Það þarf að byrja upp á nýtt! Ögmundur Jónasson skrifar 15. mars 2016 07:00 Alþýðusamband Íslands varð hundrað ára í síðustu viku. Litlu eldri er samvinnuhreyfingin. Upp úr sama jarðvegi spratt margvíslegt framtak sem byggði á félagslegu átaki. Allt þetta gerðist á öndverðri öldinni sem leið. Til urðu samvinnufélög um rekstur banka og sparisjóða og margvíslega framleiðslu. Þar sem einstaklingsframtak dugði ekki til, tóku margir höndum saman, jafnvel heilu bæjarfélögin. Stofnaðar voru bæjarútgerðir og Síldarverksmiðjur ríkisins. Til varð öflugt menntakerfi, heilbrigðiskerfi, sterkar stoðir innviða. Allt á sinn tíma. Ekkert mannanna verk er svo gott að það standist tímans tönn að eilífu, hvað þá manneskjuna sjálfa með öllum sínum kostum – og göllum. Þannig má segja að samvinnuhreyfingin og samvinnufyrirtækin hafi orðið sjálfri sér að bráð, stjórnendum sínum og eigendum. Átakanlegasta dæmið eru sparisjóðirnir sem voru markaðsvæddir og eigendum gert kleift að braska með hluti sína. Þá urðu þeir eins og hinir bankarnir sem áður hafði verið gefinn laus taumurinn. Hin félagslega taug var þar með numin brott. Löngu áður voru bæjarútgerðirnar komnar í einkahendur og allt sem byggði á samvinnu nánast bannfært. Eftir stóð að vísu grunnur velferðarþjóðfélagsins, afreksverk félagshyggjunnar á tuttugustu öldinni, mesta framfaraskeiði mannkynssögunnar. Hinum nýju eigendum, hluthöfunum og stjórnendunum á bónusunum skyldi nú allt. Núverandi ríkisstjórn var meira að segja svo umhugað um velferð þeirra, að auðlindagjöldum sem síðasta ríkisstjórn hafði ætlað útgerðinni að greiða, var aflétt að hluta.Snýst um hvað við viljum En viljum við hafa þetta svona? Er ekki hægt að byrja upp á nýtt? Ég mæli með því. Það þarf að stofna samvinnubanka. Samfélagsbankahugmyndir Frosta Sigurjónssonar og okkar margra á félagshyggjuvængnum eru vísir að endurfæddri hugsun um banka sem ekki níðist á viðskiptavinum sínum og er ekki ætlað að vera gullgerðarvélar fyrir eigendur sína. Alþýðusambandið segist ætla að fara að sinna húsnæðisþörf launafólks og vill byggja þúsund ódýrar íbúðir á fjórum árum. Þetta kann líka að vera vísir að endurfæddri hugsun, nema hvað heldur þykir mér óþægilegt að heyra hve ákaft er talað um ódýrt húsnæði fyrir tekjulága. Ég hvet til að menn haldi sig í farveginum sem Félagsíbúðir í Reykjavík hafa reynt að fylgja og byggir á gamalli hefð verkalýðshreyfingarinnar um sambærilegt húsnæði að gæðum fyrir alla. Ég hvet líka Alþýðusambandið, BSRB og önnur öfl sem vilja vera félagslega ábyrg að halda aftur af ríkisstjórninni í áráttu hennar fyrir afnámi reglugerða sem kveða á um fullnægjandi geymslupláss og aðgang að sólarljósi. Allt til að geta byggt ódýrt fyrir fátæka.Að hafa trú á eigin lausnum Vinstri hreyfingin á við erfiðleika að etja vegna þess að hún trúir ekki á eigin lausnir. Þær lausnir eiga hins vegar við nú, ekkert síður en á fyrri öld. Sumir ætla að akkillesarhæll síðustu ríkisstjórnar hafi verið innbyrðis átök. Nokkuð margar greinar hafa verið skrifaðar í þá veru. Þetta er alrangt að mínu mati. Vandræðin á vinstri vængnum hafa verið, og eru enn, vantrú á eigin lausnir. Þess vegna hafa þær ekki verið framkvæmdar þegar færi hefur gefist. Það þarf að skilja það að félagshyggjan þarf að byrja upp á nýtt og á eigin forsendum. Ekki forsendum Miltons Friedmanns, Friedrichs Hayeks og íslenskra skoðanasystkina þeirra. Þessir menn skildu þó eitt. Nefnilega, að stundum þarf að byrja upp á nýtt, þess vegna NÝ-frjálshyggja. Nákvæmlega þetta þarf að gerast á vinstri vængnum, nema með öfugum formerkjum og heilladrýgri fyrir okkar samfélag en peningahyggjan hefur boðað og framkvæmt. Stjórnmálahreyfingar sem vilja eiga erindi við framtíðina þurfa að skilja að það þarf alltaf að vera að byrja upp á nýtt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands varð hundrað ára í síðustu viku. Litlu eldri er samvinnuhreyfingin. Upp úr sama jarðvegi spratt margvíslegt framtak sem byggði á félagslegu átaki. Allt þetta gerðist á öndverðri öldinni sem leið. Til urðu samvinnufélög um rekstur banka og sparisjóða og margvíslega framleiðslu. Þar sem einstaklingsframtak dugði ekki til, tóku margir höndum saman, jafnvel heilu bæjarfélögin. Stofnaðar voru bæjarútgerðir og Síldarverksmiðjur ríkisins. Til varð öflugt menntakerfi, heilbrigðiskerfi, sterkar stoðir innviða. Allt á sinn tíma. Ekkert mannanna verk er svo gott að það standist tímans tönn að eilífu, hvað þá manneskjuna sjálfa með öllum sínum kostum – og göllum. Þannig má segja að samvinnuhreyfingin og samvinnufyrirtækin hafi orðið sjálfri sér að bráð, stjórnendum sínum og eigendum. Átakanlegasta dæmið eru sparisjóðirnir sem voru markaðsvæddir og eigendum gert kleift að braska með hluti sína. Þá urðu þeir eins og hinir bankarnir sem áður hafði verið gefinn laus taumurinn. Hin félagslega taug var þar með numin brott. Löngu áður voru bæjarútgerðirnar komnar í einkahendur og allt sem byggði á samvinnu nánast bannfært. Eftir stóð að vísu grunnur velferðarþjóðfélagsins, afreksverk félagshyggjunnar á tuttugustu öldinni, mesta framfaraskeiði mannkynssögunnar. Hinum nýju eigendum, hluthöfunum og stjórnendunum á bónusunum skyldi nú allt. Núverandi ríkisstjórn var meira að segja svo umhugað um velferð þeirra, að auðlindagjöldum sem síðasta ríkisstjórn hafði ætlað útgerðinni að greiða, var aflétt að hluta.Snýst um hvað við viljum En viljum við hafa þetta svona? Er ekki hægt að byrja upp á nýtt? Ég mæli með því. Það þarf að stofna samvinnubanka. Samfélagsbankahugmyndir Frosta Sigurjónssonar og okkar margra á félagshyggjuvængnum eru vísir að endurfæddri hugsun um banka sem ekki níðist á viðskiptavinum sínum og er ekki ætlað að vera gullgerðarvélar fyrir eigendur sína. Alþýðusambandið segist ætla að fara að sinna húsnæðisþörf launafólks og vill byggja þúsund ódýrar íbúðir á fjórum árum. Þetta kann líka að vera vísir að endurfæddri hugsun, nema hvað heldur þykir mér óþægilegt að heyra hve ákaft er talað um ódýrt húsnæði fyrir tekjulága. Ég hvet til að menn haldi sig í farveginum sem Félagsíbúðir í Reykjavík hafa reynt að fylgja og byggir á gamalli hefð verkalýðshreyfingarinnar um sambærilegt húsnæði að gæðum fyrir alla. Ég hvet líka Alþýðusambandið, BSRB og önnur öfl sem vilja vera félagslega ábyrg að halda aftur af ríkisstjórninni í áráttu hennar fyrir afnámi reglugerða sem kveða á um fullnægjandi geymslupláss og aðgang að sólarljósi. Allt til að geta byggt ódýrt fyrir fátæka.Að hafa trú á eigin lausnum Vinstri hreyfingin á við erfiðleika að etja vegna þess að hún trúir ekki á eigin lausnir. Þær lausnir eiga hins vegar við nú, ekkert síður en á fyrri öld. Sumir ætla að akkillesarhæll síðustu ríkisstjórnar hafi verið innbyrðis átök. Nokkuð margar greinar hafa verið skrifaðar í þá veru. Þetta er alrangt að mínu mati. Vandræðin á vinstri vængnum hafa verið, og eru enn, vantrú á eigin lausnir. Þess vegna hafa þær ekki verið framkvæmdar þegar færi hefur gefist. Það þarf að skilja það að félagshyggjan þarf að byrja upp á nýtt og á eigin forsendum. Ekki forsendum Miltons Friedmanns, Friedrichs Hayeks og íslenskra skoðanasystkina þeirra. Þessir menn skildu þó eitt. Nefnilega, að stundum þarf að byrja upp á nýtt, þess vegna NÝ-frjálshyggja. Nákvæmlega þetta þarf að gerast á vinstri vængnum, nema með öfugum formerkjum og heilladrýgri fyrir okkar samfélag en peningahyggjan hefur boðað og framkvæmt. Stjórnmálahreyfingar sem vilja eiga erindi við framtíðina þurfa að skilja að það þarf alltaf að vera að byrja upp á nýtt.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun