Mæðgur á mótorhjólaferðalagi um Víetnam Finnur Thorlacius skrifar 12. apríl 2016 10:32 Mæðgurnar í Víetnam. Þær láta sér fátt fyrir brjósti brenna mæðgurnar Þóra Hrönn Njálsdóttir og Bára Sigurjónsdóttir. Þær hafa nýlokið 2.100 kílómetra ferð á mótorhjólum frá Hanoi til Saigon í Víetnam en þær eru báðar nýbyrjaðar í mótorhjólasportinu. Bára tók prófið í fyrra en Þóra Hrönn er aðeins hálfnuð með sitt próf og náði ekki að ljúka prófi áður en hún hélt utan. Í Víetnam þarf þó ekki að uppfylla kröfur um próf, aðeins að vera nægilega stór til að valda mótorhjólinu. Með í för voru Sigurjón Pétursson, eiginmaður Þóru Hrannar til 44 ára, og tengdasonur þeirra Ásgeir Pétursson. Ferðin var ekki áfallalaus því að Sigurjón féll af baki eftir árekstur við stóran hund, en slapp með skrámur og gat haldið áfram og lokið ferðinni. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent
Þær láta sér fátt fyrir brjósti brenna mæðgurnar Þóra Hrönn Njálsdóttir og Bára Sigurjónsdóttir. Þær hafa nýlokið 2.100 kílómetra ferð á mótorhjólum frá Hanoi til Saigon í Víetnam en þær eru báðar nýbyrjaðar í mótorhjólasportinu. Bára tók prófið í fyrra en Þóra Hrönn er aðeins hálfnuð með sitt próf og náði ekki að ljúka prófi áður en hún hélt utan. Í Víetnam þarf þó ekki að uppfylla kröfur um próf, aðeins að vera nægilega stór til að valda mótorhjólinu. Með í för voru Sigurjón Pétursson, eiginmaður Þóru Hrannar til 44 ára, og tengdasonur þeirra Ásgeir Pétursson. Ferðin var ekki áfallalaus því að Sigurjón féll af baki eftir árekstur við stóran hund, en slapp með skrámur og gat haldið áfram og lokið ferðinni.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent