Fréttalottó Ívar Halldórsson skrifar 2. maí 2016 11:08 Sunnudagurinn missir ljómann við fyrsta fréttagal og systkinin Ólukka og Óskundi fá að sitja í stafni, og stýra fréttaskútunni er hún klýfur fyrirsjáanlegar fréttaöldur ljósvakans. Það er eitthvað svo huggulegt við það að vakna á sunnudagsmorgni, kveikja á útvarpinu og fá upplýsingar um stúta og stympingar næturinnar. Maður getur hreinlega ekki lengur hugsað sér að fara á fætur fyrr en maður hefur fengið nákvæmar fréttir af riddurum götunnar; baráttu þeirra við hraðamúrinn og lögskipaða verði hans. Þá vill maður varla fara í sturtu fyrr en maður veit með vissu hversu margir fengu blóðnasir, hversu margar rúður brotnuðu í miðbænum og hversu margir misstu rænu vegna óhóflegrar víndrykkju. Þetta er fréttir sem maður vill ekki missa af. Djók! En til að lífga upp á þessa mónótónísku og hefðbundnu fréttarullu væri þó kannski hugmynd að gera léttan leik úr þessu meinta vinsældarefni. Gætum kallað leikinn "Fréttalottó!" Á sunnudagsmorgni er maður tilbúinn í leikinn tímanlega, með heitan kaffibollann upp í rúmi og sperrt eyrun. Með tilhlökkun bíður maður eftir að heyra í hvaða röð eða hversu margar af eftirfarandi fréttafyrirsögnum eru lesnar upp: „Ungur maður var gripinn réttindalaus af lögreglu á 120 kílómetra hraða á Vesturlandsveginum í nótt.“ „Maður í annarlegu ástandi lenti í stympingum við lögreglu fyrir utan skemmtistað á þriðja tímanum í nótt.“ eða „Mikið var um ölvun í borginni í nótt og þurfti lögregla að hafa afskipti af fjölmörgum gestum miðbæjarins.“ Maður kallar hátt og skýrt: „Fréttalottó!“ og veitir sjálfum sér verðlaun í hvert skipti sem fullkomin þrenna næst - þ.e. þegar allir ofangreindir liðir eru lesnir upp af þeim sem les morgunfréttirnar í þessum eina og sama fréttatíma. Verðlaunin gætu verið dekurpakki frá Bláa lóninu, glingur frá Leonard eða bara kleinuhringur að eigin vali frá Dunkin Donuts. En svona í alvöru, sem dyggur hlustandi morgunfrétta á sunnudagsmorgnum finnst mér því miður fyrirsjáanlegar "copy-paste" fréttir af næturlífi miðborgarinnar vera allt of stórt hlutfall umrædds fréttatíma. Sunnudagurinn sem hefur gegnum tíðina verið kenndur við sælu, missir þarna ljómann við fyrsta fréttagal og systkinin Ólukka og Óskundi fá að sitja í stafni, og stýra fréttaskútunni er hún klýfur fyrirsjáanlegar fréttaöldur ljósvakans. Ég vil hvetja fréttastjóra að hugleiða að setja eitthvað annað en áfengisdrykkju og hraðakstur í forgrunn fréttatíma á sunnudagsmorgnum. Þetta er hvort sem er alltaf sama sagan; áfengi, hraðakstur og ókeypis næturgisting fyrir hörðustu vínsvelgina, í fangageymslum lögreglunnar. Ekkert nýtt undir sólinni þarna. Þetta er orðið álíka upplýsandi eða áhugavert og upplestur innkaupalista fyrir helgarinnkaup í Bónus. Spurning um að taka fund á þetta og kanna hvort miðbæjar-tragedían megi hugsanlega víkja fyrir einhverju jákvæðara og efnislegra - eða jafnvel einhverju fréttnæmara á sunnudagsmorgnum. Það hlýtur einfaldlega að vera eitthvað annað að frétta. Persónulega finnst mér ekki í frásögur færandi þegar átök eiga sér stað milli dyravarða og djammara, eða þegar einhver á ekki fyrir leigubíl á laugardagskvöldi... ...ekki frekar en að fólki finnist almennt fréttnæmt hvaða borði ég er á í Candy Crush. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Sunnudagurinn missir ljómann við fyrsta fréttagal og systkinin Ólukka og Óskundi fá að sitja í stafni, og stýra fréttaskútunni er hún klýfur fyrirsjáanlegar fréttaöldur ljósvakans. Það er eitthvað svo huggulegt við það að vakna á sunnudagsmorgni, kveikja á útvarpinu og fá upplýsingar um stúta og stympingar næturinnar. Maður getur hreinlega ekki lengur hugsað sér að fara á fætur fyrr en maður hefur fengið nákvæmar fréttir af riddurum götunnar; baráttu þeirra við hraðamúrinn og lögskipaða verði hans. Þá vill maður varla fara í sturtu fyrr en maður veit með vissu hversu margir fengu blóðnasir, hversu margar rúður brotnuðu í miðbænum og hversu margir misstu rænu vegna óhóflegrar víndrykkju. Þetta er fréttir sem maður vill ekki missa af. Djók! En til að lífga upp á þessa mónótónísku og hefðbundnu fréttarullu væri þó kannski hugmynd að gera léttan leik úr þessu meinta vinsældarefni. Gætum kallað leikinn "Fréttalottó!" Á sunnudagsmorgni er maður tilbúinn í leikinn tímanlega, með heitan kaffibollann upp í rúmi og sperrt eyrun. Með tilhlökkun bíður maður eftir að heyra í hvaða röð eða hversu margar af eftirfarandi fréttafyrirsögnum eru lesnar upp: „Ungur maður var gripinn réttindalaus af lögreglu á 120 kílómetra hraða á Vesturlandsveginum í nótt.“ „Maður í annarlegu ástandi lenti í stympingum við lögreglu fyrir utan skemmtistað á þriðja tímanum í nótt.“ eða „Mikið var um ölvun í borginni í nótt og þurfti lögregla að hafa afskipti af fjölmörgum gestum miðbæjarins.“ Maður kallar hátt og skýrt: „Fréttalottó!“ og veitir sjálfum sér verðlaun í hvert skipti sem fullkomin þrenna næst - þ.e. þegar allir ofangreindir liðir eru lesnir upp af þeim sem les morgunfréttirnar í þessum eina og sama fréttatíma. Verðlaunin gætu verið dekurpakki frá Bláa lóninu, glingur frá Leonard eða bara kleinuhringur að eigin vali frá Dunkin Donuts. En svona í alvöru, sem dyggur hlustandi morgunfrétta á sunnudagsmorgnum finnst mér því miður fyrirsjáanlegar "copy-paste" fréttir af næturlífi miðborgarinnar vera allt of stórt hlutfall umrædds fréttatíma. Sunnudagurinn sem hefur gegnum tíðina verið kenndur við sælu, missir þarna ljómann við fyrsta fréttagal og systkinin Ólukka og Óskundi fá að sitja í stafni, og stýra fréttaskútunni er hún klýfur fyrirsjáanlegar fréttaöldur ljósvakans. Ég vil hvetja fréttastjóra að hugleiða að setja eitthvað annað en áfengisdrykkju og hraðakstur í forgrunn fréttatíma á sunnudagsmorgnum. Þetta er hvort sem er alltaf sama sagan; áfengi, hraðakstur og ókeypis næturgisting fyrir hörðustu vínsvelgina, í fangageymslum lögreglunnar. Ekkert nýtt undir sólinni þarna. Þetta er orðið álíka upplýsandi eða áhugavert og upplestur innkaupalista fyrir helgarinnkaup í Bónus. Spurning um að taka fund á þetta og kanna hvort miðbæjar-tragedían megi hugsanlega víkja fyrir einhverju jákvæðara og efnislegra - eða jafnvel einhverju fréttnæmara á sunnudagsmorgnum. Það hlýtur einfaldlega að vera eitthvað annað að frétta. Persónulega finnst mér ekki í frásögur færandi þegar átök eiga sér stað milli dyravarða og djammara, eða þegar einhver á ekki fyrir leigubíl á laugardagskvöldi... ...ekki frekar en að fólki finnist almennt fréttnæmt hvaða borði ég er á í Candy Crush.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar