Unnur Brá segir já við þingrofi og kosningum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 18:00 Unnur Brá Konráðsdóttir vísir/Ernir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði rétt í þessu já við tillögu stjórnarandstöðunnar um að rjúfa þing og boða til kosninga. Hún er eini stjórnarþingmaðurinn sem hefur samþykkt tillöguna til þessa. „Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn sem og þjóðin öll hafi hag af því að fara í kosningar,“ sagði Unnur Brá þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hún taldi það hollt fyrir lýðræðið og þjóðfélagið í heild. „Þegar verða mikil átök í pólitíkinni eins og hafa orðið nú vegna þessara atburða sem orðið hafa í vikunni, líka vegna þess sem gerðist þegar þjóðin felldi Icesave lögin á sínum tíma, þá á þingið að skoða hug sinn og sjá hvort það sé ekki rétt að kjósa. Við erum ekki hrædd við kosningar. Þess vegna styð ég það að við förum í kosningar og segi já.“ Rætt hafði verið um afstöðu Unnar í dag eftir að hún kom fram í fjölmiðlum í gær og skýrði frá óánægju sinni varðandi niðurstöðu stjórnarflokkanna um að halda áfram stjórnarsamstarfi. Þá hafði verið rætt um meinta óánægju Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokks, hún sagðist í þinginu ekki styðja tillögu stjórnarandstöðunnar. Tillaga um þingrof og kosningar var felld með 37 atkvæðum gegn 26. Áður en kosið var um tillöguna um þingrof og kosningar fór fram atkvæðagreiðsla um vantraust á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar en sú tillaga var felld með 38 atkvæðum gegn 25. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði rétt í þessu já við tillögu stjórnarandstöðunnar um að rjúfa þing og boða til kosninga. Hún er eini stjórnarþingmaðurinn sem hefur samþykkt tillöguna til þessa. „Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn sem og þjóðin öll hafi hag af því að fara í kosningar,“ sagði Unnur Brá þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hún taldi það hollt fyrir lýðræðið og þjóðfélagið í heild. „Þegar verða mikil átök í pólitíkinni eins og hafa orðið nú vegna þessara atburða sem orðið hafa í vikunni, líka vegna þess sem gerðist þegar þjóðin felldi Icesave lögin á sínum tíma, þá á þingið að skoða hug sinn og sjá hvort það sé ekki rétt að kjósa. Við erum ekki hrædd við kosningar. Þess vegna styð ég það að við förum í kosningar og segi já.“ Rætt hafði verið um afstöðu Unnar í dag eftir að hún kom fram í fjölmiðlum í gær og skýrði frá óánægju sinni varðandi niðurstöðu stjórnarflokkanna um að halda áfram stjórnarsamstarfi. Þá hafði verið rætt um meinta óánægju Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokks, hún sagðist í þinginu ekki styðja tillögu stjórnarandstöðunnar. Tillaga um þingrof og kosningar var felld með 37 atkvæðum gegn 26. Áður en kosið var um tillöguna um þingrof og kosningar fór fram atkvæðagreiðsla um vantraust á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar en sú tillaga var felld með 38 atkvæðum gegn 25.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira