Mikilvægt að sjúklingar tilkynni um aukaverkanir Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. apríl 2016 07:00 Tilkynnt var um átta alvarlegar aukaverkanir á síðasta ári. Sjúklingar geta sjálfir sent inn tilkynningu um aukaverkun á heimasíðu Lyfjastofnunar. vísir/vilhelm Árið 2015 bárust Lyfjastofnun 105 aukaverkanatilkynningar, átta þeirra vörðuðu alvarlegar aukaverkanir. Í svari Lyfjastofnunar varðandi það umhvaða lyf var að ræða, kemur fram að tilkynnt var um heilablóðfall og blóðtappa hjá konu sem tók getnaðarvarnarhormón, lífshættulegt ástand hjá sjúklingi sem tók hjartasjúkdómalyf og nýrnabilun hjá sjúklingi sem tók bólgueyðandi lyf og gigtarlyf. Ennfremur hafði einstaklingur misst tímabundið mátt í útlimum í kjölfar bólusetningar og lífshætta skapaðist eftir að konu var gefið legherpandi lyf í tengslum við fæðingu, barnið fæddist með merki fósturstreitu en jafnaði sig að fullu. Jafnframt var einstaklingur með sjúkdóm í miðtaugakerfi lagður inn á sjúkrahús með flogakast og kippi, eftir að hafa reykt rafrettu. Stofnunin bendir á að ekki megi draga þá ályktun að þessi lyf séu hættulegri en önnur og að ekki hafi verið sýnt fram á að þau hafi orsakað framagreind einkenni í þessum tilfellum. Fyrir utan tilkynningarnar sem vörðuðu bóluefnið og rafrettuna er tilsvarandi einkenna þó getið sem þekktra aukaverkana í opinberum lyfjatextum viðkomandi lyfja. Opinberir lyfjatextar eru svokölluð samantekt á eiginleikum lyfs, sem ætluð er heilbrigðisstarfsfólki, og fylgiseðilinn sem í pakkningu lyfsins. Lyfjastofnun minnir á mikilvægi þess að hafa viðbúinn ávinning meðferðar ætíð í huga þegar lagt er mat hugsanlega áhættu. Í svari stofnunarinnar segir jafnframt: „Ef fram koma óþægindi á meðan einstaklingur er að nota lyf er alls ekki öruggt að þau séu vegna lyfsins. Það er þó mikilvægt að sjúklingar segi læknum sínum frá slíku og læknir getur tilkynnt Lyfjastofnun um óþægindi sem talin eru geta tengst lyfinu. Það eru þó ekki aðeins læknar sem geta tilkynnt um mögulegar aukaverkanir lyfja, það geta í raun allir gert. Það er mikilvægt að lyfjayfirvöld fái slíkar tilkynningar, einkum ef um alvarleg einkenni er að ræða. Á heimasíðu Lyfjastofnunar eru leiðbeiningar og rafræn eyðublöð til að nota við tilkynningar ef grunur er um aukaverkanir lyfja.“ Dæmi um ráðstafanir sem oft er gripið til eru breyttar ráðleggingar um notkun lyfsins. „Ef lyfjayfirvöldum þykir nauðsynlegt að læknar og sjúklingar fái upplýsingar umfram þær sem eru í opinberum lyfjatextum geta þau farið fram á viðbótaraðgerðir til að lágmarka áhættu. Dæmi um slíkar aðgerðir er útgáfa sérstakra bréfa fyrir lækna eða fræðsluefnis fyrir heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga,“segir í svari Lyfjastofnunar. Í einstaka tilfellum kemur fyrir að nýjar upplýsingar um fjölda eða alvarleika aukaverkana leiði til þess að taka þurfi lyf af markaði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Rafrettur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Árið 2015 bárust Lyfjastofnun 105 aukaverkanatilkynningar, átta þeirra vörðuðu alvarlegar aukaverkanir. Í svari Lyfjastofnunar varðandi það umhvaða lyf var að ræða, kemur fram að tilkynnt var um heilablóðfall og blóðtappa hjá konu sem tók getnaðarvarnarhormón, lífshættulegt ástand hjá sjúklingi sem tók hjartasjúkdómalyf og nýrnabilun hjá sjúklingi sem tók bólgueyðandi lyf og gigtarlyf. Ennfremur hafði einstaklingur misst tímabundið mátt í útlimum í kjölfar bólusetningar og lífshætta skapaðist eftir að konu var gefið legherpandi lyf í tengslum við fæðingu, barnið fæddist með merki fósturstreitu en jafnaði sig að fullu. Jafnframt var einstaklingur með sjúkdóm í miðtaugakerfi lagður inn á sjúkrahús með flogakast og kippi, eftir að hafa reykt rafrettu. Stofnunin bendir á að ekki megi draga þá ályktun að þessi lyf séu hættulegri en önnur og að ekki hafi verið sýnt fram á að þau hafi orsakað framagreind einkenni í þessum tilfellum. Fyrir utan tilkynningarnar sem vörðuðu bóluefnið og rafrettuna er tilsvarandi einkenna þó getið sem þekktra aukaverkana í opinberum lyfjatextum viðkomandi lyfja. Opinberir lyfjatextar eru svokölluð samantekt á eiginleikum lyfs, sem ætluð er heilbrigðisstarfsfólki, og fylgiseðilinn sem í pakkningu lyfsins. Lyfjastofnun minnir á mikilvægi þess að hafa viðbúinn ávinning meðferðar ætíð í huga þegar lagt er mat hugsanlega áhættu. Í svari stofnunarinnar segir jafnframt: „Ef fram koma óþægindi á meðan einstaklingur er að nota lyf er alls ekki öruggt að þau séu vegna lyfsins. Það er þó mikilvægt að sjúklingar segi læknum sínum frá slíku og læknir getur tilkynnt Lyfjastofnun um óþægindi sem talin eru geta tengst lyfinu. Það eru þó ekki aðeins læknar sem geta tilkynnt um mögulegar aukaverkanir lyfja, það geta í raun allir gert. Það er mikilvægt að lyfjayfirvöld fái slíkar tilkynningar, einkum ef um alvarleg einkenni er að ræða. Á heimasíðu Lyfjastofnunar eru leiðbeiningar og rafræn eyðublöð til að nota við tilkynningar ef grunur er um aukaverkanir lyfja.“ Dæmi um ráðstafanir sem oft er gripið til eru breyttar ráðleggingar um notkun lyfsins. „Ef lyfjayfirvöldum þykir nauðsynlegt að læknar og sjúklingar fái upplýsingar umfram þær sem eru í opinberum lyfjatextum geta þau farið fram á viðbótaraðgerðir til að lágmarka áhættu. Dæmi um slíkar aðgerðir er útgáfa sérstakra bréfa fyrir lækna eða fræðsluefnis fyrir heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga,“segir í svari Lyfjastofnunar. Í einstaka tilfellum kemur fyrir að nýjar upplýsingar um fjölda eða alvarleika aukaverkana leiði til þess að taka þurfi lyf af markaði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Rafrettur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira