Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2016 13:30 Mynd/HBO Byrjum á grundvallaratriðunum. Hér fyrir neðan verður fjallað um innihald fyrstu tveggja þáttanna í sjöttu þáttaröð Game of Thrones. Lesendur sem ekki vilja vita hvað gerðist og mögulega hvað gæti gerst eru vinsamlegast beðnir um að fara annað. Við munum sakna ykkar. Margt gerðist í síðasta þætti Game of Thrones. Tveir af valdamestu mönnum Westeros voru myrtir af fjölskyldumeðlimum sínum. Roose Bolton var myrtur af syni sínum Ramsay Bolton og Balon Greyjoy, konungur Járneyjanna, var myrtur af bróður sínum Euron. Það er þó sérstaklega eitt atriði sem hefur fangað umræðuna og var það upprisa Jon Snow. „Fyrirgefið mér. Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar á því að hafa logið að öllum.“ Þetta var það fyrsta sem leikarinn Kit Harrington sagði eftir að örlög karakters hans urðu ljós á sunnudagskvöldið síðasta. Þá kom í ljós, eins og flestir ættu orðið að vita, að Jon Snow hefði verið vakinn upp frá dauðum af Melisandre. Þar lauk um tíu mánaða langri umræðu um hvort af þessu yrði, eins og marga hefur grunað, eða ekki.Harrington segist þó ánægður með að aðdáendur hafi tekið dauða Jon Snow nærri sér. „Ég held að minn stærsti ótti hafi verið að áhorfendum yrði alveg sama. En mér virðist fólk hafa verið með álíka skoðanir á dauða Jon Snow og Rauða brúðkaupinu. Það þýðir að ég og framleiðendur þáttanna eru að gera eitthvað rétt fyrir Jon Snow.“Þetta sagði Harrington í viðtali við Entertainment Weekly, en viðtalið var birt klukkan tvö, að íslenskum tíma, á aðfaranótt mánudags. Rétt eftir að fyrsta útsending þáttarins lauk.Það er ekki algengt að leikarar séu fengnir til að taka að sér tvö hlutverk þegar þeir eru ráðnir, en það þurfti Harrington að gera. Hann lék Jon Snow í laumi og í senn þurfti hann að leika leikara sem hafði yfirgefið einhverja vinsælustu þætti heims. Segja má að bragðið hafi virkað af einhverju leyti, en þó náðist minnst ein mynd af Harrington í tökum. Allt frá því að dauði Snow kom fram í fimmtu bók A Song of Ice and Fire hafa margir lesendur verið vissir í sinni sök um að Melisandre myndi bjarga honum. Í viðtalinu við EW sagði Harrington að sjötta þáttaröðin væri sú stærsta fyrir Jon Snow. Það er að hann myndi vera gífurlega mikið í mynd.Við upptökur þáttanna mátti enginn nota orðin Jon Snow. Það var bannað að segja það og þess í stað var skammsetningin LC notuð, sem stendur fyrir Lord Commander.Carice van Houten, sem leikur Melisandre, er þau sögð hafa annað leyniorð yfir Jon Snow sem hún notaði við tökur á atriðinu þegar hún var að þrífa lík hans. Þau hafa ekki sagt til um hvaða orð það er, en þó sé það dónalegt og hafi sömu skammstöfun, LC.Lyanna Stark kynnt til leiks Í fyrsta sinn í þáttunum var systir Ned Stark, Lyanna, sýnd áhorfendum. Það gerðist í atriði þar sem Bran Stark var að horfa aftur til fortíðar með hjálp hrafnsins með þrjú augu. Líklegt þykir að Lyanna hafi verið kynnt til leiks til að staðfesta uppruna Jon Snow. Allra vinsælasta kenningin varðandi Game of Thrones er R+L=J. Hún felur í sér að Jon Snow sé ekki sonur Ned Stark heldur sonur Lyanna og Rhaegar Targaryen.Sjá einnig: Lét framleiðendur Game of Thrones giska á nafn móður Jon Snow. Vitað er að Rhaegar og Lyanna voru saman á stað sem nefnist Tower of Joy. Svo virðist sem að Lyanna hafi verið fangi í turninum, en samkvæmt kenningunni var hún ekki fangi, heldur elskhugi Rhaegar. Á þeim tíma var Lyanna lofuð Robert Baratheon, sem hóf byltingu gegn Targaryen fjölskyldunni skömmu seinna.Fram kemur í bókunum að Eddard Stark fór til turnsins eftir að byltingunni lauk, til að bjarga systur sinni. Þar hafi hann og aðrir barist við þrjá meðlimi Konungsvarðanna áður en Eddard kom að systur sinni þar sem hún lá nærri því dáin. Áður en hún dó lofaði Eddard henni einhverju sem ekki hefur komið fram.Þeir sem styðja R+L=J kenninguna segja að loforð Eddard hafi snúið að því að hann myndi þykjast vera faðir Jon Snow, svo hann yrði ekki myrtur af byltingarmönnum sem höfðu velt Targaryen fjölskyldunni úr sessi.Stór vísbending um uppruna Tyrion LannisterAnnað sem gerðist í þættinum gaf mögulega mikilvæga vísbendingu um uppruna Tyrion Lannister. Vangaveltur um uppruna hans hafa verið til staðar nánast frá því að fyrsta bókin kom út árið 1996. Að hann sé ekki sonur Tywin Lannister og eiginkonu hans Joanna Lannister, sem lést við fæðinguna. Þess í stað sé hann sonur Aerys II Targaryen, hins brjálaða sem Jamie Lannister drap, og í raun bróðir Daenerys Targaryen. Uppruna þessa vangaveltna má rekja til nokkurra atriða í gegnum sögu A Song of Ice and Fire (bækurnar sem þættirnir byggja á). Í bók tvo segir Tywin við Tyrion að eina ástæðan fyrir því að hann fái að nota Lannister nafnið sé að Tywin geti ekki sannað að Tyrion sé ekki sonur sinn. Vitað er að Aerys var ástfanginn af Joanna Lannister og er hann sagður hafa gert eitthvað alvarlegt af sér þegar hún og Tywin giftust.Sjá einnig: Hver er söguhetja Game of Thrones?Einhverjir halda því fram að sú kenning hafi í raun verið staðfest í síðasta þætti þar sem Tyrion sleppti drekunum tveimur Rhaegal og Viserion, svo þeir færu að éta aftur. Það að hann hafi getað gengið upp að drekunum, án þess að hafa hitt þá áður, og losað þá án þess að vera grillaður og étinn, gefur sterklega til kynna að mögulega er hann af Targaryen ættum. Vitað er að sú ætt á auðvelt með að umgangast dreka og jafnvel ríða þeim í orrustu. Þar á auki má benda á nokkrar aðrar vísbendingar. Tyrion hefur frá unga aldri verið haldinn ákveðinni áráttu gagnvart drekum og í bókunum er hann ekki með hið hefðbundna Lannister hár, heldur ljósari lit sem er gjarnan tengdur við Targaryen ættina. Ofan á allar vísbendingarnar hefur George RR Martin gefið í skyn á bloggsíðu sinni að Tyrion muni fljúga. Drekinn er með þrjú höfuð. Game of Thrones Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Byrjum á grundvallaratriðunum. Hér fyrir neðan verður fjallað um innihald fyrstu tveggja þáttanna í sjöttu þáttaröð Game of Thrones. Lesendur sem ekki vilja vita hvað gerðist og mögulega hvað gæti gerst eru vinsamlegast beðnir um að fara annað. Við munum sakna ykkar. Margt gerðist í síðasta þætti Game of Thrones. Tveir af valdamestu mönnum Westeros voru myrtir af fjölskyldumeðlimum sínum. Roose Bolton var myrtur af syni sínum Ramsay Bolton og Balon Greyjoy, konungur Járneyjanna, var myrtur af bróður sínum Euron. Það er þó sérstaklega eitt atriði sem hefur fangað umræðuna og var það upprisa Jon Snow. „Fyrirgefið mér. Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar á því að hafa logið að öllum.“ Þetta var það fyrsta sem leikarinn Kit Harrington sagði eftir að örlög karakters hans urðu ljós á sunnudagskvöldið síðasta. Þá kom í ljós, eins og flestir ættu orðið að vita, að Jon Snow hefði verið vakinn upp frá dauðum af Melisandre. Þar lauk um tíu mánaða langri umræðu um hvort af þessu yrði, eins og marga hefur grunað, eða ekki.Harrington segist þó ánægður með að aðdáendur hafi tekið dauða Jon Snow nærri sér. „Ég held að minn stærsti ótti hafi verið að áhorfendum yrði alveg sama. En mér virðist fólk hafa verið með álíka skoðanir á dauða Jon Snow og Rauða brúðkaupinu. Það þýðir að ég og framleiðendur þáttanna eru að gera eitthvað rétt fyrir Jon Snow.“Þetta sagði Harrington í viðtali við Entertainment Weekly, en viðtalið var birt klukkan tvö, að íslenskum tíma, á aðfaranótt mánudags. Rétt eftir að fyrsta útsending þáttarins lauk.Það er ekki algengt að leikarar séu fengnir til að taka að sér tvö hlutverk þegar þeir eru ráðnir, en það þurfti Harrington að gera. Hann lék Jon Snow í laumi og í senn þurfti hann að leika leikara sem hafði yfirgefið einhverja vinsælustu þætti heims. Segja má að bragðið hafi virkað af einhverju leyti, en þó náðist minnst ein mynd af Harrington í tökum. Allt frá því að dauði Snow kom fram í fimmtu bók A Song of Ice and Fire hafa margir lesendur verið vissir í sinni sök um að Melisandre myndi bjarga honum. Í viðtalinu við EW sagði Harrington að sjötta þáttaröðin væri sú stærsta fyrir Jon Snow. Það er að hann myndi vera gífurlega mikið í mynd.Við upptökur þáttanna mátti enginn nota orðin Jon Snow. Það var bannað að segja það og þess í stað var skammsetningin LC notuð, sem stendur fyrir Lord Commander.Carice van Houten, sem leikur Melisandre, er þau sögð hafa annað leyniorð yfir Jon Snow sem hún notaði við tökur á atriðinu þegar hún var að þrífa lík hans. Þau hafa ekki sagt til um hvaða orð það er, en þó sé það dónalegt og hafi sömu skammstöfun, LC.Lyanna Stark kynnt til leiks Í fyrsta sinn í þáttunum var systir Ned Stark, Lyanna, sýnd áhorfendum. Það gerðist í atriði þar sem Bran Stark var að horfa aftur til fortíðar með hjálp hrafnsins með þrjú augu. Líklegt þykir að Lyanna hafi verið kynnt til leiks til að staðfesta uppruna Jon Snow. Allra vinsælasta kenningin varðandi Game of Thrones er R+L=J. Hún felur í sér að Jon Snow sé ekki sonur Ned Stark heldur sonur Lyanna og Rhaegar Targaryen.Sjá einnig: Lét framleiðendur Game of Thrones giska á nafn móður Jon Snow. Vitað er að Rhaegar og Lyanna voru saman á stað sem nefnist Tower of Joy. Svo virðist sem að Lyanna hafi verið fangi í turninum, en samkvæmt kenningunni var hún ekki fangi, heldur elskhugi Rhaegar. Á þeim tíma var Lyanna lofuð Robert Baratheon, sem hóf byltingu gegn Targaryen fjölskyldunni skömmu seinna.Fram kemur í bókunum að Eddard Stark fór til turnsins eftir að byltingunni lauk, til að bjarga systur sinni. Þar hafi hann og aðrir barist við þrjá meðlimi Konungsvarðanna áður en Eddard kom að systur sinni þar sem hún lá nærri því dáin. Áður en hún dó lofaði Eddard henni einhverju sem ekki hefur komið fram.Þeir sem styðja R+L=J kenninguna segja að loforð Eddard hafi snúið að því að hann myndi þykjast vera faðir Jon Snow, svo hann yrði ekki myrtur af byltingarmönnum sem höfðu velt Targaryen fjölskyldunni úr sessi.Stór vísbending um uppruna Tyrion LannisterAnnað sem gerðist í þættinum gaf mögulega mikilvæga vísbendingu um uppruna Tyrion Lannister. Vangaveltur um uppruna hans hafa verið til staðar nánast frá því að fyrsta bókin kom út árið 1996. Að hann sé ekki sonur Tywin Lannister og eiginkonu hans Joanna Lannister, sem lést við fæðinguna. Þess í stað sé hann sonur Aerys II Targaryen, hins brjálaða sem Jamie Lannister drap, og í raun bróðir Daenerys Targaryen. Uppruna þessa vangaveltna má rekja til nokkurra atriða í gegnum sögu A Song of Ice and Fire (bækurnar sem þættirnir byggja á). Í bók tvo segir Tywin við Tyrion að eina ástæðan fyrir því að hann fái að nota Lannister nafnið sé að Tywin geti ekki sannað að Tyrion sé ekki sonur sinn. Vitað er að Aerys var ástfanginn af Joanna Lannister og er hann sagður hafa gert eitthvað alvarlegt af sér þegar hún og Tywin giftust.Sjá einnig: Hver er söguhetja Game of Thrones?Einhverjir halda því fram að sú kenning hafi í raun verið staðfest í síðasta þætti þar sem Tyrion sleppti drekunum tveimur Rhaegal og Viserion, svo þeir færu að éta aftur. Það að hann hafi getað gengið upp að drekunum, án þess að hafa hitt þá áður, og losað þá án þess að vera grillaður og étinn, gefur sterklega til kynna að mögulega er hann af Targaryen ættum. Vitað er að sú ætt á auðvelt með að umgangast dreka og jafnvel ríða þeim í orrustu. Þar á auki má benda á nokkrar aðrar vísbendingar. Tyrion hefur frá unga aldri verið haldinn ákveðinni áráttu gagnvart drekum og í bókunum er hann ekki með hið hefðbundna Lannister hár, heldur ljósari lit sem er gjarnan tengdur við Targaryen ættina. Ofan á allar vísbendingarnar hefur George RR Martin gefið í skyn á bloggsíðu sinni að Tyrion muni fljúga. Drekinn er með þrjú höfuð.
Game of Thrones Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira