Haraldur spilaði frábærlega og vann sterkt háskólamót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2016 12:30 Haraldur Franklín Magnús. Vísir/Getty GR-ingurinn Haraldur Franklín Magnús sigraði á sterku háskólamóti í golfi sem lauk um helgina í Texas í Bandaríkjunum. Haraldur Franklín Magnús spilaði frábærlega og kláraði á tíu höggum undir pari. Þetta er í annað sinn sem GR-ingurinn nær að sigra á háskólamóti í Bandaríkjunum. Golfsamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Haraldur lék fyrsta hringinn á mótinu á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Þetta er besta frammistaða hans á einum hringi á háskólamóti. Síðari hringinn lék Haraldur síðan á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Haraldur Franklín er á lokaári sínu með Louisiana háskólaliðinu en hann fékk alls tólf fugla á hringjunum tveimur. Leiknar voru bara 36 holur en ekki 54 eins og til stóð vegna úrkomu á Laredo Country Club golfvellinum. Með þessum sigri á mótinu um helgina hefur Haraldur Franklín náð tólf sinnum að vera á meðal tíu efstu á háskólamóti og sex sinnum hefur hann verið á meðal fimm efstu. Haraldur Franklín sigraði í fyrsta sinn á háskólamóti árið 2014 en þá vann hann Memphis Intercollegiate mótið. Þetta var samt aðeins í annað sinn sem kylfingur úr Louisiana háskólaliðinu sigrar á þessu mót iá Laredo Country Club golfvellinum en Craig Perks var sá fyrsti fyrir 26 árum. Ragnar Már Garðarsson endaði á einu höggu undir pari en hann leikur einnig með Louisiana háskólaliðinu. Ragnar lék á 75 og 68 höggum og endaði í 22. sæti ásamt fleiri kylfingum. Ragnar lék síðustu 14 holurnar á mótinu á sex höggum undir pari og náði með því að komast upp um 38 sæti á lokahringnum. Næsta mót hjá Haraldi og Ragnari fer fram 21. til 22. mars þegar Lone Star mótið fer fram á Briggs Ranch í i San Antonio í Texas. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
GR-ingurinn Haraldur Franklín Magnús sigraði á sterku háskólamóti í golfi sem lauk um helgina í Texas í Bandaríkjunum. Haraldur Franklín Magnús spilaði frábærlega og kláraði á tíu höggum undir pari. Þetta er í annað sinn sem GR-ingurinn nær að sigra á háskólamóti í Bandaríkjunum. Golfsamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Haraldur lék fyrsta hringinn á mótinu á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Þetta er besta frammistaða hans á einum hringi á háskólamóti. Síðari hringinn lék Haraldur síðan á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Haraldur Franklín er á lokaári sínu með Louisiana háskólaliðinu en hann fékk alls tólf fugla á hringjunum tveimur. Leiknar voru bara 36 holur en ekki 54 eins og til stóð vegna úrkomu á Laredo Country Club golfvellinum. Með þessum sigri á mótinu um helgina hefur Haraldur Franklín náð tólf sinnum að vera á meðal tíu efstu á háskólamóti og sex sinnum hefur hann verið á meðal fimm efstu. Haraldur Franklín sigraði í fyrsta sinn á háskólamóti árið 2014 en þá vann hann Memphis Intercollegiate mótið. Þetta var samt aðeins í annað sinn sem kylfingur úr Louisiana háskólaliðinu sigrar á þessu mót iá Laredo Country Club golfvellinum en Craig Perks var sá fyrsti fyrir 26 árum. Ragnar Már Garðarsson endaði á einu höggu undir pari en hann leikur einnig með Louisiana háskólaliðinu. Ragnar lék á 75 og 68 höggum og endaði í 22. sæti ásamt fleiri kylfingum. Ragnar lék síðustu 14 holurnar á mótinu á sex höggum undir pari og náði með því að komast upp um 38 sæti á lokahringnum. Næsta mót hjá Haraldi og Ragnari fer fram 21. til 22. mars þegar Lone Star mótið fer fram á Briggs Ranch í i San Antonio í Texas.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira