Cryptochrome: Nýtt myndband í hverjum mánuði Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. apríl 2016 14:38 Cryptochrome er lítt þekkt íslensk-ensk hljómsveit sem gerir út frá Reykjavík. Í janúar hófst það metnaðarfulla verkefni að gefa út eitt myndband í hverjum mánuði út árið 2016. Öll lögin munu svo enda á breiðskífunni More Human sem hljóðrituð var á sex dögum á Siglufirði á síðasta ári. Óhætt er að fullyrða að gífurlegur metnaður er lagður bæði í tónlistina og myndböndin. Hljómsveitar meðlimir eru fjórir. Hjónin Una Stígsdóttir og Anik Karensson ásamt tveimur breskum félögum þeirra. Það eru upptökustjórinn Leigh Lawson sem fluttist hingað til lands sérstaklega til þess að starfa með sveitinni og taktgjafinn S.O.N. Nú þegar hafa Cryptochrome gefið út fjögur lög á Youtube og er hvert öðru vandaðra. Í janúar kom út hið munaðarfulla Gameone sem gert var af frönsku kvikmyndagerðar konunni Sölmu Cheddadi. Í febrúar kom út lagið Clappo í leikstjórn Loga Hilmarssonar. Í mars kom út rafpoppsmellurinn Crazy little you sem gert var af Anní Ólafsdóttur og Sunnevu Weisshappel. Fyrir nokkrum dögum kom svo út djassaða örlagið Charging en það myndband unnu þau hjón sjálf."Ef ég kann það ekki, þá kenni ég mér það bara"Tónlistin er unnin sameiginlega af þríeykinu en Una syngur og rappar ásamt eiginmanni sínum en hann starfaði áður í bresku hiphop-senunni með sveitinni Dark Circle. Leigh hefur séð um upptökustjórn. Fjórði maðurinn sem kemur að ferlinu er breski tónlistarmaðurinn S.O.N. sem sér um að smíða takta. Una er myndlistarmaður en hefur starfað sem sviðsmynda- og búningahönnuður fyrir leiksýningar. „Það er það sem ég geri líka mikið fyrir Cryptochrome að prufa allt,“ segir hún. „Mér finnst allt skemmtilegt og ef ég kann það ekki, þá kenni ég mér það bara.“ „Okkur finnst þetta vera allt sami pakkinn. Það sem maður heyrir og sér er svo samtengt,“ segir Anik á óaðfinnanlegri íslensku en hann fluttist hingað fyrir 11 árum síðan í það sem átti einungis að vera stutt stopp. „Við erum ekki bara hljómsveit. Við erum líka að vinna með sjónlist og ímynd. Þetta verða 11 lög með 11 myndböndum. Þetta er eitt heildarverkefni.“Næsta verður Virtual Reality myndbandAðspurð að því hvernig það gangi að reka hljómsveit, hjónaband og fjölskyldu svara þau í kór; „Bara mjög vel!“ „Það gengur vel ef maður er glaður,“ útskýrir Una betur. „Ef hjónabandið er gott getur maður bætt hverju sem er ofan á það.“ Cryptochrome hefur örsjaldan komið fram á tónleikum en stefnt er að því að þróa metnaðarfullt tónleikasett fyrir sumarið. Í augnablikinu eru þau Cryptochrome-hjón að vinna að maí-myndbandi sveitarinnar sem verður þeirra metnaðarfyllsta til þessa. „Næsta myndband verður virtual reality myndband,“ segir Anik og hljómar spenntur. „Þetta er svipað og Björk gerði nema hvað að þetta er eins og það á sýru.“ Myndbandið verður frumsýnt á vef Vísis þegar það verður tilbúið. Tónlist Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Cryptochrome er lítt þekkt íslensk-ensk hljómsveit sem gerir út frá Reykjavík. Í janúar hófst það metnaðarfulla verkefni að gefa út eitt myndband í hverjum mánuði út árið 2016. Öll lögin munu svo enda á breiðskífunni More Human sem hljóðrituð var á sex dögum á Siglufirði á síðasta ári. Óhætt er að fullyrða að gífurlegur metnaður er lagður bæði í tónlistina og myndböndin. Hljómsveitar meðlimir eru fjórir. Hjónin Una Stígsdóttir og Anik Karensson ásamt tveimur breskum félögum þeirra. Það eru upptökustjórinn Leigh Lawson sem fluttist hingað til lands sérstaklega til þess að starfa með sveitinni og taktgjafinn S.O.N. Nú þegar hafa Cryptochrome gefið út fjögur lög á Youtube og er hvert öðru vandaðra. Í janúar kom út hið munaðarfulla Gameone sem gert var af frönsku kvikmyndagerðar konunni Sölmu Cheddadi. Í febrúar kom út lagið Clappo í leikstjórn Loga Hilmarssonar. Í mars kom út rafpoppsmellurinn Crazy little you sem gert var af Anní Ólafsdóttur og Sunnevu Weisshappel. Fyrir nokkrum dögum kom svo út djassaða örlagið Charging en það myndband unnu þau hjón sjálf."Ef ég kann það ekki, þá kenni ég mér það bara"Tónlistin er unnin sameiginlega af þríeykinu en Una syngur og rappar ásamt eiginmanni sínum en hann starfaði áður í bresku hiphop-senunni með sveitinni Dark Circle. Leigh hefur séð um upptökustjórn. Fjórði maðurinn sem kemur að ferlinu er breski tónlistarmaðurinn S.O.N. sem sér um að smíða takta. Una er myndlistarmaður en hefur starfað sem sviðsmynda- og búningahönnuður fyrir leiksýningar. „Það er það sem ég geri líka mikið fyrir Cryptochrome að prufa allt,“ segir hún. „Mér finnst allt skemmtilegt og ef ég kann það ekki, þá kenni ég mér það bara.“ „Okkur finnst þetta vera allt sami pakkinn. Það sem maður heyrir og sér er svo samtengt,“ segir Anik á óaðfinnanlegri íslensku en hann fluttist hingað fyrir 11 árum síðan í það sem átti einungis að vera stutt stopp. „Við erum ekki bara hljómsveit. Við erum líka að vinna með sjónlist og ímynd. Þetta verða 11 lög með 11 myndböndum. Þetta er eitt heildarverkefni.“Næsta verður Virtual Reality myndbandAðspurð að því hvernig það gangi að reka hljómsveit, hjónaband og fjölskyldu svara þau í kór; „Bara mjög vel!“ „Það gengur vel ef maður er glaður,“ útskýrir Una betur. „Ef hjónabandið er gott getur maður bætt hverju sem er ofan á það.“ Cryptochrome hefur örsjaldan komið fram á tónleikum en stefnt er að því að þróa metnaðarfullt tónleikasett fyrir sumarið. Í augnablikinu eru þau Cryptochrome-hjón að vinna að maí-myndbandi sveitarinnar sem verður þeirra metnaðarfyllsta til þessa. „Næsta myndband verður virtual reality myndband,“ segir Anik og hljómar spenntur. „Þetta er svipað og Björk gerði nema hvað að þetta er eins og það á sýru.“ Myndbandið verður frumsýnt á vef Vísis þegar það verður tilbúið.
Tónlist Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira