Undrast skort á uppgjöri Snærós Sindradóttir skrifar 5. apríl 2016 06:00 Nokkuð var um frammíköll á þingfundi í gær, aðallega undir ræðum forsætisráðherra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu þó ekki í pontu til að verja ráðherra ríkisstjórnarinnar. vísir/Stefán „Mér þætti gaman að sjá háttvirta þingmenn stjórnarmeirihlutans koma hingað upp og reyna að verja það sem fram hefur komið, reyna að verja það að á Íslandi og frammi fyrir heiminum öllum ætlum við að láta þetta viðgangast að Alþingi ætli að sitja hér áfram eins og ekkert sé, að ríkisstjórnin ætli að sitja áfram eins og ekkert sé. Og hæstvirtur forsætisráðherra segir bara: Nananananana, komið með vantraust.“ Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í eftirminnilegri ræðu á Alþingi í gær. Stjórnarandstaðan hafði þá lagt fram þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina og þingrof. Eins og fram hefur komið fylgjast erlendir fjölmiðlar grannt með stöðu mála. Í gærkvöldi, þegar þetta er ritað, er flennistór mynd af forsætisráðherra Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á forsíðu CNN undir fyrirsögninni að krafan um afsögn ráðherrans sé hávær. Martin Zondag, blaðamaður frá norska ríkisfjölmiðlinum NRK, er staddur hér á landi til að fylgjast með framvindu stjórnmálanna næstu daga. „Það virðist þversögn að maðurinn sem hefur stýrt landinu undanfarin misseri hafi verið hluti af því hneyksli sem þið fóruð í gegnum árið 2008.“ Martin segist ekki vita hvernig staðan væri ef sams konar mál kæmi upp í Noregi. „Á síðustu árum höfum við ekki haft hneykslismál þar sem ráðherra hefur þurft að segja af sér. En ef við rýnum í stöðuna og þá staðreynd að forsætisráðherra gerði ekki beinlínis neitt ólöglegt, heldur frekar eitthvað siðlaust, þá held ég að sama staða væri uppi í Noregi.“Jean Babtiste Chastand blaðamaður Le MondeVirðist sem stjórnmálamenn hafi fjárhagsleg tengsl við svart kerfi Jean Babtiste Chastand frá franska dagblaðinu Le Monde segir að fyrst og fremst komi á óvart að Ísland hafi ekki í raun og veru gert upp sín mál eftir hrun. „Ég hélt að eftir kreppuna hefði Ísland gert allt sem hægt var að gera og sett bankamennina í fangelsi. En nú virðist sem Ísland sé enn með krökkt af vandamálum og stjórnmálamenn hafi fjárhagsleg tengsl við svart kerfi.“ Það var spenna á Alþingi í gær. Stjórnarandstaða beið fregna af þingflokksfundum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fram eftir morgni og margir bjuggust við því að forsætisráðherra myndi tilkynna um afsögn sína áður en þingfundur hæfist með það að markmiði að losna við baráttuna sem fram undan væri í þingsal. Þær væntingar urðu að engu í hádegisfréttatíma Stöðvar 2 þegar hann sagðist afdráttarlaust ekki hafa velt fyrir sér afsögn. Í kjölfarið hættu þingmenn Sjálfstæðisflokksins um hríð að svara spurningum blaðamanna, og sögðust skyndilega allir hafa öðrum hnöppum að hneppa. Á meðan stillti stjórnarandstaðan saman strengi sína og kom vel æfð til leiks í umræður um störf þingsins og fyrirspurnartíma Alþingis. Aðeins tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu ekki í pontu, þeir Kristján Möller og Össur Skarphéðinsson, þingmenn Samfylkingarinnar. Enginn þingmaður stjórnarflokkanna steig í pontu, að Sigmundi Davíð undanskildum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
„Mér þætti gaman að sjá háttvirta þingmenn stjórnarmeirihlutans koma hingað upp og reyna að verja það sem fram hefur komið, reyna að verja það að á Íslandi og frammi fyrir heiminum öllum ætlum við að láta þetta viðgangast að Alþingi ætli að sitja hér áfram eins og ekkert sé, að ríkisstjórnin ætli að sitja áfram eins og ekkert sé. Og hæstvirtur forsætisráðherra segir bara: Nananananana, komið með vantraust.“ Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í eftirminnilegri ræðu á Alþingi í gær. Stjórnarandstaðan hafði þá lagt fram þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina og þingrof. Eins og fram hefur komið fylgjast erlendir fjölmiðlar grannt með stöðu mála. Í gærkvöldi, þegar þetta er ritað, er flennistór mynd af forsætisráðherra Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á forsíðu CNN undir fyrirsögninni að krafan um afsögn ráðherrans sé hávær. Martin Zondag, blaðamaður frá norska ríkisfjölmiðlinum NRK, er staddur hér á landi til að fylgjast með framvindu stjórnmálanna næstu daga. „Það virðist þversögn að maðurinn sem hefur stýrt landinu undanfarin misseri hafi verið hluti af því hneyksli sem þið fóruð í gegnum árið 2008.“ Martin segist ekki vita hvernig staðan væri ef sams konar mál kæmi upp í Noregi. „Á síðustu árum höfum við ekki haft hneykslismál þar sem ráðherra hefur þurft að segja af sér. En ef við rýnum í stöðuna og þá staðreynd að forsætisráðherra gerði ekki beinlínis neitt ólöglegt, heldur frekar eitthvað siðlaust, þá held ég að sama staða væri uppi í Noregi.“Jean Babtiste Chastand blaðamaður Le MondeVirðist sem stjórnmálamenn hafi fjárhagsleg tengsl við svart kerfi Jean Babtiste Chastand frá franska dagblaðinu Le Monde segir að fyrst og fremst komi á óvart að Ísland hafi ekki í raun og veru gert upp sín mál eftir hrun. „Ég hélt að eftir kreppuna hefði Ísland gert allt sem hægt var að gera og sett bankamennina í fangelsi. En nú virðist sem Ísland sé enn með krökkt af vandamálum og stjórnmálamenn hafi fjárhagsleg tengsl við svart kerfi.“ Það var spenna á Alþingi í gær. Stjórnarandstaða beið fregna af þingflokksfundum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fram eftir morgni og margir bjuggust við því að forsætisráðherra myndi tilkynna um afsögn sína áður en þingfundur hæfist með það að markmiði að losna við baráttuna sem fram undan væri í þingsal. Þær væntingar urðu að engu í hádegisfréttatíma Stöðvar 2 þegar hann sagðist afdráttarlaust ekki hafa velt fyrir sér afsögn. Í kjölfarið hættu þingmenn Sjálfstæðisflokksins um hríð að svara spurningum blaðamanna, og sögðust skyndilega allir hafa öðrum hnöppum að hneppa. Á meðan stillti stjórnarandstaðan saman strengi sína og kom vel æfð til leiks í umræður um störf þingsins og fyrirspurnartíma Alþingis. Aðeins tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu ekki í pontu, þeir Kristján Möller og Össur Skarphéðinsson, þingmenn Samfylkingarinnar. Enginn þingmaður stjórnarflokkanna steig í pontu, að Sigmundi Davíð undanskildum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira