Bílskúrinn: Rosberg einmana í Rússlandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. maí 2016 16:45 Vladimir Pútín, forseti Rússlands veitti Nico Rosberg þó einhvern félagsskap. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes vann sjöttu keppnina í röð í Rússlandi á sunnudag. Hvað var að frétta hjá Lewis Hamilton, hvað var Daniil Kvyat að spá? Rosberg var einmana fremstur og var raunar aldrei ógnað. Þjóðverjinn er nú með 43 stiga forskot í heimsmeistarakepni ökumanna. Þetta og margt fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Kvyat keyrir aftan á Vettel í fyrra skiptið.Vísir/GettyKvyat klaufi Eftir drama í fyrstu beygju í Kína þar sem Kvyat kom á fleygiferð í átt að Sebastian Vettel og tók svo fram úr Vettel. Þjóðverjinn hellti sér yfir Kvyat eftir keppnina þar sem báðir komust þó á verðlaunapall. Sjá einnig: Vettel hellir sér yfir Kvyat - Myndband Kvyat og Vettel voru hlið við hlið á ráslínunni og það lá í loftinu að eitthvað myndi koma fyrir. Kvyat átti klaufalegt augnablik í annarri beygju í rússneska kappakstrinum. Hann bremsaði of seint og ók aftan á, hvern annan en Vettel. Á meðan Vettel var að meta skaðann og átta sig á hvernig bíllinn var á sig kominn ók Kvyat aftur á Vettel. Vettel gat ekkert gert nema að bíða eftir að enda á varnarveggnum sem batt enda á keppni hans. Sjá einnig: Vettel varð alveg brjálaður - Myndband Pressan á Kvyat var gríðarleg þessa helgi, hann var á heimavelli og er undir stöðugri pressu. Max Verstappen hjá systurliðinu, Toro Rosso hefur verið að banka á dyrnar og heimta athygli og sæti hjá Red Bull. Þá er rökrétt að Kvyat víki sæti nema hann geti sannað gildi sitt hjá liðinu. Hann gerði það ekki um helgina. Kvyat vissi eftir keppnina í hvað stefndi. Hann sagði að nú mætti hann eiga von á gagnrýni stormi úr mörgum áttum. „Augljóslega skapaði ég allan skaðann sem varð. Auðvitað er það ekki góð tilfinning en stundum gerist svona lagað á fyrsta hring. Ég mun læra af því. Ég mun tala við Vettel,“ sagði Kvyat eftir keppnina sem hann vill líklegast gleyma sem fyrst. „Daniil kostaði okkur mikið í dag, sérstaklega mögulega á stigum,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull.Hamilton ók vel og hélt áfram að berjast þrátt fyrit allt mótlætið.Vísir/GettyEndurkoma Hamilton Lewis Hamilton ræsti tíundi eftir að bilun kom í veg fyrir þátttöku hans í þriðju lotu tímatökunnar. Bilunin var sú sama og kom upp í Kína og tengist hitarafal bílsins. Mercedes hafði skipt út því sem bilaði en enn kom vandamálið upp. Hamilton var eins og brotinn maður eftir tíamtökuna en sagðist ekkert geta gert nema að halda áfram að berjast. Hamilton gerði vel að sigla í gegnum fyrsta hringinn án þess að lenda í samstuði við nokkurn ökumann eða aðskotahlut. Hamilton tók fram úr ökumönnum einum af öðrum þangað til hann var orðinn annar á eftir Rosberg. Þá kom upp vatnsþrýstings vandamál í bíl hans sem gerði raunar út af við tilraunir hans til að reyna að stela fyrsta sætinu af liðsfélaga sínum.Lykilmenn í björgun Hamilton (Toto Wolff, Bernie Ecclestone og Niki Lauda), ásamt Christian Horner, liðsstjóra Red Bull.Vísir/GettyHvernig var Hamilton bjargað? Mercedes kom með nýtt eldsneytiskerfi til Rússlands. Bilunin í bíl Hamilto gerði það að verkum að það kerfi varð fyrir skaða. Mercedes vildi tryggja að Hamilton gæti verið með nýja kerfið í bílnum til að tryggja honum sem besta möguleika á að klóra sig upp listann. Af stað fór ótrúleg atburðarás sem sýnir mátt og megin Formúlu 1 liða, þessara stóru að minnsta kosti. Fyrsta skrefið var að skutlast með varahluti í kerfið frá verksmiðju Mercedes í Brixworth á Englandi, tæplega 4000 kílómetrum frá Sochi, Rússlandi. Næsta skref var að finna flugvél til að fljúga varahlutum og starfsmanni. Þá er gott að þekkja Niki Lauda, sem einu sinni rak flufélag en var þar áður heimsmeistari í Formúlu 1, þrisvar. Valið snérist um að finna þá flugvél sem gæti komið sem fyrst og þá þurfti að tryggja vélinni lendingarpláss í Rússlandi, sem var þriðja skrefið. Næst lá því fyrir að koma varahlutum og starfsmanni í gengum rússneska tollinn á sem skemmstum tíma, það var fjórða skrefið. Bernie Ecclestone var lykilmaður í fjórða skrefinu. Hann tryggði að allt gegni vel í gegnum tollinn og það veit enginn hvernig hann fór að því. „Við komum varahlutunum og starfsmanni í flugvél og Bernie reddaði tollonum. Í stuttu máli lenti vélin með kassann og starfsmanninn og 90 sekúndum seinna var kassinn í bíl á leiðinni hingað. Ég veit ekki hvernig hann reddaði þessu,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Fimmta og síðasta skrefið var svo að setja varahlutinn í bíl Hamilton, sem tók næstum alla nóttina fyrir keppni. Þessi atburðarás skilaði Hamilton frá 10. sæti í annað sæti. Ætli Bernie Ecclestone hefði hjálpað öllum ökumönnum svona? Hefði Rio Haryanto hjá Manor fengið sömu þjónustu eða kannski Felipe Nasr hjá Sauber? Hver veit?Raikkonen og Ferrari áttu ekkert svar við fram úr akstri Hamilton.Vísir/GettyHvar var Ferrari? Enn og aftur vantaði Ferrari í baráttuna, augljóslega var ekki mikils að vænta af Vettel sem var keyrður úr keppni á fyrsta hring. Hins vegar var Kimi Raikkonen í góðri stöðu en var alveg varnarlaus þegar Hamilton kom fljúgandi framhjá og fram úr honum. Ferrari þurfti að sætta sig við að geta ekki keppt við Mercedes í Rússlandi. Hugsanlega gæti malbikið á brautinni haft eitthvað með það að gera, en malbikið er einkar griplítið í Sochi. Annað hvort það eða þá að uppfærslurnar sem Ferrari kom með til Rússlands voru ekki á nokkurn hátt jafn góðar og uppfærslurnar sem Mercedes kom með og bilið hefur aukist. Ákvarði nú hver fyrir sig. Við þurfum að bíða þangað til tímatakan fer fram í Barseólna eftir tíu daga til að sjá hvernig bilið er.Alonso sýndi góðan hraða á 44. hring en var annars að spara eldsneyti.Vísir/GettyMcLaren-Honda McLaren liðið náði loksins báðum bílum í stigasæti. Slíkt hefur ekki gerst lengi. Eða síðan í Ungverjalandi í fyrra, sú keppni fór fram 26. júlí. Það er því orðið langt síðan. Fernando Alonso varð sjötti í Rússlandi en Jenson Button tíundi. Honda vélin virðist einkar þyrst. McLaren þurfti að spara gríðarlega mikið eldsneyti alla keppnina. Þrátt fyrir að öryggisbíllinn hafi komið út í kjölfar þess að Kvyat keyrði Vettel úr keppni. Til samanburðar má nefna að Mercedes liðið og önnur lið sem nota Mercedes vélar þurftu ekkert að spara eldsneyti eftir að öryggisbíllinn var búinn að hringsóla um brautina í smá stund. Alonso sagðist hafa viljað hafa gaman í smá stund á hring 44. Hann setti skyndilega einn hraðan tíma. „Ég vildi vakna aðeins og sagði að ég ætlaði að hafa smá gaman og hætta að spara eldsneyti í smástund,“ sagði Alonso eftir keppnina. Formúla Tengdar fréttir Nico Rosberg fyrstur í mark í Rússlandi Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í rússneska kappakstrinum. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 1. maí 2016 13:28 Nico Rosberg á ráspól og Lewis Hamilton enn óheppinn Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól á morgun í rússneska Formúlu 1 kappakstrinum. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari en ræsir sjöundi. Valtteri Bottas á Williams varð þriðji en ræsir annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði en ræsir þriðji. 30. apríl 2016 12:44 Kvyat: Vettel er í stöðu til að ráðast á mig núna Nico Rosberg vann sína sjöundu keppni í röð og fer þar með í hóp með Michael Schumacher, Alberto Ascari og Sebastian Vettel. Hver sagði hvað eftir kappaksturinn? 1. maí 2016 14:45 Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu á ráslínunni fyrir rússneska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Vettel þurfti nýjan gírkassa eftir bilun sem varð í Kína. 30. apríl 2016 06:00 Rosberg: Formúlu 1 keppnir eru aldrei auðveldar Nico Rosberg á Mercedes náði í sinn 24. ráspól í dag. Hann ræsir fremstur í rússneska kappakstrinum á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 30. apríl 2016 14:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes vann sjöttu keppnina í röð í Rússlandi á sunnudag. Hvað var að frétta hjá Lewis Hamilton, hvað var Daniil Kvyat að spá? Rosberg var einmana fremstur og var raunar aldrei ógnað. Þjóðverjinn er nú með 43 stiga forskot í heimsmeistarakepni ökumanna. Þetta og margt fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Kvyat keyrir aftan á Vettel í fyrra skiptið.Vísir/GettyKvyat klaufi Eftir drama í fyrstu beygju í Kína þar sem Kvyat kom á fleygiferð í átt að Sebastian Vettel og tók svo fram úr Vettel. Þjóðverjinn hellti sér yfir Kvyat eftir keppnina þar sem báðir komust þó á verðlaunapall. Sjá einnig: Vettel hellir sér yfir Kvyat - Myndband Kvyat og Vettel voru hlið við hlið á ráslínunni og það lá í loftinu að eitthvað myndi koma fyrir. Kvyat átti klaufalegt augnablik í annarri beygju í rússneska kappakstrinum. Hann bremsaði of seint og ók aftan á, hvern annan en Vettel. Á meðan Vettel var að meta skaðann og átta sig á hvernig bíllinn var á sig kominn ók Kvyat aftur á Vettel. Vettel gat ekkert gert nema að bíða eftir að enda á varnarveggnum sem batt enda á keppni hans. Sjá einnig: Vettel varð alveg brjálaður - Myndband Pressan á Kvyat var gríðarleg þessa helgi, hann var á heimavelli og er undir stöðugri pressu. Max Verstappen hjá systurliðinu, Toro Rosso hefur verið að banka á dyrnar og heimta athygli og sæti hjá Red Bull. Þá er rökrétt að Kvyat víki sæti nema hann geti sannað gildi sitt hjá liðinu. Hann gerði það ekki um helgina. Kvyat vissi eftir keppnina í hvað stefndi. Hann sagði að nú mætti hann eiga von á gagnrýni stormi úr mörgum áttum. „Augljóslega skapaði ég allan skaðann sem varð. Auðvitað er það ekki góð tilfinning en stundum gerist svona lagað á fyrsta hring. Ég mun læra af því. Ég mun tala við Vettel,“ sagði Kvyat eftir keppnina sem hann vill líklegast gleyma sem fyrst. „Daniil kostaði okkur mikið í dag, sérstaklega mögulega á stigum,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull.Hamilton ók vel og hélt áfram að berjast þrátt fyrit allt mótlætið.Vísir/GettyEndurkoma Hamilton Lewis Hamilton ræsti tíundi eftir að bilun kom í veg fyrir þátttöku hans í þriðju lotu tímatökunnar. Bilunin var sú sama og kom upp í Kína og tengist hitarafal bílsins. Mercedes hafði skipt út því sem bilaði en enn kom vandamálið upp. Hamilton var eins og brotinn maður eftir tíamtökuna en sagðist ekkert geta gert nema að halda áfram að berjast. Hamilton gerði vel að sigla í gegnum fyrsta hringinn án þess að lenda í samstuði við nokkurn ökumann eða aðskotahlut. Hamilton tók fram úr ökumönnum einum af öðrum þangað til hann var orðinn annar á eftir Rosberg. Þá kom upp vatnsþrýstings vandamál í bíl hans sem gerði raunar út af við tilraunir hans til að reyna að stela fyrsta sætinu af liðsfélaga sínum.Lykilmenn í björgun Hamilton (Toto Wolff, Bernie Ecclestone og Niki Lauda), ásamt Christian Horner, liðsstjóra Red Bull.Vísir/GettyHvernig var Hamilton bjargað? Mercedes kom með nýtt eldsneytiskerfi til Rússlands. Bilunin í bíl Hamilto gerði það að verkum að það kerfi varð fyrir skaða. Mercedes vildi tryggja að Hamilton gæti verið með nýja kerfið í bílnum til að tryggja honum sem besta möguleika á að klóra sig upp listann. Af stað fór ótrúleg atburðarás sem sýnir mátt og megin Formúlu 1 liða, þessara stóru að minnsta kosti. Fyrsta skrefið var að skutlast með varahluti í kerfið frá verksmiðju Mercedes í Brixworth á Englandi, tæplega 4000 kílómetrum frá Sochi, Rússlandi. Næsta skref var að finna flugvél til að fljúga varahlutum og starfsmanni. Þá er gott að þekkja Niki Lauda, sem einu sinni rak flufélag en var þar áður heimsmeistari í Formúlu 1, þrisvar. Valið snérist um að finna þá flugvél sem gæti komið sem fyrst og þá þurfti að tryggja vélinni lendingarpláss í Rússlandi, sem var þriðja skrefið. Næst lá því fyrir að koma varahlutum og starfsmanni í gengum rússneska tollinn á sem skemmstum tíma, það var fjórða skrefið. Bernie Ecclestone var lykilmaður í fjórða skrefinu. Hann tryggði að allt gegni vel í gegnum tollinn og það veit enginn hvernig hann fór að því. „Við komum varahlutunum og starfsmanni í flugvél og Bernie reddaði tollonum. Í stuttu máli lenti vélin með kassann og starfsmanninn og 90 sekúndum seinna var kassinn í bíl á leiðinni hingað. Ég veit ekki hvernig hann reddaði þessu,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Fimmta og síðasta skrefið var svo að setja varahlutinn í bíl Hamilton, sem tók næstum alla nóttina fyrir keppni. Þessi atburðarás skilaði Hamilton frá 10. sæti í annað sæti. Ætli Bernie Ecclestone hefði hjálpað öllum ökumönnum svona? Hefði Rio Haryanto hjá Manor fengið sömu þjónustu eða kannski Felipe Nasr hjá Sauber? Hver veit?Raikkonen og Ferrari áttu ekkert svar við fram úr akstri Hamilton.Vísir/GettyHvar var Ferrari? Enn og aftur vantaði Ferrari í baráttuna, augljóslega var ekki mikils að vænta af Vettel sem var keyrður úr keppni á fyrsta hring. Hins vegar var Kimi Raikkonen í góðri stöðu en var alveg varnarlaus þegar Hamilton kom fljúgandi framhjá og fram úr honum. Ferrari þurfti að sætta sig við að geta ekki keppt við Mercedes í Rússlandi. Hugsanlega gæti malbikið á brautinni haft eitthvað með það að gera, en malbikið er einkar griplítið í Sochi. Annað hvort það eða þá að uppfærslurnar sem Ferrari kom með til Rússlands voru ekki á nokkurn hátt jafn góðar og uppfærslurnar sem Mercedes kom með og bilið hefur aukist. Ákvarði nú hver fyrir sig. Við þurfum að bíða þangað til tímatakan fer fram í Barseólna eftir tíu daga til að sjá hvernig bilið er.Alonso sýndi góðan hraða á 44. hring en var annars að spara eldsneyti.Vísir/GettyMcLaren-Honda McLaren liðið náði loksins báðum bílum í stigasæti. Slíkt hefur ekki gerst lengi. Eða síðan í Ungverjalandi í fyrra, sú keppni fór fram 26. júlí. Það er því orðið langt síðan. Fernando Alonso varð sjötti í Rússlandi en Jenson Button tíundi. Honda vélin virðist einkar þyrst. McLaren þurfti að spara gríðarlega mikið eldsneyti alla keppnina. Þrátt fyrir að öryggisbíllinn hafi komið út í kjölfar þess að Kvyat keyrði Vettel úr keppni. Til samanburðar má nefna að Mercedes liðið og önnur lið sem nota Mercedes vélar þurftu ekkert að spara eldsneyti eftir að öryggisbíllinn var búinn að hringsóla um brautina í smá stund. Alonso sagðist hafa viljað hafa gaman í smá stund á hring 44. Hann setti skyndilega einn hraðan tíma. „Ég vildi vakna aðeins og sagði að ég ætlaði að hafa smá gaman og hætta að spara eldsneyti í smástund,“ sagði Alonso eftir keppnina.
Formúla Tengdar fréttir Nico Rosberg fyrstur í mark í Rússlandi Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í rússneska kappakstrinum. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 1. maí 2016 13:28 Nico Rosberg á ráspól og Lewis Hamilton enn óheppinn Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól á morgun í rússneska Formúlu 1 kappakstrinum. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari en ræsir sjöundi. Valtteri Bottas á Williams varð þriðji en ræsir annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði en ræsir þriðji. 30. apríl 2016 12:44 Kvyat: Vettel er í stöðu til að ráðast á mig núna Nico Rosberg vann sína sjöundu keppni í röð og fer þar með í hóp með Michael Schumacher, Alberto Ascari og Sebastian Vettel. Hver sagði hvað eftir kappaksturinn? 1. maí 2016 14:45 Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu á ráslínunni fyrir rússneska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Vettel þurfti nýjan gírkassa eftir bilun sem varð í Kína. 30. apríl 2016 06:00 Rosberg: Formúlu 1 keppnir eru aldrei auðveldar Nico Rosberg á Mercedes náði í sinn 24. ráspól í dag. Hann ræsir fremstur í rússneska kappakstrinum á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 30. apríl 2016 14:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nico Rosberg fyrstur í mark í Rússlandi Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í rússneska kappakstrinum. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 1. maí 2016 13:28
Nico Rosberg á ráspól og Lewis Hamilton enn óheppinn Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól á morgun í rússneska Formúlu 1 kappakstrinum. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari en ræsir sjöundi. Valtteri Bottas á Williams varð þriðji en ræsir annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði en ræsir þriðji. 30. apríl 2016 12:44
Kvyat: Vettel er í stöðu til að ráðast á mig núna Nico Rosberg vann sína sjöundu keppni í röð og fer þar með í hóp með Michael Schumacher, Alberto Ascari og Sebastian Vettel. Hver sagði hvað eftir kappaksturinn? 1. maí 2016 14:45
Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu á ráslínunni fyrir rússneska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Vettel þurfti nýjan gírkassa eftir bilun sem varð í Kína. 30. apríl 2016 06:00
Rosberg: Formúlu 1 keppnir eru aldrei auðveldar Nico Rosberg á Mercedes náði í sinn 24. ráspól í dag. Hann ræsir fremstur í rússneska kappakstrinum á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 30. apríl 2016 14:00