Óásættanleg tillaga Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson skrifar 21. mars 2016 09:00 Landssamtökin Þroskahjálp tóku þátt í vinnu nefndar um endurskoðun á almannatryggingum en nefndin skilaði nýlega áliti til félagsmálaráðherra. Samtökin studdu þá stefnumörkun sem fram kemur í tillögum meirihluta nefndarinnar um einföldun á bótakerfinu, með fækkun bótaflokka, samræmingu á skerðingarhlutfalli vegna tekna og einföldun á frítekjumarki. Landssamtökin Þroskahjálp kynntu sér og eru efnislega sammála mörgum þeim atriðum sem fram koma í séráliti Öryrkjabandalags Íslands og stjórnarandstöðuflokkanna við niðurstöðu meirihlutans en töldu hins vegar að margt í tillögum nefndarinnar sé það mikilvægt að réttara væri að standa að nefndaráliti meirihlutans með afdráttarlausri bókun með það að leiðarljósi að á seinni stigum megi leiðrétta augljósa galla á tilllögunum. Efnislegar athugasemdir Landssamtökin Þroskahjálp komu því margítrekað á framfæri í umræddri nefnd að sú einföldun sem hægt væri að ná fram á lífeyrisbótakerfinu mætti ekki leiða til þess að almannatryggingakerfi gegndi síður því hlutverki sínu að tryggja fólki með engar eða litlar tekjur, aðrar en bætur almannatrygginga, viðunandi lífskjör. Einnig var lögð áhersla á það af hálfu samtakanna að tryggingabótakerfið virkaði atvinnuhvetjandi fyrir alla og þá ekki síst fyrir lífeyrisþega með lágar atvinnutekjur, t.d. undir 100.000 krónum á mánuði. Í tillögum meirihluta nefndarinnar er gert ráð fyrir því að afnema öll frítekjumörk, þar með talið frítekjumark vegna atvinnutekna. Þessar hugmyndir leiða til þess að öryrkjar með lágar atvinnutekjur munu margir hverjir bera minna úr býtum en nú er. Þær hugmyndir sem fram hafa verið settar um einhvers konar sérreglu/ákvæði til bráðabirgða til að tryggja að þessir einstaklingar beri ekki minna úr býtum er allsendis ófullnægjandi að mati samtakanna, ekki síst í því ljósi að nýtt almannatryggingakerfi samkvæmt tillögum nefndarinnar mun kosta umtalsvert meira en núverandi kerfi. Landssamtökin Þroskahjálp geta því ekki staðið að tillögu sem hefur þessar afleiðingar og leggja samtökin til að viðhaldið verði frítekjumarki vegna atvinnutekna hjá öryrkjum. Þeir einstaklingar sem hafa atvinnutekjur undir 100 þús. krónum á mánuði eru í langflestum tilvikum fólk sem þrátt fyrir verulega skerta vinnugetu er að reyna að taka þátt á vinnumarkaði oft með töluverðri fyrirhöfn og einnig fólk sem stundar vinnu á vernduðum vinnustöðum sem hluta af starfsþjálfun og almennri endurhæfingu. Er ástæða til að draga úr þeim hvata sem þetta fólk hefur til atvinnuþátttöku? Rýr ef nokkur ávinningur Þá ber að hafa í huga að margir einstaklingar sem eru á leið út á vinnumarkað byrja í hlutastörfum þegar þeir fara að feta sig til aukinnar atvinnuþátttöku. Það er augljóslega letjandi og ósanngjarnt að þeim mæti skerðingar upp á 45-52,5% og því til viðbótar tekjuskattur sem samtals þýðir um 70% skerðingu á atvinnutekjum. Í þessu sambandi þarf einnig að hafa í huga að umtalsverður kostnaður fylgir því að koma sér til og frá vinnu, auk annars kostnaðar sem fylgir atvinnuþátttöku. Hætt er því við að efnahagslegur ávinningur fyrir þetta fólk, gangi tillögur nefndarinnar fram óbreyttar, verði afar rýr ef nokkur af atvinnuþátttöku. Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur, eftir að henni barst umrædd skýrsla í hendur, velt því upp opinberlega hvort heppilegra væri að gera skýrari greinarmun á almannatryggingabótum örorkulífeyrisþega annars vegar og ellilífeyrirþega hins vegar. Landssamtökin Þroskahjálp eru sömu skoðunar og benda á ólíka tekjudreifingu þessara hópa nú þegar. Sá mismunur á eftir að aukast með aukinni hlutdeild lífeyrissjóðsgreiðslna hjá ellilífeyrisþegum. Lítil atvinnuþátttaka öryrkja og það að margir verða öryrkjar ungir veldur því að annað er upp á teningnum hvað þann hóp varðar. Grunnskylda almannatryggingakerfis er að tryggja sómasamlega framfærslu þeirra sem vegna skertrar starfsgetu geta ekki tryggt afkomu sína með öðrum hætti. Á það leggja Landssamtökin Þroskahjálp höfuðáherslu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Landssamtökin Þroskahjálp tóku þátt í vinnu nefndar um endurskoðun á almannatryggingum en nefndin skilaði nýlega áliti til félagsmálaráðherra. Samtökin studdu þá stefnumörkun sem fram kemur í tillögum meirihluta nefndarinnar um einföldun á bótakerfinu, með fækkun bótaflokka, samræmingu á skerðingarhlutfalli vegna tekna og einföldun á frítekjumarki. Landssamtökin Þroskahjálp kynntu sér og eru efnislega sammála mörgum þeim atriðum sem fram koma í séráliti Öryrkjabandalags Íslands og stjórnarandstöðuflokkanna við niðurstöðu meirihlutans en töldu hins vegar að margt í tillögum nefndarinnar sé það mikilvægt að réttara væri að standa að nefndaráliti meirihlutans með afdráttarlausri bókun með það að leiðarljósi að á seinni stigum megi leiðrétta augljósa galla á tilllögunum. Efnislegar athugasemdir Landssamtökin Þroskahjálp komu því margítrekað á framfæri í umræddri nefnd að sú einföldun sem hægt væri að ná fram á lífeyrisbótakerfinu mætti ekki leiða til þess að almannatryggingakerfi gegndi síður því hlutverki sínu að tryggja fólki með engar eða litlar tekjur, aðrar en bætur almannatrygginga, viðunandi lífskjör. Einnig var lögð áhersla á það af hálfu samtakanna að tryggingabótakerfið virkaði atvinnuhvetjandi fyrir alla og þá ekki síst fyrir lífeyrisþega með lágar atvinnutekjur, t.d. undir 100.000 krónum á mánuði. Í tillögum meirihluta nefndarinnar er gert ráð fyrir því að afnema öll frítekjumörk, þar með talið frítekjumark vegna atvinnutekna. Þessar hugmyndir leiða til þess að öryrkjar með lágar atvinnutekjur munu margir hverjir bera minna úr býtum en nú er. Þær hugmyndir sem fram hafa verið settar um einhvers konar sérreglu/ákvæði til bráðabirgða til að tryggja að þessir einstaklingar beri ekki minna úr býtum er allsendis ófullnægjandi að mati samtakanna, ekki síst í því ljósi að nýtt almannatryggingakerfi samkvæmt tillögum nefndarinnar mun kosta umtalsvert meira en núverandi kerfi. Landssamtökin Þroskahjálp geta því ekki staðið að tillögu sem hefur þessar afleiðingar og leggja samtökin til að viðhaldið verði frítekjumarki vegna atvinnutekna hjá öryrkjum. Þeir einstaklingar sem hafa atvinnutekjur undir 100 þús. krónum á mánuði eru í langflestum tilvikum fólk sem þrátt fyrir verulega skerta vinnugetu er að reyna að taka þátt á vinnumarkaði oft með töluverðri fyrirhöfn og einnig fólk sem stundar vinnu á vernduðum vinnustöðum sem hluta af starfsþjálfun og almennri endurhæfingu. Er ástæða til að draga úr þeim hvata sem þetta fólk hefur til atvinnuþátttöku? Rýr ef nokkur ávinningur Þá ber að hafa í huga að margir einstaklingar sem eru á leið út á vinnumarkað byrja í hlutastörfum þegar þeir fara að feta sig til aukinnar atvinnuþátttöku. Það er augljóslega letjandi og ósanngjarnt að þeim mæti skerðingar upp á 45-52,5% og því til viðbótar tekjuskattur sem samtals þýðir um 70% skerðingu á atvinnutekjum. Í þessu sambandi þarf einnig að hafa í huga að umtalsverður kostnaður fylgir því að koma sér til og frá vinnu, auk annars kostnaðar sem fylgir atvinnuþátttöku. Hætt er því við að efnahagslegur ávinningur fyrir þetta fólk, gangi tillögur nefndarinnar fram óbreyttar, verði afar rýr ef nokkur af atvinnuþátttöku. Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur, eftir að henni barst umrædd skýrsla í hendur, velt því upp opinberlega hvort heppilegra væri að gera skýrari greinarmun á almannatryggingabótum örorkulífeyrisþega annars vegar og ellilífeyrirþega hins vegar. Landssamtökin Þroskahjálp eru sömu skoðunar og benda á ólíka tekjudreifingu þessara hópa nú þegar. Sá mismunur á eftir að aukast með aukinni hlutdeild lífeyrissjóðsgreiðslna hjá ellilífeyrisþegum. Lítil atvinnuþátttaka öryrkja og það að margir verða öryrkjar ungir veldur því að annað er upp á teningnum hvað þann hóp varðar. Grunnskylda almannatryggingakerfis er að tryggja sómasamlega framfærslu þeirra sem vegna skertrar starfsgetu geta ekki tryggt afkomu sína með öðrum hætti. Á það leggja Landssamtökin Þroskahjálp höfuðáherslu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun