Keppnisferðir Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. apríl 2016 07:00 Páskunum eyddi ég í Svíþjóð, þar sem 14 og 15 ára drengir sem ég þjálfa kepptu við jafnaldra sína frá öðrum löndum. Líklega flokka ekki margir það sem draumafríið, að sofa í sænskri skólastofu með hópi af hrjótandi unglingum. En þetta eru guttarnir mínir og mér þykir alveg afskaplega vænt um þá. Og gerði þessi væntumþykja það að verkum að ég var ansi spenntur fyrir því að fara út, þegar það var ákveðið. Í keppnisferðum gilda nefnilega sérstök lögmál. Þar kynnast liðsfélagar og þjálfarar á nýjan hátt. Þegar ég horfi um öxl og rifja upp þær keppnisferðir sem ég fór í, þá stendur upp úr að margir þeirra sem ég ferðaðist með eru á meðal bestu vina minna í dag. Keppnisferðirnar brjóta nefnilega upp hversdagsleikann, þar sem allir hittast bara korteri fyrir æfingu. Þar skapast aðstæður sem framkalla alls kyns tilfinningar og kenna börnum og unglingum að umgangast náungann af virðingu. Alltof margir halda að árangur í íþróttum barna og unglinga sé mældur í sigrum og töpum, bikurum og medalíum. Vissulega er gaman að vinna og auðvitað á að reyna að keppa til sigurs. En vinskapurinn sem verður til og tengslin sem myndast oft til lífstíðar vega mun þyngra en málmurinn í verðlaunagripunum. Foreldrar eiga einfaldlega að horfa til þess hvort börnin séu að læra eitthvað nýtt. Hjálpa þeim að takast á við nýjar aðstæður, hvort sem þær framkalla jákvæðar eða neikvæðar tilfinningar. Þannig fá börnin mest út úr íþróttaiðkun. Þess vegna eru keppnisferðir snilld.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Páskunum eyddi ég í Svíþjóð, þar sem 14 og 15 ára drengir sem ég þjálfa kepptu við jafnaldra sína frá öðrum löndum. Líklega flokka ekki margir það sem draumafríið, að sofa í sænskri skólastofu með hópi af hrjótandi unglingum. En þetta eru guttarnir mínir og mér þykir alveg afskaplega vænt um þá. Og gerði þessi væntumþykja það að verkum að ég var ansi spenntur fyrir því að fara út, þegar það var ákveðið. Í keppnisferðum gilda nefnilega sérstök lögmál. Þar kynnast liðsfélagar og þjálfarar á nýjan hátt. Þegar ég horfi um öxl og rifja upp þær keppnisferðir sem ég fór í, þá stendur upp úr að margir þeirra sem ég ferðaðist með eru á meðal bestu vina minna í dag. Keppnisferðirnar brjóta nefnilega upp hversdagsleikann, þar sem allir hittast bara korteri fyrir æfingu. Þar skapast aðstæður sem framkalla alls kyns tilfinningar og kenna börnum og unglingum að umgangast náungann af virðingu. Alltof margir halda að árangur í íþróttum barna og unglinga sé mældur í sigrum og töpum, bikurum og medalíum. Vissulega er gaman að vinna og auðvitað á að reyna að keppa til sigurs. En vinskapurinn sem verður til og tengslin sem myndast oft til lífstíðar vega mun þyngra en málmurinn í verðlaunagripunum. Foreldrar eiga einfaldlega að horfa til þess hvort börnin séu að læra eitthvað nýtt. Hjálpa þeim að takast á við nýjar aðstæður, hvort sem þær framkalla jákvæðar eða neikvæðar tilfinningar. Þannig fá börnin mest út úr íþróttaiðkun. Þess vegna eru keppnisferðir snilld.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun