Rafmagnsbílar menga meira í Hong Kong en bensínbílar Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2016 13:43 Hvernig má það vera að rafmagnsbílar eins og Tesla mengi í raun meira en hefbundnir bensínbílar á stöðum eins og í Hong Kong. Jú, það gera þeir vegna þess að það rafmagn sem bílarnir eru knúnir með er framleitt með brennslu kola, náttúrulegs gass og kjarnorku. Um helmingur þess rafmagns sem framleitt er í Hong Kong kemur frá brennslu kola. Þessi staðreynd gerir það að verkum að akstur rafmagnsbíla þar leiðir af sér 20% meiri mengun en ef bensínbílar eru notaðir. Því er enginn ávinningur fólginn í því að nota rafmagnsbíla í Hong Kong og það á við um marga aðra staði í heiminum. Það er helst í löndum eins og Íslandi og Noregi þar sem rafmagn kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum sem akstur á rafmagnsbílum mengar í raun ekkert. Enn verra ástand í Kína Í Hong Kong er stefnan að minnka notkun kola við rafmagnsframleiðslu og er markmiðið við lok þessa áratugar að 50% orkunnar komi frá brennslu náttúrulegs gass. Í Hong Kong eru nú um 4.000 rafmagnsbílar í umferðinni og hafa eigendur þeirra notið endurgreiðslu frá ríkinu við kaup á þeim. Það hefur því engu skilað til að minnka mengun í landinu, en hefur kostað ríkissjóð þar nærri 24 milljarða króna. Þrátt fyrir að ástandið í Hong Kong, hvað varðar notkun kola til rafmagnsframleiðslu sé slæmt, er það ennþá verra í Kína, en þar kemur 60% af rafmagni frá bennslu kola með tilheyrandi mengun. Því má segja að það sé ekki til neins að nota rafmagnsbíla í landinu þó svo að margir bílaframleiðendur þar leggi mikla áherslu á framleiðslu þeirra. Því ættu þeir allir að vera seldir til landa þar sem rafmagnsframleiðsla fer fram með umhverfisvænum hætti. Svo er þó ekki. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent
Hvernig má það vera að rafmagnsbílar eins og Tesla mengi í raun meira en hefbundnir bensínbílar á stöðum eins og í Hong Kong. Jú, það gera þeir vegna þess að það rafmagn sem bílarnir eru knúnir með er framleitt með brennslu kola, náttúrulegs gass og kjarnorku. Um helmingur þess rafmagns sem framleitt er í Hong Kong kemur frá brennslu kola. Þessi staðreynd gerir það að verkum að akstur rafmagnsbíla þar leiðir af sér 20% meiri mengun en ef bensínbílar eru notaðir. Því er enginn ávinningur fólginn í því að nota rafmagnsbíla í Hong Kong og það á við um marga aðra staði í heiminum. Það er helst í löndum eins og Íslandi og Noregi þar sem rafmagn kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum sem akstur á rafmagnsbílum mengar í raun ekkert. Enn verra ástand í Kína Í Hong Kong er stefnan að minnka notkun kola við rafmagnsframleiðslu og er markmiðið við lok þessa áratugar að 50% orkunnar komi frá brennslu náttúrulegs gass. Í Hong Kong eru nú um 4.000 rafmagnsbílar í umferðinni og hafa eigendur þeirra notið endurgreiðslu frá ríkinu við kaup á þeim. Það hefur því engu skilað til að minnka mengun í landinu, en hefur kostað ríkissjóð þar nærri 24 milljarða króna. Þrátt fyrir að ástandið í Hong Kong, hvað varðar notkun kola til rafmagnsframleiðslu sé slæmt, er það ennþá verra í Kína, en þar kemur 60% af rafmagni frá bennslu kola með tilheyrandi mengun. Því má segja að það sé ekki til neins að nota rafmagnsbíla í landinu þó svo að margir bílaframleiðendur þar leggi mikla áherslu á framleiðslu þeirra. Því ættu þeir allir að vera seldir til landa þar sem rafmagnsframleiðsla fer fram með umhverfisvænum hætti. Svo er þó ekki.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent