H&M í túnfætinum stjórnarmaðurinn skrifar 13. apríl 2016 08:00 Enn berast af því tíðindi í íslenskum fjölmiðlum að sænski tískurisinn H&M hyggist opna verslanir hér á landi. Nú í DV þar sem segir að H&M ætli sér að opna tvær verslanir hér á næstu þremur árum, eina í Smáralind og aðra til á Hafnartorgi sem áætlað er að verði risið árið 2018. Í fréttinni sagði að fasteignafélagið Reginn hefði á undanförum dögum átt í viðræðum við H&M og nú væri svo komið að leigusamningar væru tilbúnir til undirritunar. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort satt reynist, en H&M veitir almennt ekki sérleyfi og því hlýtur að standa til að verslanirnar verði opnaðar á eigin reikning. Slíkt er ekki algengt hér á landi, en langflest alþjóðleg vörumerki sem hingað rata, gera það í samstarfi við heimafólk, oftast með sérleyfissamningum þar sem alþjóðlega fyrirtækið þiggur greiðslur sem nema hlutfalli af veltu. Heimafólkið sér svo um reksturinn. Í raun er ekki einfalt að sjá hvað ætti að fá alþjóðlegt stórfyrirtæki til að líta hingað til lands eftir vexti. Við vitum öll að Ísland er í raun örmarkaður á alþjóðlega vísu og því ekki eftir miklu að slægjast í alþjóðlegu samhengi. Hvað þá fyrir keðju á borð við H&M sem árið 2015 velti ríflega 22 milljörðum Bandaríkjadala og skilaði réttum fjórum milljörðum dala í EBIDTA hagnað. Það eru ríflega 500 milljarðar íslenskra króna! Vandséð er að tvær verslanir á Íslandi komi til með að bæta verulega við þessar afkomutölur. Við það bætist svo að töluverður höfuðverkur getur verið að fylgjast með starfseminni í fjarlægu landi. Í þeim efnum skiptir ekki öllu máli hvort verslanirnar eru tvær eða tvö hundruð. Þessu til viðbótar benda kannanir til þess að H&M sé nú þegar með allt að 30 prósenta hlutdeild á íslenskum fatamarkaði og það án þess að starfrækja hér verslun. Íslendingar eru nú þegar traustir viðskiptavinir H&M, þótt þeir geti einungis nálgast varninginn á ferðum sínum. Spurningin er því hvort H&M h telji raunhæft að hækka þetta hlutfall, og réttlætanlegt að taka á sig þann kostnað og þá fyrirhöfn sem fylgir því að setja upp verslanir. Augljóslega samkvæmt fréttinni, og ef svo er mun stjórnarmaðurinn láta af öllum bölsýnisspám enda byggir fólk ekki upp 22 milljarða dala fyrirtæki án þess að vita hvað það er að gera! Stjórnarmaðurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Enn berast af því tíðindi í íslenskum fjölmiðlum að sænski tískurisinn H&M hyggist opna verslanir hér á landi. Nú í DV þar sem segir að H&M ætli sér að opna tvær verslanir hér á næstu þremur árum, eina í Smáralind og aðra til á Hafnartorgi sem áætlað er að verði risið árið 2018. Í fréttinni sagði að fasteignafélagið Reginn hefði á undanförum dögum átt í viðræðum við H&M og nú væri svo komið að leigusamningar væru tilbúnir til undirritunar. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort satt reynist, en H&M veitir almennt ekki sérleyfi og því hlýtur að standa til að verslanirnar verði opnaðar á eigin reikning. Slíkt er ekki algengt hér á landi, en langflest alþjóðleg vörumerki sem hingað rata, gera það í samstarfi við heimafólk, oftast með sérleyfissamningum þar sem alþjóðlega fyrirtækið þiggur greiðslur sem nema hlutfalli af veltu. Heimafólkið sér svo um reksturinn. Í raun er ekki einfalt að sjá hvað ætti að fá alþjóðlegt stórfyrirtæki til að líta hingað til lands eftir vexti. Við vitum öll að Ísland er í raun örmarkaður á alþjóðlega vísu og því ekki eftir miklu að slægjast í alþjóðlegu samhengi. Hvað þá fyrir keðju á borð við H&M sem árið 2015 velti ríflega 22 milljörðum Bandaríkjadala og skilaði réttum fjórum milljörðum dala í EBIDTA hagnað. Það eru ríflega 500 milljarðar íslenskra króna! Vandséð er að tvær verslanir á Íslandi komi til með að bæta verulega við þessar afkomutölur. Við það bætist svo að töluverður höfuðverkur getur verið að fylgjast með starfseminni í fjarlægu landi. Í þeim efnum skiptir ekki öllu máli hvort verslanirnar eru tvær eða tvö hundruð. Þessu til viðbótar benda kannanir til þess að H&M sé nú þegar með allt að 30 prósenta hlutdeild á íslenskum fatamarkaði og það án þess að starfrækja hér verslun. Íslendingar eru nú þegar traustir viðskiptavinir H&M, þótt þeir geti einungis nálgast varninginn á ferðum sínum. Spurningin er því hvort H&M h telji raunhæft að hækka þetta hlutfall, og réttlætanlegt að taka á sig þann kostnað og þá fyrirhöfn sem fylgir því að setja upp verslanir. Augljóslega samkvæmt fréttinni, og ef svo er mun stjórnarmaðurinn láta af öllum bölsýnisspám enda byggir fólk ekki upp 22 milljarða dala fyrirtæki án þess að vita hvað það er að gera!
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira