Hvað mega frambjóðendur vera margir? Þóranna Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2016 11:15 Við Íslendingar göngum til forsetakosninga þann 25. júní, eftir tvo og hálfan mánuð. Þegar þetta er skrifað hafa 13 einstaklingar lýst yfir áhuga á embættinu. Þrettán! það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Er þetta ekki aðeins of mikið? segja sumir, „sirkus“ segja aðrir, eigum við ekki að leggja embættið niður? Hvar endar þetta eiginlega? En hvað er æskilegt að forsetaframbjóðendur séu margir? Er það í eðli sínu slæmt að þeir séu margir? Ég er þeirrar skoðunar að það sé frekar jákvætt að svona margir hafi stigið fram, og vonandi verða nokkrir fleiri búnir að lýsa yfir áhuga áður en framboðsfresti lýkur. Samfélagið okkar er að breytast og ég held að þessi mikli fjöldi sé að einhverju leyti tákn um tíðarandann. Það er auðveldara en nokkru sinni fyrr að hafa rödd í samfélaginu og aðgengi að augum og eyrum fólks án þess að það kosti háar fjárhæðir, það hafa samfélagsmiðlar gert kleift. Það er á einni nóttu hægt að fá hundruð eða þúsundir fylgismanna við hugmyndir eða jafnvel byltingar sem enginn átti von á, né hefðu orðið að veruleika fyrir aðeins örfáum árum. Það er fagnaðarefni að fólk vilji láta til sín taka, vilji hafa áhrif, vilji skipta máli, og sé ekki feimið við að stíga fram, það væri verra ef hlutirnir væru á hinn veginn og enginn gæfi kost á sér, enginn þætti nógu góður, eða að fólk væri of hrætt við sleggjudóma götunnar (lesist samfélagsmiðla). Það má vel vera að það verði meiri vinna fyrir okkur kjósendur að kynna okkur hvað frambjóðendur hafa fram að færa, en aðgengi að upplýsingum er nægt og okkur er ekki vorkunn. Það má vel vera að einhverjir frambjóðendur geri sér ekki grein fyrir hversu mikinn eða lítinn stuðnings þeir geti vænst í raun (sbr. Guðni Th. Jóhannesson í Fréttatímanum þann 24. mars sl.), en það ættu úrslit kosninga að skera úr um. Það má vel vera að reglur um forsetakosningar séu orðnar úreltar og að breyta þurfi fyrirkomulaginu, þá þarf að ráðast í það mál. En þangað til skulum við leggja okkur fram um að tala af virðingu um fólkið sem gefið hefur kost á sér, það að margir gefi kost á sér getur engan veginn talist embættinu til minnkunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar göngum til forsetakosninga þann 25. júní, eftir tvo og hálfan mánuð. Þegar þetta er skrifað hafa 13 einstaklingar lýst yfir áhuga á embættinu. Þrettán! það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Er þetta ekki aðeins of mikið? segja sumir, „sirkus“ segja aðrir, eigum við ekki að leggja embættið niður? Hvar endar þetta eiginlega? En hvað er æskilegt að forsetaframbjóðendur séu margir? Er það í eðli sínu slæmt að þeir séu margir? Ég er þeirrar skoðunar að það sé frekar jákvætt að svona margir hafi stigið fram, og vonandi verða nokkrir fleiri búnir að lýsa yfir áhuga áður en framboðsfresti lýkur. Samfélagið okkar er að breytast og ég held að þessi mikli fjöldi sé að einhverju leyti tákn um tíðarandann. Það er auðveldara en nokkru sinni fyrr að hafa rödd í samfélaginu og aðgengi að augum og eyrum fólks án þess að það kosti háar fjárhæðir, það hafa samfélagsmiðlar gert kleift. Það er á einni nóttu hægt að fá hundruð eða þúsundir fylgismanna við hugmyndir eða jafnvel byltingar sem enginn átti von á, né hefðu orðið að veruleika fyrir aðeins örfáum árum. Það er fagnaðarefni að fólk vilji láta til sín taka, vilji hafa áhrif, vilji skipta máli, og sé ekki feimið við að stíga fram, það væri verra ef hlutirnir væru á hinn veginn og enginn gæfi kost á sér, enginn þætti nógu góður, eða að fólk væri of hrætt við sleggjudóma götunnar (lesist samfélagsmiðla). Það má vel vera að það verði meiri vinna fyrir okkur kjósendur að kynna okkur hvað frambjóðendur hafa fram að færa, en aðgengi að upplýsingum er nægt og okkur er ekki vorkunn. Það má vel vera að einhverjir frambjóðendur geri sér ekki grein fyrir hversu mikinn eða lítinn stuðnings þeir geti vænst í raun (sbr. Guðni Th. Jóhannesson í Fréttatímanum þann 24. mars sl.), en það ættu úrslit kosninga að skera úr um. Það má vel vera að reglur um forsetakosningar séu orðnar úreltar og að breyta þurfi fyrirkomulaginu, þá þarf að ráðast í það mál. En þangað til skulum við leggja okkur fram um að tala af virðingu um fólkið sem gefið hefur kost á sér, það að margir gefi kost á sér getur engan veginn talist embættinu til minnkunar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun