Sweden, Suéde, Sverige: Svíþjóð í Eurovision – Fyrri hluti Steinunn Björk Bragadóttir skrifar 4. maí 2016 15:30 Flottir listamenn. vísir Í tilefni þess að allt er komið á fullt fart í Svíaveldi er ekki úr vegi að rifja aðeins upp sögu gestgjafanna í Eurovision.Upphafið fram til fyrsta sigursSvíar hófu þátttöku sína í Eurovision árið 1958 en það var í þriðja skiptið sem keppnin var haldin. Síðan þá hafa Svíar misst af keppninni einungis þrisvar sinnum; 1964, 1970 og 1976, og eru þeir því að keppa í 56. skiptið í ár. Fyrsta framlag þeirra Svía var Lilla Stjärna og var flutt af Alice Babs. Frumraunin náði ágætis árangri, þar sem Svíar enduðu í 4. sæti af 10 keppendum, sem hélst sem besti árangur Svía til ársins 1966.Svíþjóð 1958 – Lilla Stjärna – Alice Babs Á sjöunda áratugnum héldu Svíar sér oftast í kringum miðjuna að tveimur árum undanskildum. Árið 1963 þurftu Svíar að sætta sig við síðasta sætið með núll stig og er það í eina skiptið sem þeir hafa ekki fengið nein stig í Eurovision. Árið 1966 fengu þeir þó uppreisn æru og náðu öðru sætinu, en það framlag var flutt af Lill Lindfors og Svante Thuresson, en Lill þessi var svo fengin til að vera kynnir keppninnar þegar hún var haldin í Gautaborg árið 1985. Er Lill hvað þekktust fyrir að hafa ‘óvart’ misst niðrum sig pilsið uppá sviði á meðan að keppninni stóð. Þetta atvik er enn þann dag talið eitt af eftirminnilegustu atvikum í sögu keppninnar, og því er eiginlega nauðsynlegt að rifja það upp.Lill Lindfors týnir pilsinu sínu – Gautaborg, 1985. En aftur að gengi Svía í keppninni sjálfri og nú skellum við okkur aftur til áttunda áratugarins. Svíar byrjuðu áttunda áratuginn í fýlu þar sem þeir drógu sig úr keppni, ásamt nokkrum öðrum þjóðum, vegna óánægju með úrslitin árið áður. Fyrir þá sem ekki muna var það árið sem að fjögur lönd deildu sigrinum með sér því ekki voru til reglur um hvað ætti að gera ef fleiri en eitt land endaði í efsta sæti. Svíar mættu þó aftur til leiks árið 1971 og þurftu þeir ekki að bíða lengi eftir sínum fyrsta sigri í Eurovision. Við erum auðvitað að tala um árið 1974 þegar hin þá fremur óþekkta hljómsveit ABBA kom, sá og sigraði með laginu Waterloo. Það sem gerðist í kjölfarið ætti ekki að vera neinum ókunnugt, þar sem ABBA er enn þann dag í dag ein þekktasta hljómsveit sem Svíþjóð hefur alið af sér.Svíþjóð 1974 – Waterloo – ABBA1975 – Nýtt stigakerfiFyrsta keppnin sem Svíar sáu um var því árið 1975 og var hún haldin í Stokkhólmi. Þetta ár var sett á laggirnar nýtt stigakerfi, hið viðfræga 12-stiga kerfi sem enn er notast við í dag, en framsetningin árið 1975 var þó nokkuð frábrugðin því sem við þekkjum í dag. Hvert þátttökuland setti upp dómnefnd sem samanstóð af 11 meðlimum og strax að loknum flutningi hvers lags gaf hver dómnefndarmeðlimur laginu stig frá 1 uppí 5, sem síðan var safnað saman. Eftir að öll lögin höfðu verið flutt voru stigin lögð saman og tilkynnt eftir 12-stiga reglunni. Stigin voru þó ekki tilkynnt í þeirri röð sem við þekkjum í dag, 1-8 og svo 10 og 12, heldur var notast við röðina sem lögin voru flutt í. Röðin á stigagjöfinni eins og við þekkjum hana í dag var ekki sett á laggirnar fyrr en árið 1980. Þessi breyting á stigakerfinu er einungis fyrsta af nokkrum breytingum sem hefur verið komið á þegar keppnin er haldin í Svíþjóð. Svíar drógu sig aftur úr keppni árið 1976, þar sem sænska ríkissjónvarpið taldi sig ekki vera fjárhagslega í stakk búið til að halda keppnina aftur ef Svíar skyldu vinna. Í kjölfarið voru settar á reglur um að allar ríkissjónvarpsstöðvarnar sem tækju þátt í Eurovision skyldu borga ákveðið gjald fyrir að fá að vera með, meðal annars til þess að halda utan um kostnað fyrir hverja keppni fyrir sig. Það má því með sanni segja að Svíarnir haf snemma byrjað að setja sitt mark á uppsetningu og utanumhald keppninnar. Svíar komu þó aftur ári seinna, en lukkaðist ekki betur en svo að enda í síðasta sæti. Áttu þeir eftir að klára áttunda áratuginn frekar á döpru nótunum, ávallt fyrr neðan miðju. Svíar náðu þó að valda smá fjaðrafoki rétt undir lokin áratugarins, þar sem flytjandi sænska framlagsins árið 1978, Björn Skifs, hafði hótað að flytja lagið á ensku og þar með hefði Svíþjóð verið dæmt úr leik. Hann Björn lét þó ekki verða af því, en þess í stað bullaði hann part af texta lagsins og voru það víst einungis Svíar sem föttuðu að hann væri ekki að syngja á sænsku. Gestaþraut næsta Eurovision-partýs er að finna út hvaða partur textans er bull.Svíþjóð 1978 – Det blir alltid värre framåt natten – Björn SkifsGlys og glamúr níunda áratugarins: Annar sigur Svía varð að veruleikaSvíar byrjuðu níunda áratuginn á því að koma sér inn á topp 10 og áttu eftir að halda sér þar nánast allan áratuginn, að undanskildu 12. sætinu 1987 og 1988. Hin 16 ára gamla Carola kom Svíum í þriðja sætið með lagið Främling, og átti þetta ekki eftir að vera síðasta skiptið sem að Eurovision-aðdáendur fengu að sjá Carolu þenja raddböndin á stóra sviðinu.Svíþjóð 1983 – Främling – Carola Annar sigur Svía kom upp á borðið ári seinna, 1984, þegar Herreys-bræðurnir heilluðu Evrópu upp úr skónum (‘pun intended’) með laginu Diggi-loo Diggi-ley.Svíþjóð 1984 – Diggi-loo Diggi-ley – Herreys Eins og áður hefur verið nefnt var keppnin árið 1985 haldin í Gautaborg og var það þrítugasta Eurovision-keppnin. Svíar náðu góðum árangri á heimavelli, þriðja sætinu, og árin sem komu á eftir voru nokkuð góð; tvisvar komust Svíar inn á topp 10 og tvisvar voru þeir hársbreidd frá topp 10 listanum.Tíundi áratugurinn: Ekki einn, heldur tveir sigrar í höfnSvíar byrjuðu tíunda áratuginn í íslenska sætinu, því sextánda, en áttu eftir að taka aðra keppni áratugarins með stormi. Carola var mætt aftur á svæðið og eftir feykigóða frammistöðu náðu Svíar að nappa sínum þriðja sigri. Það er seint hægt að segja að Svíar hafi unnið öruggan sigur, en í lok kosningar voru Svíar og Frakkar með jafn mörg stig. Sem betur fer var EBU búið að setja á reglur ef til jafnteflis kæmi, ólíkt árinu 1969, og var því tekið á það ráð að finna út hvort land væri með fleiri tólfur. Til að undirstrika enn frekar hversu tæpur sigurinn var þurfti ekki einungis að notast við fjölda ‘tólfa’ til að úrskurða sigurvegara, heldur voru það ‘tíurnar’ sem skáru um hvort landið vann. Svíar höfðu fengið 5 ‘tíur’ en Frakkland einungis tvær og voru Svíar því úrskurðaðir sigurvegarar.Svíþjóð 1991 – Fångad av en stormvind – Carola Árið 1992 var keppnin því haldin í þriðja sinn á sænskri grundu, að þessu sinni í skautahöll í Malmö. Gestgjafarnir riðu nú ekki feitum hesti frá heimavellinum þar sem Svíar lentu í næstsíðasta sæti með einungis níu stig. Gaman er að segja frá því að flytjandi framlagsins I morgon är en annan dag er enginn annar en hinn sænski herra Eurovision, Christer Björkman.Svíþjóð 1992 – I morgon är en annan dag – Christer Björkman Restin af tíunda áratugnum átti þó eftir að vera fremur farsæll Svíunum. Svíar komust inn á topp 10 fimm ár af sjö, en í þau tvö skipti sem þeim mistókst það voru þeir samt fyrir ofan miðju. Svíar náðu þriðja sætinu tvö ár í röð, 1995 og 1996, og kláruðu svo áratuginn með því að landa sínum fjórða sigri. Var það í höndum hinnar einu sönnu Svíagrýlu, Charlotte Nilsson, en eins og Íslendingum mun seint líða úr minni náði hún á síðustu metrunum að hrifsa sigurinn af henni Selmu okkar árið 1999.Svíþjóð 1999 – Take me to your heaven – Charlotte Nilsson Gaman er að segja frá því að tvö af þeim lögum sem Svíar sendu í Eurovision á tíunda áratugnum eru hvað þekktust á Íslandi sem jólalög. Við ljúkum því þessum fyrri hluta umfjöllunarinnar um Svíþjóð í Eurovision með partýleiknum ‘Hvert er jólalagið?’Svíþjóð 1995 – Se på mig – Jan JohanssonSvíþjóð 1996 – Den Vilda – One More TimeFréttin birtist fyrst á heimasíðu Félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES. Vísir fjallar um Eurovision í Stokkhólmi í samvinnu með FÁSES. Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Sveins snýr aftur til Íslands „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Sjá meira
Í tilefni þess að allt er komið á fullt fart í Svíaveldi er ekki úr vegi að rifja aðeins upp sögu gestgjafanna í Eurovision.Upphafið fram til fyrsta sigursSvíar hófu þátttöku sína í Eurovision árið 1958 en það var í þriðja skiptið sem keppnin var haldin. Síðan þá hafa Svíar misst af keppninni einungis þrisvar sinnum; 1964, 1970 og 1976, og eru þeir því að keppa í 56. skiptið í ár. Fyrsta framlag þeirra Svía var Lilla Stjärna og var flutt af Alice Babs. Frumraunin náði ágætis árangri, þar sem Svíar enduðu í 4. sæti af 10 keppendum, sem hélst sem besti árangur Svía til ársins 1966.Svíþjóð 1958 – Lilla Stjärna – Alice Babs Á sjöunda áratugnum héldu Svíar sér oftast í kringum miðjuna að tveimur árum undanskildum. Árið 1963 þurftu Svíar að sætta sig við síðasta sætið með núll stig og er það í eina skiptið sem þeir hafa ekki fengið nein stig í Eurovision. Árið 1966 fengu þeir þó uppreisn æru og náðu öðru sætinu, en það framlag var flutt af Lill Lindfors og Svante Thuresson, en Lill þessi var svo fengin til að vera kynnir keppninnar þegar hún var haldin í Gautaborg árið 1985. Er Lill hvað þekktust fyrir að hafa ‘óvart’ misst niðrum sig pilsið uppá sviði á meðan að keppninni stóð. Þetta atvik er enn þann dag talið eitt af eftirminnilegustu atvikum í sögu keppninnar, og því er eiginlega nauðsynlegt að rifja það upp.Lill Lindfors týnir pilsinu sínu – Gautaborg, 1985. En aftur að gengi Svía í keppninni sjálfri og nú skellum við okkur aftur til áttunda áratugarins. Svíar byrjuðu áttunda áratuginn í fýlu þar sem þeir drógu sig úr keppni, ásamt nokkrum öðrum þjóðum, vegna óánægju með úrslitin árið áður. Fyrir þá sem ekki muna var það árið sem að fjögur lönd deildu sigrinum með sér því ekki voru til reglur um hvað ætti að gera ef fleiri en eitt land endaði í efsta sæti. Svíar mættu þó aftur til leiks árið 1971 og þurftu þeir ekki að bíða lengi eftir sínum fyrsta sigri í Eurovision. Við erum auðvitað að tala um árið 1974 þegar hin þá fremur óþekkta hljómsveit ABBA kom, sá og sigraði með laginu Waterloo. Það sem gerðist í kjölfarið ætti ekki að vera neinum ókunnugt, þar sem ABBA er enn þann dag í dag ein þekktasta hljómsveit sem Svíþjóð hefur alið af sér.Svíþjóð 1974 – Waterloo – ABBA1975 – Nýtt stigakerfiFyrsta keppnin sem Svíar sáu um var því árið 1975 og var hún haldin í Stokkhólmi. Þetta ár var sett á laggirnar nýtt stigakerfi, hið viðfræga 12-stiga kerfi sem enn er notast við í dag, en framsetningin árið 1975 var þó nokkuð frábrugðin því sem við þekkjum í dag. Hvert þátttökuland setti upp dómnefnd sem samanstóð af 11 meðlimum og strax að loknum flutningi hvers lags gaf hver dómnefndarmeðlimur laginu stig frá 1 uppí 5, sem síðan var safnað saman. Eftir að öll lögin höfðu verið flutt voru stigin lögð saman og tilkynnt eftir 12-stiga reglunni. Stigin voru þó ekki tilkynnt í þeirri röð sem við þekkjum í dag, 1-8 og svo 10 og 12, heldur var notast við röðina sem lögin voru flutt í. Röðin á stigagjöfinni eins og við þekkjum hana í dag var ekki sett á laggirnar fyrr en árið 1980. Þessi breyting á stigakerfinu er einungis fyrsta af nokkrum breytingum sem hefur verið komið á þegar keppnin er haldin í Svíþjóð. Svíar drógu sig aftur úr keppni árið 1976, þar sem sænska ríkissjónvarpið taldi sig ekki vera fjárhagslega í stakk búið til að halda keppnina aftur ef Svíar skyldu vinna. Í kjölfarið voru settar á reglur um að allar ríkissjónvarpsstöðvarnar sem tækju þátt í Eurovision skyldu borga ákveðið gjald fyrir að fá að vera með, meðal annars til þess að halda utan um kostnað fyrir hverja keppni fyrir sig. Það má því með sanni segja að Svíarnir haf snemma byrjað að setja sitt mark á uppsetningu og utanumhald keppninnar. Svíar komu þó aftur ári seinna, en lukkaðist ekki betur en svo að enda í síðasta sæti. Áttu þeir eftir að klára áttunda áratuginn frekar á döpru nótunum, ávallt fyrr neðan miðju. Svíar náðu þó að valda smá fjaðrafoki rétt undir lokin áratugarins, þar sem flytjandi sænska framlagsins árið 1978, Björn Skifs, hafði hótað að flytja lagið á ensku og þar með hefði Svíþjóð verið dæmt úr leik. Hann Björn lét þó ekki verða af því, en þess í stað bullaði hann part af texta lagsins og voru það víst einungis Svíar sem föttuðu að hann væri ekki að syngja á sænsku. Gestaþraut næsta Eurovision-partýs er að finna út hvaða partur textans er bull.Svíþjóð 1978 – Det blir alltid värre framåt natten – Björn SkifsGlys og glamúr níunda áratugarins: Annar sigur Svía varð að veruleikaSvíar byrjuðu níunda áratuginn á því að koma sér inn á topp 10 og áttu eftir að halda sér þar nánast allan áratuginn, að undanskildu 12. sætinu 1987 og 1988. Hin 16 ára gamla Carola kom Svíum í þriðja sætið með lagið Främling, og átti þetta ekki eftir að vera síðasta skiptið sem að Eurovision-aðdáendur fengu að sjá Carolu þenja raddböndin á stóra sviðinu.Svíþjóð 1983 – Främling – Carola Annar sigur Svía kom upp á borðið ári seinna, 1984, þegar Herreys-bræðurnir heilluðu Evrópu upp úr skónum (‘pun intended’) með laginu Diggi-loo Diggi-ley.Svíþjóð 1984 – Diggi-loo Diggi-ley – Herreys Eins og áður hefur verið nefnt var keppnin árið 1985 haldin í Gautaborg og var það þrítugasta Eurovision-keppnin. Svíar náðu góðum árangri á heimavelli, þriðja sætinu, og árin sem komu á eftir voru nokkuð góð; tvisvar komust Svíar inn á topp 10 og tvisvar voru þeir hársbreidd frá topp 10 listanum.Tíundi áratugurinn: Ekki einn, heldur tveir sigrar í höfnSvíar byrjuðu tíunda áratuginn í íslenska sætinu, því sextánda, en áttu eftir að taka aðra keppni áratugarins með stormi. Carola var mætt aftur á svæðið og eftir feykigóða frammistöðu náðu Svíar að nappa sínum þriðja sigri. Það er seint hægt að segja að Svíar hafi unnið öruggan sigur, en í lok kosningar voru Svíar og Frakkar með jafn mörg stig. Sem betur fer var EBU búið að setja á reglur ef til jafnteflis kæmi, ólíkt árinu 1969, og var því tekið á það ráð að finna út hvort land væri með fleiri tólfur. Til að undirstrika enn frekar hversu tæpur sigurinn var þurfti ekki einungis að notast við fjölda ‘tólfa’ til að úrskurða sigurvegara, heldur voru það ‘tíurnar’ sem skáru um hvort landið vann. Svíar höfðu fengið 5 ‘tíur’ en Frakkland einungis tvær og voru Svíar því úrskurðaðir sigurvegarar.Svíþjóð 1991 – Fångad av en stormvind – Carola Árið 1992 var keppnin því haldin í þriðja sinn á sænskri grundu, að þessu sinni í skautahöll í Malmö. Gestgjafarnir riðu nú ekki feitum hesti frá heimavellinum þar sem Svíar lentu í næstsíðasta sæti með einungis níu stig. Gaman er að segja frá því að flytjandi framlagsins I morgon är en annan dag er enginn annar en hinn sænski herra Eurovision, Christer Björkman.Svíþjóð 1992 – I morgon är en annan dag – Christer Björkman Restin af tíunda áratugnum átti þó eftir að vera fremur farsæll Svíunum. Svíar komust inn á topp 10 fimm ár af sjö, en í þau tvö skipti sem þeim mistókst það voru þeir samt fyrir ofan miðju. Svíar náðu þriðja sætinu tvö ár í röð, 1995 og 1996, og kláruðu svo áratuginn með því að landa sínum fjórða sigri. Var það í höndum hinnar einu sönnu Svíagrýlu, Charlotte Nilsson, en eins og Íslendingum mun seint líða úr minni náði hún á síðustu metrunum að hrifsa sigurinn af henni Selmu okkar árið 1999.Svíþjóð 1999 – Take me to your heaven – Charlotte Nilsson Gaman er að segja frá því að tvö af þeim lögum sem Svíar sendu í Eurovision á tíunda áratugnum eru hvað þekktust á Íslandi sem jólalög. Við ljúkum því þessum fyrri hluta umfjöllunarinnar um Svíþjóð í Eurovision með partýleiknum ‘Hvert er jólalagið?’Svíþjóð 1995 – Se på mig – Jan JohanssonSvíþjóð 1996 – Den Vilda – One More TimeFréttin birtist fyrst á heimasíðu Félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES. Vísir fjallar um Eurovision í Stokkhólmi í samvinnu með FÁSES.
Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Sveins snýr aftur til Íslands „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Sjá meira