Fullkomlega gagnslaust Fjármálaeftirlit Skjóðan skrifar 16. mars 2016 15:00 Stundum getur skjóðan ekki varist þeirri tilhugsun að íslenska Fjármálaeftirlitið sé í raun fátt annað en sóun á fjármunum. Vísir/Vilhelm Stundum getur skjóðan ekki varist þeirri tilhugsun að íslenska Fjármálaeftirlitið sé í raun fátt annað en sóun á fjármunum. Öryggið sem FME veitir er falskt. Eftir klúður tryggingafélaganna í tengslum við fyrirhugaðar arðgreiðslur á dögunum, þegar m.a. kom fram að VÍS átti ekki nægt laust fé og hafði þurft að gefa út víkjandi skuldabréfaflokk til að eiga fyrir arðinum, sem stjórnin var staðráðin í að koma í hendur hluthafa, varð Skjóðan sér úti um fjárfestakynningu félagsins vegna skuldabréfaútgáfunnar. Í kynningunni kemur margt athyglisvert fram. Vextir skuldabréfanna eru svimandi háir, 5,25 prósent, mun hærri en vextir venjulegra íbúðalána til einstaklinga. Þá eru bréfin verðtryggð til þrjátíu ára og eftir tíu ár hækka vextirnir í 6,25 prósent. VÍS greiðir hærri vexti af skuldabréfunum en sem nemur arðsemi eignasafns félagsins og því blasir við að strax á þessu ári þarf að hækka iðgjöld, ekki til að mæta slæmri afkomu af tryggingastarfsemi eins og var notað sem skýring til að hækka iðgjöld í lok síðasta árs heldur til að standa straum af hinum óhagstæðu lánum sem voru tekin til að greiða út arðinn til eigenda. VÍS birtir nokkrar sviðsmyndir sem eiga að endurspegla þá áhættu sem fjárhag félagsins stafar af útgáfu skuldabréfanna. Þar kemur fram að ef skuldabréf félagsins lækka um tíu prósent og önnur verðbréf um tuttugu prósent lendir félagið undir neðri vikmörkum gjaldþols og þarf að virkja aðgerðaáætlun til lagfæringar. Lækki skuldabréf félagsins um tíu prósent og önnur verðbréf um þrjátíu prósent er félagið komið undir gjaldþolskröfu og þarf að grípa til tafarlausra aðgerða til að geta haldið áfram starfsemi. Og hvernig ætlar svo VÍS að bregðast við ef slík lækkun (sem hlýtur að teljast innan vikmarka á íslenskum verðbréfamarkaði) á sér stað? Jú, þá ætlar félagið að endurskipuleggja eignasafn sitt með því að selja verðbréf og kaupa ríkisskuldabréf. Þetta mun, að mati stjórnenda VÍS, kippa gjaldþoli félagsins úr ruslflokki upp í úrvalsflokk í einu vetfangi. Það er bara einn galli á gjöf Njarðar. Þegar verðbréf falla í verði um tugi prósenta er ekki hægt að selja slík bréf nema með miklu tapi, og væntanlega líka með verulegum afföllum frá hinu lækkaða markaðsverði ef VÍS neyðist til að selja öll sín verðbréf í einu. Spyrjið bara stjórnendur stóru eignarhaldsfélaganna sem þurftu að selja eignir í október 2008! Þessi áætlun um endurreisn gjaldþols er því blekking ein. VÍS er eftirlitsskylt fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlit sem kyngir athugasemdalaust þeim sviðsmyndum sem fram koma í fjárfestakynningu VÍS er fullkomlega gagnslaust. Það hefur ekkert lært af reynslunni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Stundum getur skjóðan ekki varist þeirri tilhugsun að íslenska Fjármálaeftirlitið sé í raun fátt annað en sóun á fjármunum. Öryggið sem FME veitir er falskt. Eftir klúður tryggingafélaganna í tengslum við fyrirhugaðar arðgreiðslur á dögunum, þegar m.a. kom fram að VÍS átti ekki nægt laust fé og hafði þurft að gefa út víkjandi skuldabréfaflokk til að eiga fyrir arðinum, sem stjórnin var staðráðin í að koma í hendur hluthafa, varð Skjóðan sér úti um fjárfestakynningu félagsins vegna skuldabréfaútgáfunnar. Í kynningunni kemur margt athyglisvert fram. Vextir skuldabréfanna eru svimandi háir, 5,25 prósent, mun hærri en vextir venjulegra íbúðalána til einstaklinga. Þá eru bréfin verðtryggð til þrjátíu ára og eftir tíu ár hækka vextirnir í 6,25 prósent. VÍS greiðir hærri vexti af skuldabréfunum en sem nemur arðsemi eignasafns félagsins og því blasir við að strax á þessu ári þarf að hækka iðgjöld, ekki til að mæta slæmri afkomu af tryggingastarfsemi eins og var notað sem skýring til að hækka iðgjöld í lok síðasta árs heldur til að standa straum af hinum óhagstæðu lánum sem voru tekin til að greiða út arðinn til eigenda. VÍS birtir nokkrar sviðsmyndir sem eiga að endurspegla þá áhættu sem fjárhag félagsins stafar af útgáfu skuldabréfanna. Þar kemur fram að ef skuldabréf félagsins lækka um tíu prósent og önnur verðbréf um tuttugu prósent lendir félagið undir neðri vikmörkum gjaldþols og þarf að virkja aðgerðaáætlun til lagfæringar. Lækki skuldabréf félagsins um tíu prósent og önnur verðbréf um þrjátíu prósent er félagið komið undir gjaldþolskröfu og þarf að grípa til tafarlausra aðgerða til að geta haldið áfram starfsemi. Og hvernig ætlar svo VÍS að bregðast við ef slík lækkun (sem hlýtur að teljast innan vikmarka á íslenskum verðbréfamarkaði) á sér stað? Jú, þá ætlar félagið að endurskipuleggja eignasafn sitt með því að selja verðbréf og kaupa ríkisskuldabréf. Þetta mun, að mati stjórnenda VÍS, kippa gjaldþoli félagsins úr ruslflokki upp í úrvalsflokk í einu vetfangi. Það er bara einn galli á gjöf Njarðar. Þegar verðbréf falla í verði um tugi prósenta er ekki hægt að selja slík bréf nema með miklu tapi, og væntanlega líka með verulegum afföllum frá hinu lækkaða markaðsverði ef VÍS neyðist til að selja öll sín verðbréf í einu. Spyrjið bara stjórnendur stóru eignarhaldsfélaganna sem þurftu að selja eignir í október 2008! Þessi áætlun um endurreisn gjaldþols er því blekking ein. VÍS er eftirlitsskylt fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlit sem kyngir athugasemdalaust þeim sviðsmyndum sem fram koma í fjárfestakynningu VÍS er fullkomlega gagnslaust. Það hefur ekkert lært af reynslunni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira