Kerlingarfjöll friðlýst í sumar Svavar Hávarðsson skrifar 2. mars 2016 07:00 Kerlingarfjöll eru fjallaklasi á hálendinu. Þar eru fjölbreyttar og sérstæðar jarðmyndanir og merkilegt samspil jarðhita, íss og gróðurs. vísir/vilhelm Gangi verk- og tímaáætlun eftir verður lokið við friðlýsingu Kerlingarfjalla og hún undirrituð um miðjan júní næstkomandi. Fjögur svæði í verndarflokki rammaáætlunar falla undir friðlýsinguna; Hverabotn, Neðri-Hveradalir, Kisubotnar og Þverfell. Sagt var frá því á dögunum að Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, setti af stað vinnu við undirbúning að friðlýsingu Kerlingarfjalla nýlega. Haldinn var undirbúningsfundur 2. febrúar á Flúðum með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Hrunamannahrepps. Kom fram skýr vilji af hálfu heimamanna að friðlýsing gæti gengið fljótt og vel. Fréttablaðið sagði frá því í september að ekkert þeirra tuttugu svæða sem stokkast höfðu í verndarflokk í núgildandi rammaáætlun hefði verið friðlýst á þeim tímapunkti – þvert á lög. Vinna við friðlýsingarnar hefur legið niðri að mestu um alllangt skeið en ástæðan er að fjármagn til þeirra verka var skorið niður þrátt fyrir að ekki sé um háar upphæðir að ræða. Hildur Vésteinsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfestir að ef allt gengur að óskum þá verði friðlýsing Kerlingarfjalla undirrituð í júní, en kostnaðarmat vegna friðlýsingarinnar liggur hins vegar ekki fyrir. Spurð um friðlýsingar á undanförnum árum segir Hildur að á síðasta ári hafi hægt verulega á vinnu við friðlýsingar, en vinnan hefur þó ekki legið alveg niðri. „Það er hins vegar orðið nokkuð langt síðan síðasta friðlýsing var staðfest, en það var fólkvangurinn Bringur [í Mosfellsdal] sem friðlýstur var þann 20. maí 2014,“ segir Hildur. Árið 2013 var lagður mikilvægur grunnur að undirbúningi friðlýsinga svæða í verndarflokki rammaáætlunar hjá Umhverfisstofnun. Í samráði við umhverfisráðuneytið var ákveðið að leggja áherslu á svæði innan þjóðlendna. Haldinn var samráðsfundur með forsætisráðuneytinu í tengslum við þá áherslu og lagður grunnur að verklagi. Enn fremur voru haldnir nokkrir samráðsfundir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, fulltrúum sveitarfélaga ásamt Náttúrufræðistofnun. Í lok árs var undirbúningsvinnan hins vegar sett á ís – og fjárskorti kennt um af fjárveitingavaldinu. Umhverfisstofnun hefur hins vegar bent á að mikinn hluta þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin í samráði og kynningu þurfi að endurtaka ef sú bið verður löng. Því styttist í að þessi undirbúningsvinna sem þó hafði verið unnin fari fyrir lítið – hvað varðar önnur svæði í verndarflokki rammaáætlunar en Kerlingarfjöll – sem eru þá sextán eftir.Friðlýst svæði 114 allsÁrið 2013 varði Umhverfisstofnun 37,5 milljónum króna á núvirði til friðlýsinga – og átti það við bæði friðlýsingar tengdar rammaáætlun og samkvæmt náttúruverndaráætlun. Friðlýsingar eru í tengslum við rammaáætlun, náttúruverndaráætlun og samkvæmt tillögum sveitarfélaga, landeigenda eða annarra aðila. Vinna hófst við alla 20 kostina sem voru settir í verndarflokk rammaáætlunar. Friðlýst svæði á Íslandi eru 114 talsins – aðeins eru til þrettán verndar- og stjórnunaráætlanir fyrir þessi svæði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Sjá meira
Gangi verk- og tímaáætlun eftir verður lokið við friðlýsingu Kerlingarfjalla og hún undirrituð um miðjan júní næstkomandi. Fjögur svæði í verndarflokki rammaáætlunar falla undir friðlýsinguna; Hverabotn, Neðri-Hveradalir, Kisubotnar og Þverfell. Sagt var frá því á dögunum að Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, setti af stað vinnu við undirbúning að friðlýsingu Kerlingarfjalla nýlega. Haldinn var undirbúningsfundur 2. febrúar á Flúðum með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Hrunamannahrepps. Kom fram skýr vilji af hálfu heimamanna að friðlýsing gæti gengið fljótt og vel. Fréttablaðið sagði frá því í september að ekkert þeirra tuttugu svæða sem stokkast höfðu í verndarflokk í núgildandi rammaáætlun hefði verið friðlýst á þeim tímapunkti – þvert á lög. Vinna við friðlýsingarnar hefur legið niðri að mestu um alllangt skeið en ástæðan er að fjármagn til þeirra verka var skorið niður þrátt fyrir að ekki sé um háar upphæðir að ræða. Hildur Vésteinsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfestir að ef allt gengur að óskum þá verði friðlýsing Kerlingarfjalla undirrituð í júní, en kostnaðarmat vegna friðlýsingarinnar liggur hins vegar ekki fyrir. Spurð um friðlýsingar á undanförnum árum segir Hildur að á síðasta ári hafi hægt verulega á vinnu við friðlýsingar, en vinnan hefur þó ekki legið alveg niðri. „Það er hins vegar orðið nokkuð langt síðan síðasta friðlýsing var staðfest, en það var fólkvangurinn Bringur [í Mosfellsdal] sem friðlýstur var þann 20. maí 2014,“ segir Hildur. Árið 2013 var lagður mikilvægur grunnur að undirbúningi friðlýsinga svæða í verndarflokki rammaáætlunar hjá Umhverfisstofnun. Í samráði við umhverfisráðuneytið var ákveðið að leggja áherslu á svæði innan þjóðlendna. Haldinn var samráðsfundur með forsætisráðuneytinu í tengslum við þá áherslu og lagður grunnur að verklagi. Enn fremur voru haldnir nokkrir samráðsfundir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, fulltrúum sveitarfélaga ásamt Náttúrufræðistofnun. Í lok árs var undirbúningsvinnan hins vegar sett á ís – og fjárskorti kennt um af fjárveitingavaldinu. Umhverfisstofnun hefur hins vegar bent á að mikinn hluta þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin í samráði og kynningu þurfi að endurtaka ef sú bið verður löng. Því styttist í að þessi undirbúningsvinna sem þó hafði verið unnin fari fyrir lítið – hvað varðar önnur svæði í verndarflokki rammaáætlunar en Kerlingarfjöll – sem eru þá sextán eftir.Friðlýst svæði 114 allsÁrið 2013 varði Umhverfisstofnun 37,5 milljónum króna á núvirði til friðlýsinga – og átti það við bæði friðlýsingar tengdar rammaáætlun og samkvæmt náttúruverndaráætlun. Friðlýsingar eru í tengslum við rammaáætlun, náttúruverndaráætlun og samkvæmt tillögum sveitarfélaga, landeigenda eða annarra aðila. Vinna hófst við alla 20 kostina sem voru settir í verndarflokk rammaáætlunar. Friðlýst svæði á Íslandi eru 114 talsins – aðeins eru til þrettán verndar- og stjórnunaráætlanir fyrir þessi svæði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Sjá meira