Lokamynd Sólveigar Anspach keppir á Cannes Birgir Örn Steinarsson skrifar 26. apríl 2016 14:43 Sólveig Anspach átti eina af vinsælustu mynd Frakka árið 2013. Vísir Síðasta mynd Sólveigu Anspach, sem lést eftir langa baráttu við krabbamein í fyrra, er á meðal mynda sem keppa í flokknum Director‘s forthnight á Cannes í maí. Sólveig kláraði tökur á myndinni, sem ber nafnið Sundáhrifin (L‘effet aquatigue), aðeins nokkrum mánuðum áður en hún lést í fyrra 54 ára að aldri. Sólveig náði einnig að klippa stóran hluta myndarinnar sjálf en samstarfsfólk hennar kláraði hana svo eftir tilmælum Sólveigar. Myndin, sem heitir The Together Project upp á enskuna, verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni.Kvimyndin Sundáhrifin er lokamynd þríleyksins um Önnu skáld og son hennar.Vísir/ZikZakLokahluti þríleyks Myndin er lokahluti þríleiks sem hófst með myndinni Skrapp út sem kom út árið 2008 og skartaði Diddu Jónsdóttur skáldi í hlutverki Önnu dópsala í Reykjavík. Önnur mynd þríleiksins hét Queen of Mentreuil en í henni var Anna strandaglópur í Frakklandi ásamt syni sínum. Í þeirri mynd kynnast þau ungri ekkju, að nafni Agathe, í úthverfi Parísar. Í lokahlutanum kemur svo Agathe til Íslands, til þess að sitja alþjóðlega ráðstefnu sundkennara í Hörpu, og hittir hún aftur Önnu og son hennar í Reykjavík. Handrit myndarinnar skrifaði Sólveig sjálf í samstarfi við Jean-Luc Gaget. Sólveig átti þó nokkurri velgengni að fagna í Frakklandi, þar sem hún bjó og starfaði að mestu. Hún leikstýrði meðal annars og skrifaði gamanmyndina Lulu femme nue sem var ein tekjuhæsta mynd Frakka árið 2013 og var tilnefnd til Cesár verðlaunanna þarlendis fyrir handrit myndarinnar. Um 500 þúsund manns sáu myndina í bíó í Frakklandi í fyrra. Sólveig Anspach fæddist í Vestmannaeyjum árið 1960 og eftir hana liggja 14 bíómyndir og heimildamyndir. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Didda minnist Sólveigar Anspach: „Hún bauð ekki dauðanum í kaffi“ Sólveig Anspach hafði nýlokið tökum á nýjustu bíómynd sinni, Sundáhrifin þegar hún lést úr krabbameini, þann sjöunda ágúst. 9. ágúst 2015 19:56 Sólveig Anspach látin Kvikmyndaleikstjórinn Sólveig Anspach er látin 54 ára gömul. 8. ágúst 2015 20:43 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Síðasta mynd Sólveigu Anspach, sem lést eftir langa baráttu við krabbamein í fyrra, er á meðal mynda sem keppa í flokknum Director‘s forthnight á Cannes í maí. Sólveig kláraði tökur á myndinni, sem ber nafnið Sundáhrifin (L‘effet aquatigue), aðeins nokkrum mánuðum áður en hún lést í fyrra 54 ára að aldri. Sólveig náði einnig að klippa stóran hluta myndarinnar sjálf en samstarfsfólk hennar kláraði hana svo eftir tilmælum Sólveigar. Myndin, sem heitir The Together Project upp á enskuna, verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni.Kvimyndin Sundáhrifin er lokamynd þríleyksins um Önnu skáld og son hennar.Vísir/ZikZakLokahluti þríleyks Myndin er lokahluti þríleiks sem hófst með myndinni Skrapp út sem kom út árið 2008 og skartaði Diddu Jónsdóttur skáldi í hlutverki Önnu dópsala í Reykjavík. Önnur mynd þríleiksins hét Queen of Mentreuil en í henni var Anna strandaglópur í Frakklandi ásamt syni sínum. Í þeirri mynd kynnast þau ungri ekkju, að nafni Agathe, í úthverfi Parísar. Í lokahlutanum kemur svo Agathe til Íslands, til þess að sitja alþjóðlega ráðstefnu sundkennara í Hörpu, og hittir hún aftur Önnu og son hennar í Reykjavík. Handrit myndarinnar skrifaði Sólveig sjálf í samstarfi við Jean-Luc Gaget. Sólveig átti þó nokkurri velgengni að fagna í Frakklandi, þar sem hún bjó og starfaði að mestu. Hún leikstýrði meðal annars og skrifaði gamanmyndina Lulu femme nue sem var ein tekjuhæsta mynd Frakka árið 2013 og var tilnefnd til Cesár verðlaunanna þarlendis fyrir handrit myndarinnar. Um 500 þúsund manns sáu myndina í bíó í Frakklandi í fyrra. Sólveig Anspach fæddist í Vestmannaeyjum árið 1960 og eftir hana liggja 14 bíómyndir og heimildamyndir.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Didda minnist Sólveigar Anspach: „Hún bauð ekki dauðanum í kaffi“ Sólveig Anspach hafði nýlokið tökum á nýjustu bíómynd sinni, Sundáhrifin þegar hún lést úr krabbameini, þann sjöunda ágúst. 9. ágúst 2015 19:56 Sólveig Anspach látin Kvikmyndaleikstjórinn Sólveig Anspach er látin 54 ára gömul. 8. ágúst 2015 20:43 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Didda minnist Sólveigar Anspach: „Hún bauð ekki dauðanum í kaffi“ Sólveig Anspach hafði nýlokið tökum á nýjustu bíómynd sinni, Sundáhrifin þegar hún lést úr krabbameini, þann sjöunda ágúst. 9. ágúst 2015 19:56
Sólveig Anspach látin Kvikmyndaleikstjórinn Sólveig Anspach er látin 54 ára gömul. 8. ágúst 2015 20:43