 21. febrúar 2016 08:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Hillary Clinton sigraði í Nevada Hillary Clinton sigraði Bernie Sanders naumlega í forkosningum Demókrata í Nevada-ríki. 20. febrúar 2016 23:45
Ungar konur styðja Sanders Það eru fleiri hlutir en kyn sem valda því að ungar konur styðja frekar Bernie Sanders en Hillary Clinton í baráttu demókrata. Þær virðast trúa að Sanders muni knýja fram breytingar sem Clinton sé ófær um. 20. febrúar 2016 07:00
Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45
Jeb Bush dregur sig í hlé Sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sækist ekki lengur eftir útnefningu Repúblikana-flokksins til forseta Bandaríkjanna. 21. febrúar 2016 08:45