Bíó og sjónvarp

Fast 8 stjarna á leið til Íslands hatar kuldann

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tyrese Gibson er á leiðinni.
Tyrese Gibson er á leiðinni. vísir/getty
Tyrese Gibson, einn af aðalleikurunum í Fast 8, er væntanlegur til landsins á morgun. Hann verður eini leikari myndarinnar sem kemur til Íslands en tökur hafa staðið yfir í Mývatnssveit. Þetta staðfestir leikarinn á Faceboook-síðu sinni.

„Ég er sá eini sem tekur upp atriði á Íslandi. Ég bókstaflega hata kulda!!!!!!!!!!!,“ segir Gibson sem segist taka einn fyrir liðið með því að koma til Íslands. Hann sé fæddur og uppalinn í Kaliforníu og kuldinn sé ekki hans tebolli.

Að lokum spyr hann hvort að Ísland sé tilbúið fyrir sig því hann sé á leiðinni með „allt þetta súkkulaði“ til okkar.

 

Finally about to go to sleep........ Tomorrow I'm flying to ICELAND to shoot my first scenes in #FAST8 my whole crew is...

Posted by Tyrese Gibson on Monday, 28 March 2016

Tengdar fréttir

Bílar og byssuhvellir á Mývatni - Myndband

Upptökur Fast 8 fara fram í Mývatnssveit þessa dagana en einnig verður tekið upp á Akranesi. Nýtt myndband hefur skotið upp kollinum á samskiptamiðlinum Instagram en þar má sjá svakalegan bílaflota keyra á Mývatni og má heyra byssuhvelli í myndbandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.