Höldum áfram að gera vel ... saman Anna Kolbrún Árnadóttir og Sunna Gunnars Marteinsdóttir skrifar 19. maí 2016 16:45 18.maí árið 1976 voru samþykkt á Alþingi ný lög en þau hétu „lög um jafnrétti kvenna og karla.” Þegar þingskjöl Alþingis eru lesin frá þessum tíma er ljóst að flestir voru sammála um innihald frumvarpsins. Þó eru alltaf einn eða tveir þingmenn sem reyni að draga hina í skemmtilega þrætukenndar umræður um innihaldið útfrá pólitískri hugsjón í hreinasta formi sínu og einfaldaðri mynd. Hér varð engin undantekning þegar stigið var í pontu og frumvarpið sagt „stuðla að nokkurs konar lögregluríki.“ Frumvarpið var afurð mikillar umræðu innan og utan landssteinanna. Sameinuðu þjóðirnar höfðu boðað árið 1975 sem sérstakt kvennaár til að flýta jafnréttisþróun og lagt til framkvæmdaáætlun til 10 ára á ráðstefnu í Mexíkó. Umræða á vettvangi norðurlandanna ýtti svo ennfremur við Íslendingum sem og íslenskar konur sjálfar. Sagt var eftir á að lögin hefðu ekki verið nægjanlega framsækin en þau voru þó með mörg nýmæli bundin í lög sem ekki höfðu sést áður og þykja sjálfsögð i dag í flestum hlutum heimsins. Önnur atriði höfðu verið samþykkt áður sem hluti af öðrum lögum eins og ákvæði um almennan launajöfnuð kvenna og karla árið 1961 en opinberir starfsmenn höfðu áður verið fyrsta starfsstéttin sem hlaut lögverndað launajafnrétti árið 1954. Þessi munur milli kynjanna í launum var þó viðvarandi og erum við ennþá að vinna að minnkun kynbundins launamunar. Tiltók flutningsmaður nefndarálitsins og þingmaður Framsóknar, Gunnlaugur Finnson það sérstaklega að aðstöðumun milli kynjanna væri um að kenna þegar ungt fólk væri að vinna á sumrinn fyrir sínum skólakostnaði að það væri „ekki óalgengt að sumartekjur stúlkna séu rétt um það bil helmingurinn af því sem sumartekjur pilta eru.” Gunnlaugur velti einnig upp framtíðarhugleiðingum um stöðu kynjanna og þakkaði bændasamtökunum fyrir að hafa komið sterk til leiks á kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975 en samtökin riðu á vaðið á aðalfundi sínum að samþykkja að opna aðild sína þannig að hjón ættu þar jafnan rétt. Með samþykkt frumvarpsins var bundið í lög m.a. fræðsla um jafnrétti í skólum og öðrum menntastofnunum, að óheimilt væri að mismuna starfsfólki eftir kynferði og að störf laus til umsóknar væru opin bæði kynjum. Þingmenn af báðum kynjum studdu tillöguna og ræddu þá afstöðu í ræðustólnum en einnig var tekið fram að „íslenskar konur hafa verið mjög samhentar í því að þoka sínum málum áleiðis og ég hygg að þetta frv. sé einn árangurinn af þeirri samvinnu.” Annarsstaðar í heiminum er staðan ekki sú sama. 52 ríki eru ekki með jafnrétti í sinni stjórnarskrá líkt og kveðið er á um í 65. gr. íslensku stjórnarskrárnar, 26 ríki veita kynjunum ekki jafna stöðu þegar kemur að erfðarétt og 60% af þeim sem skortir grunnmenntun á borð við lesskilning í heiminum eru konur. Halda verður áfram að gera betur, í að útrýma kynbundnum launamun en einnig víðast hvar annarsstaðar í heiminum þar sem eru stærri og minni jafnréttisverkefni. Við Framsóknarkonur erum mjög stoltar af því hversu vel jafnréttisumræðan endurspeglast í markmiðum Íslands bæði innanlands og í utanríkisstefnu Íslands. Höldum áfram að gera vel ... saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
18.maí árið 1976 voru samþykkt á Alþingi ný lög en þau hétu „lög um jafnrétti kvenna og karla.” Þegar þingskjöl Alþingis eru lesin frá þessum tíma er ljóst að flestir voru sammála um innihald frumvarpsins. Þó eru alltaf einn eða tveir þingmenn sem reyni að draga hina í skemmtilega þrætukenndar umræður um innihaldið útfrá pólitískri hugsjón í hreinasta formi sínu og einfaldaðri mynd. Hér varð engin undantekning þegar stigið var í pontu og frumvarpið sagt „stuðla að nokkurs konar lögregluríki.“ Frumvarpið var afurð mikillar umræðu innan og utan landssteinanna. Sameinuðu þjóðirnar höfðu boðað árið 1975 sem sérstakt kvennaár til að flýta jafnréttisþróun og lagt til framkvæmdaáætlun til 10 ára á ráðstefnu í Mexíkó. Umræða á vettvangi norðurlandanna ýtti svo ennfremur við Íslendingum sem og íslenskar konur sjálfar. Sagt var eftir á að lögin hefðu ekki verið nægjanlega framsækin en þau voru þó með mörg nýmæli bundin í lög sem ekki höfðu sést áður og þykja sjálfsögð i dag í flestum hlutum heimsins. Önnur atriði höfðu verið samþykkt áður sem hluti af öðrum lögum eins og ákvæði um almennan launajöfnuð kvenna og karla árið 1961 en opinberir starfsmenn höfðu áður verið fyrsta starfsstéttin sem hlaut lögverndað launajafnrétti árið 1954. Þessi munur milli kynjanna í launum var þó viðvarandi og erum við ennþá að vinna að minnkun kynbundins launamunar. Tiltók flutningsmaður nefndarálitsins og þingmaður Framsóknar, Gunnlaugur Finnson það sérstaklega að aðstöðumun milli kynjanna væri um að kenna þegar ungt fólk væri að vinna á sumrinn fyrir sínum skólakostnaði að það væri „ekki óalgengt að sumartekjur stúlkna séu rétt um það bil helmingurinn af því sem sumartekjur pilta eru.” Gunnlaugur velti einnig upp framtíðarhugleiðingum um stöðu kynjanna og þakkaði bændasamtökunum fyrir að hafa komið sterk til leiks á kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975 en samtökin riðu á vaðið á aðalfundi sínum að samþykkja að opna aðild sína þannig að hjón ættu þar jafnan rétt. Með samþykkt frumvarpsins var bundið í lög m.a. fræðsla um jafnrétti í skólum og öðrum menntastofnunum, að óheimilt væri að mismuna starfsfólki eftir kynferði og að störf laus til umsóknar væru opin bæði kynjum. Þingmenn af báðum kynjum studdu tillöguna og ræddu þá afstöðu í ræðustólnum en einnig var tekið fram að „íslenskar konur hafa verið mjög samhentar í því að þoka sínum málum áleiðis og ég hygg að þetta frv. sé einn árangurinn af þeirri samvinnu.” Annarsstaðar í heiminum er staðan ekki sú sama. 52 ríki eru ekki með jafnrétti í sinni stjórnarskrá líkt og kveðið er á um í 65. gr. íslensku stjórnarskrárnar, 26 ríki veita kynjunum ekki jafna stöðu þegar kemur að erfðarétt og 60% af þeim sem skortir grunnmenntun á borð við lesskilning í heiminum eru konur. Halda verður áfram að gera betur, í að útrýma kynbundnum launamun en einnig víðast hvar annarsstaðar í heiminum þar sem eru stærri og minni jafnréttisverkefni. Við Framsóknarkonur erum mjög stoltar af því hversu vel jafnréttisumræðan endurspeglast í markmiðum Íslands bæði innanlands og í utanríkisstefnu Íslands. Höldum áfram að gera vel ... saman.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar