Svör óskast Magnús Guðmundsson skrifar 25. apríl 2016 07:00 Sú var tíðin á Íslandi að heiður þótti fólginn í því að vera skattakóngur eða -drottning þjóðarinnar. Að vera sá einstaklingur sem greiddi mest allra til uppbyggingar og samneyslu samfélagsins. Þetta viðhorf átti sinn þátt í því að byggja upp og efla innviði íslensks samfélags á ótrúlega skömmum tíma frá sjálfstæði og þéttbýlismyndun. En nú er öldin bókstaflega önnur því einhvers staðar á leiðinni virðist okkur hafa fatast flugið allverulega. Á árunum eftir aldamót og fram að efnahagshruni myndaðist hér undarleg stemning. Peningar virtust vera upphaf og endir alls í samfélagi sem er í raun ekki hægt að kenna við neitt annað en græðgi. Það var klappað og stappað og forsetinn sagði við heiminn: „You ain't seen nothing yet.“ Það voru orð að sönnu en þó ekki eins og til var stefnt. Íslensku bankarnir hrundu með slíku brambolti að heimurinn hafði vart séð annað eins. Peningarnir voru horfnir út í veður og vind. Eða hvað? Uppljóstranirnar úr Panama-skjölunum sem hafa verið opinberaðar að undanförnu virðast helst vera vísbending um að þeir fiski sem róa til Panama. Íslendingar hafa sett enn eitt metið og að þessu sinni í eign aflandsreikninga í skattaskjólum, sem eins og Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, benti nýverið á í pistli á bloggsíðu sinni um þjóðfélagsmál, er ekki til góðs. Indriði tíundar þar eðli skattaskjóla og hversu skaðleg þau eru í raun samfélagi þeirra sem í þau leita með sitt fjármagn með einum eða öðrum hætti. Að ekki sé hægt að eiga í opnum alþjóðlegum viðskiptum án aðkomu skattaskjóla er auðvitað bábilja og fyrirsláttur þeirra sem vilja sannfæra sjálfa sig og aðra um að allt sé þetta með eðlilegum hætti. Allt virðist þetta vera dapurleg afleiðing af hugsunarhætti sem virðist hafa haldið innreið sína í íslenskt samfélag á fyrstu árum aldarinnar. Að réttur einstaklinga til þess að græða peninga væri öllu æðri og það jafnvel á kostnað velferðar samborgara sinna og samfélags. Ef okkur á að takast að snúa þessari óheillavænlegu þróun við verða allir þeir sem kusu að fara þessa aflandseyjaleið með sitt fjármagn að gera hreint fyrir sínum dyrum. Að svara skýrt og skilmerkilega hvaðan þetta fé er komið og hver tilgangurinn hafi verið með því að halda því fjarri því samfélagi þar sem það var skapað og hefði átt að vera borgurum þess til góðs. Fjölmiðlar, bæði þeir sem hafa Panama-gögnin undir höndum sem og aðrir á borð við Fréttablaðið, hafa þegar kallað eftir svörum við þessum spurningum og þjóðin bíður þeirra svara sem henni ber að fá. Stjórnvalda er hins vegar að sjá til þess að lokað verði fyrir alla slíka viðskiptahætti og gerninga í framtíðinni. Stjórnvald sem sættir sig við það að afmarkaður hópur stórefnafólks geti tekið fé úr umferð með þessum hætti er ekki stjórnvald sem rær öllum árum að velferð allrar þjóðarinnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Sú var tíðin á Íslandi að heiður þótti fólginn í því að vera skattakóngur eða -drottning þjóðarinnar. Að vera sá einstaklingur sem greiddi mest allra til uppbyggingar og samneyslu samfélagsins. Þetta viðhorf átti sinn þátt í því að byggja upp og efla innviði íslensks samfélags á ótrúlega skömmum tíma frá sjálfstæði og þéttbýlismyndun. En nú er öldin bókstaflega önnur því einhvers staðar á leiðinni virðist okkur hafa fatast flugið allverulega. Á árunum eftir aldamót og fram að efnahagshruni myndaðist hér undarleg stemning. Peningar virtust vera upphaf og endir alls í samfélagi sem er í raun ekki hægt að kenna við neitt annað en græðgi. Það var klappað og stappað og forsetinn sagði við heiminn: „You ain't seen nothing yet.“ Það voru orð að sönnu en þó ekki eins og til var stefnt. Íslensku bankarnir hrundu með slíku brambolti að heimurinn hafði vart séð annað eins. Peningarnir voru horfnir út í veður og vind. Eða hvað? Uppljóstranirnar úr Panama-skjölunum sem hafa verið opinberaðar að undanförnu virðast helst vera vísbending um að þeir fiski sem róa til Panama. Íslendingar hafa sett enn eitt metið og að þessu sinni í eign aflandsreikninga í skattaskjólum, sem eins og Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, benti nýverið á í pistli á bloggsíðu sinni um þjóðfélagsmál, er ekki til góðs. Indriði tíundar þar eðli skattaskjóla og hversu skaðleg þau eru í raun samfélagi þeirra sem í þau leita með sitt fjármagn með einum eða öðrum hætti. Að ekki sé hægt að eiga í opnum alþjóðlegum viðskiptum án aðkomu skattaskjóla er auðvitað bábilja og fyrirsláttur þeirra sem vilja sannfæra sjálfa sig og aðra um að allt sé þetta með eðlilegum hætti. Allt virðist þetta vera dapurleg afleiðing af hugsunarhætti sem virðist hafa haldið innreið sína í íslenskt samfélag á fyrstu árum aldarinnar. Að réttur einstaklinga til þess að græða peninga væri öllu æðri og það jafnvel á kostnað velferðar samborgara sinna og samfélags. Ef okkur á að takast að snúa þessari óheillavænlegu þróun við verða allir þeir sem kusu að fara þessa aflandseyjaleið með sitt fjármagn að gera hreint fyrir sínum dyrum. Að svara skýrt og skilmerkilega hvaðan þetta fé er komið og hver tilgangurinn hafi verið með því að halda því fjarri því samfélagi þar sem það var skapað og hefði átt að vera borgurum þess til góðs. Fjölmiðlar, bæði þeir sem hafa Panama-gögnin undir höndum sem og aðrir á borð við Fréttablaðið, hafa þegar kallað eftir svörum við þessum spurningum og þjóðin bíður þeirra svara sem henni ber að fá. Stjórnvalda er hins vegar að sjá til þess að lokað verði fyrir alla slíka viðskiptahætti og gerninga í framtíðinni. Stjórnvald sem sættir sig við það að afmarkaður hópur stórefnafólks geti tekið fé úr umferð með þessum hætti er ekki stjórnvald sem rær öllum árum að velferð allrar þjóðarinnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun