Ókeypis heilbrigðisþjónustu Ólína Þorvarðardóttir skrifar 5. mars 2016 07:00 Fyrir fáum dögum var athygli mín vakin á málefni manns á besta aldri sem nýlega greindist með 4. stigs krabbamein. Er skemmst frá því að segja að ofan á alvarleg veikindi hefur þessi maður mátt kljást við sjúkrakostnað sem er að sliga hann og fjölskyldu hans. Við lestur bréfsins varð mér hugsað til þess þegar ég bjó sjálf með fjölskyldu minni í Danmörku. Á þeim tíma kom upp hjá einum fjölskyldumeðlimi heilsubrestur sem leiddi af sér ferliverk með tilheyrandi rannsóknum og endaði með aðgerð á Hillerød-sjúkrahúsinu á Sjálandi. Ferlinu lauk farsællega án þess að peningaveskið væri dregið upp í eitt einasta skipti eftir fyrstu komu til heimilislæknis. Eftir heimkomuna til Íslands kom aftur upp heilsuvandamál innan fjölskyldunnar Það var ekki alvarlegt og auðleyst. Engu að síður máttum við punda út umtalsverðum fjármunum í lyf, rannsóknir og læknisheimsóknir. Þegar við bættust fjárútlát vegna annarra hversdagslegra heilsufarsmálefna fimm barna, fór ekki hjá því að pyngjan léttist að mun. Þarna rann upp fyrr mér sá munur sem er á velferðarkerfum Íslands og Norðurlanda. Á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur samanburðurinn ekki batnað hvað okkur Íslendinga varðar. Vandi heilbrigðiskerfisins Vandi íslenska heilbrigðiskerfisins hefur farið ört vaxandi undanfarin ár. Hrunið bætti ekki úr skák. Nú, þegar árferði hefur batnað, er átakanlegt að finna skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart grunnþáttum velferðarþjónustunnar. Fyrir vikið er að verða rof á þeirri óskrifuðu þjóðarsátt að samfélagið skuli standa straum af lækningu og umönnun sjúkra; að það sé siðferðilega rangt að dauðveikt fólk beri sjálft kostnað af veikindum sínum og rannsóknum. Bara ein rannsókn í skanna kostar um 30 þúsund krónur. Þegar við bætast blóðrannsóknir, ómanir, röntgenmyndir, lyfjameðferð og ýmislegt sem fylgir alvarlegum sjúkdómum er kostnaðurinn fljótt farinn að skipta hundruðum þúsunda. Í Danmörku er heimilislæknirinn alltaf fyrsti viðkomustaður. Fólk greiðir honum lága upphæð. Sé því vísað til sérfræðings og/eða í frekari rannsóknir þarf ekki að greiða fyrir slíkt. Við Íslendingar yfirgáfum hins vegar heimilislæknakerfið fyrir nokkrum áratugum þegar tekin voru upp milliliðalaus samskipti sjúklinga við sérfræðinga. Síðan var að hluta til horfið frá þessu aftur, en erfitt hefur reynst að byggja upp fullnægjandi heilsugæslukerfi á ný, t.d. vegna skorts á heilsugæslulæknum. Já, það getur verið afdrifaríkt að fikta í undirstöðum ef menn vita ekki vel hvað þeir eru að gera. Þess eru of mörg dæmi hérlendis að sjúklingar séu að sligast undan byrði sjúkrakostnaðar. Hvað er til ráða? Hvaðan koma peningarnir? Ef Ísland á að standa undir nafni sem velferðarsamfélag verða stjórnvöld að gyrða sig í brók og endurfjármagna heilbrigðiskerfið. Það er hægt. Við eigum ýmsar tekjulindir sem ríkisstjórnin vill ekki nota. Ég nefni auðlindagjöld á borð við veiðileyfagjaldið sem skilað gæti eitt og sér 6-10 milljörðum í ríkissjóð. Ef ríkisstjórnin hefði þor til að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og opna opinn uppboðspott með aflaheimildir, þó ekki væri nema með nýjar tegundir eins og makríl, þá kæmu milljarðar að auki. Auknar arðgreiðslur af bönkum og skynsamleg eignastefna hins opinbera gæti líka skilað umtalsverðum tekjum. Enn bólar ekkert á gjaldtöku ferðaþjónustunnar sem fénýtir þó íslenskar náttúruperlur með sívaxandi ágangi. Þannig mætti áfram rekja ýmsar tekjulindir sem ríkisstjórnin hirðir ekki um að virkja, því á Íslandi hefur nefnilega myndast sú hefð í áranna rás að láta almenning borga frekar en atvinnuvegi og fjármálastofnanir. Nýjasta dæmið um fjárhagsdekur við atvinnuvegi eru búvörusamningar upp á 150 milljarða króna, meðan heilbrigðiskerfið sveltur. Nú er mál að linni. Nú er ekki bara tímabært, heldur raunhæft, að hverfa af braut einkavæðingar og gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu, taka upp eðlilega forgangsröðun siðaðs samfélags og stefna að ókeypis heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fáum dögum var athygli mín vakin á málefni manns á besta aldri sem nýlega greindist með 4. stigs krabbamein. Er skemmst frá því að segja að ofan á alvarleg veikindi hefur þessi maður mátt kljást við sjúkrakostnað sem er að sliga hann og fjölskyldu hans. Við lestur bréfsins varð mér hugsað til þess þegar ég bjó sjálf með fjölskyldu minni í Danmörku. Á þeim tíma kom upp hjá einum fjölskyldumeðlimi heilsubrestur sem leiddi af sér ferliverk með tilheyrandi rannsóknum og endaði með aðgerð á Hillerød-sjúkrahúsinu á Sjálandi. Ferlinu lauk farsællega án þess að peningaveskið væri dregið upp í eitt einasta skipti eftir fyrstu komu til heimilislæknis. Eftir heimkomuna til Íslands kom aftur upp heilsuvandamál innan fjölskyldunnar Það var ekki alvarlegt og auðleyst. Engu að síður máttum við punda út umtalsverðum fjármunum í lyf, rannsóknir og læknisheimsóknir. Þegar við bættust fjárútlát vegna annarra hversdagslegra heilsufarsmálefna fimm barna, fór ekki hjá því að pyngjan léttist að mun. Þarna rann upp fyrr mér sá munur sem er á velferðarkerfum Íslands og Norðurlanda. Á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur samanburðurinn ekki batnað hvað okkur Íslendinga varðar. Vandi heilbrigðiskerfisins Vandi íslenska heilbrigðiskerfisins hefur farið ört vaxandi undanfarin ár. Hrunið bætti ekki úr skák. Nú, þegar árferði hefur batnað, er átakanlegt að finna skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart grunnþáttum velferðarþjónustunnar. Fyrir vikið er að verða rof á þeirri óskrifuðu þjóðarsátt að samfélagið skuli standa straum af lækningu og umönnun sjúkra; að það sé siðferðilega rangt að dauðveikt fólk beri sjálft kostnað af veikindum sínum og rannsóknum. Bara ein rannsókn í skanna kostar um 30 þúsund krónur. Þegar við bætast blóðrannsóknir, ómanir, röntgenmyndir, lyfjameðferð og ýmislegt sem fylgir alvarlegum sjúkdómum er kostnaðurinn fljótt farinn að skipta hundruðum þúsunda. Í Danmörku er heimilislæknirinn alltaf fyrsti viðkomustaður. Fólk greiðir honum lága upphæð. Sé því vísað til sérfræðings og/eða í frekari rannsóknir þarf ekki að greiða fyrir slíkt. Við Íslendingar yfirgáfum hins vegar heimilislæknakerfið fyrir nokkrum áratugum þegar tekin voru upp milliliðalaus samskipti sjúklinga við sérfræðinga. Síðan var að hluta til horfið frá þessu aftur, en erfitt hefur reynst að byggja upp fullnægjandi heilsugæslukerfi á ný, t.d. vegna skorts á heilsugæslulæknum. Já, það getur verið afdrifaríkt að fikta í undirstöðum ef menn vita ekki vel hvað þeir eru að gera. Þess eru of mörg dæmi hérlendis að sjúklingar séu að sligast undan byrði sjúkrakostnaðar. Hvað er til ráða? Hvaðan koma peningarnir? Ef Ísland á að standa undir nafni sem velferðarsamfélag verða stjórnvöld að gyrða sig í brók og endurfjármagna heilbrigðiskerfið. Það er hægt. Við eigum ýmsar tekjulindir sem ríkisstjórnin vill ekki nota. Ég nefni auðlindagjöld á borð við veiðileyfagjaldið sem skilað gæti eitt og sér 6-10 milljörðum í ríkissjóð. Ef ríkisstjórnin hefði þor til að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og opna opinn uppboðspott með aflaheimildir, þó ekki væri nema með nýjar tegundir eins og makríl, þá kæmu milljarðar að auki. Auknar arðgreiðslur af bönkum og skynsamleg eignastefna hins opinbera gæti líka skilað umtalsverðum tekjum. Enn bólar ekkert á gjaldtöku ferðaþjónustunnar sem fénýtir þó íslenskar náttúruperlur með sívaxandi ágangi. Þannig mætti áfram rekja ýmsar tekjulindir sem ríkisstjórnin hirðir ekki um að virkja, því á Íslandi hefur nefnilega myndast sú hefð í áranna rás að láta almenning borga frekar en atvinnuvegi og fjármálastofnanir. Nýjasta dæmið um fjárhagsdekur við atvinnuvegi eru búvörusamningar upp á 150 milljarða króna, meðan heilbrigðiskerfið sveltur. Nú er mál að linni. Nú er ekki bara tímabært, heldur raunhæft, að hverfa af braut einkavæðingar og gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu, taka upp eðlilega forgangsröðun siðaðs samfélags og stefna að ókeypis heilbrigðisþjónustu fyrir alla.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar