Lýðræðiskreppa og eftirskjálftar hrunsins haft afgerandi áhrif á forsetakosningarnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2016 11:30 Lýðræðiskreppa og eftirskjálftar hrunsins hafa haft afgerandi áhrif á forsetakosningarnar sem verða nú í júní, bæði hvað varðar það hverjir bjóða sig fram og um hvað er rætt, að mati dósents í sagnfræði. Vísir Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði, segir að þrátt fyrir að hlutverk forseta Íslands sé illa skilgreint í stjórnarskrá þá sé hugmyndin um hann sem nokkurs konar handhafa þjóðarviljans mjög rótgróin í samfélaginu. Hugmyndina megi enda rekja til þess þegar hér var sett stjórnarskrá lýðveldisins Íslands árið 1944 en þá komu fram kröfur um að forsetinn væri einhvers konar umboðsmaður þjóðarviljans og ætti því að vera þjóðkjörinn. Þá hafi eftirskjálftar hrunsins jafnframt haft mikil áhrif á forsetakosningarnar sem fram fara nú í júní. Ragnheiður flutti erindi í Háskóla Íslands í gær í fyrirlestraröð Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um forsetaembættið en yfirskrift viðburðarins í gær var „Væntingar til forsetaembættisins.“Ekki óumdeild hugmynd að til sé þjóðarvilji Í erindi sínu tengdi Ragnheiður hugmyndina um forsetann sem handhafa þjóðarviljans við þá hugmynd hafi orðið lýðræðisbylting á síðustu árum í kjölfar efnahagshrunsins. Hún byrjaði á að vísa í orð Ólafs Ragnars um sigur hans í forsetakosningunum árið 2012 þar sem hann sagði í viðtali að það mikilvægasta við kosningu hans hefði verið sú lýðræðisbylting sem átt hefði sér stað hér á landi og fælist í aukinni kröfu þjóðarinnar um að koma að ákvörðunum. „Hann sagði að kosningarnar hefðu ekki snúist um hann sem forseta heldur þessa lýðræðisbyltingu. Það er ekki ósannfærandi en ég held samt að margir af þeim sem kusu hann hafi gert það af því að þeir voru hrifnir af þeirri skoðun að forsetinn væri fulltrúi þjóðarviljans. Þessi skoðun byggir á rótgrónum hugmyndum að það sé til einhvers konar þjóðarvilji en það er vissulega ekki óumdeild hugmynd,“ sagði Ragnheiður. Í þessu samhengi er vert að rifja upp að Ólafur Ragnar var fyrsti forsetinn sem virkjaði 26. grein stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin sumarið 2004 og vísaði þeim þannig í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá talaði hann um það að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar í málinu. Hann vísaði síðan bæði Icesave-samningum II og III í þjóðaratkvæðagreiðslu árin 2010 og 2011 sem Alþingi hafði samþykkti en þjóðin svo hafnaði.„Íslendingar hafa setið uppi með hálfkaraðar breytingar á hlutverki þjóðhöfðingjans“ Ragnheiður sagði 26. grein stjórnarskrárinnar bera vott um togstreitu um valdsvið forseta í aðdraganda stofnunar lýðveldisins. „Umræðan um valdsvið forseta var þvers og kruss og niðurstaðan var á endanum óljós. Það hafði það í för með sér að embættið er illa skilgreint og Íslendingar hafa setið uppi með hálfkaraðar breytingar á hlutverki þjóðhöfðingjans alla tíð síðan,“ sagði Ragnheiður. Hún rifjaði síðan upp það sem hún kallaði stjórnkerfiskreppu árin 1996 og 2004 þegar nokkuð var deilt um hvert væri hlutverk forseta. „Árið 2004 voru þannig miklar deilur milli forseta og forsætisráðherra, meðal annars vegna fjölmiðlalaganna. Þessi kreppa heldur síðan áfram í hruninu þegar koma fram bæði nýjar hugmyndir um grasrótarlýðræði en þá er einnig haldið í rótgrónar hugmyndir um forsetann sem fulltrúa þjóðarviljans, sem einhvern sem stendur gegn flokksræði ,“ sagði Ragnheiður. Hún sagði svo að lýðræðiskreppa og eftirskjálftar hrunsins hefðu haft afgerandi áhrif á forsetakosningarnar sem verða nú í júní, bæði hvað varðar það hverjir bjóða sig fram og um hvað er rætt. „En hvað verður um hugmyndina um forseta sem gæslumann þjóðarviljans á eftir að koma í ljós. En ég ítreka það að við eigum enn eftir að skilgreina forsetaembættið og við vitum ekki enn hvenær verður af því,“ sagði Ragnheiður í lok erindis síns. Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir „Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði, segir að þrátt fyrir að hlutverk forseta Íslands sé illa skilgreint í stjórnarskrá þá sé hugmyndin um hann sem nokkurs konar handhafa þjóðarviljans mjög rótgróin í samfélaginu. Hugmyndina megi enda rekja til þess þegar hér var sett stjórnarskrá lýðveldisins Íslands árið 1944 en þá komu fram kröfur um að forsetinn væri einhvers konar umboðsmaður þjóðarviljans og ætti því að vera þjóðkjörinn. Þá hafi eftirskjálftar hrunsins jafnframt haft mikil áhrif á forsetakosningarnar sem fram fara nú í júní. Ragnheiður flutti erindi í Háskóla Íslands í gær í fyrirlestraröð Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um forsetaembættið en yfirskrift viðburðarins í gær var „Væntingar til forsetaembættisins.“Ekki óumdeild hugmynd að til sé þjóðarvilji Í erindi sínu tengdi Ragnheiður hugmyndina um forsetann sem handhafa þjóðarviljans við þá hugmynd hafi orðið lýðræðisbylting á síðustu árum í kjölfar efnahagshrunsins. Hún byrjaði á að vísa í orð Ólafs Ragnars um sigur hans í forsetakosningunum árið 2012 þar sem hann sagði í viðtali að það mikilvægasta við kosningu hans hefði verið sú lýðræðisbylting sem átt hefði sér stað hér á landi og fælist í aukinni kröfu þjóðarinnar um að koma að ákvörðunum. „Hann sagði að kosningarnar hefðu ekki snúist um hann sem forseta heldur þessa lýðræðisbyltingu. Það er ekki ósannfærandi en ég held samt að margir af þeim sem kusu hann hafi gert það af því að þeir voru hrifnir af þeirri skoðun að forsetinn væri fulltrúi þjóðarviljans. Þessi skoðun byggir á rótgrónum hugmyndum að það sé til einhvers konar þjóðarvilji en það er vissulega ekki óumdeild hugmynd,“ sagði Ragnheiður. Í þessu samhengi er vert að rifja upp að Ólafur Ragnar var fyrsti forsetinn sem virkjaði 26. grein stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin sumarið 2004 og vísaði þeim þannig í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá talaði hann um það að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar í málinu. Hann vísaði síðan bæði Icesave-samningum II og III í þjóðaratkvæðagreiðslu árin 2010 og 2011 sem Alþingi hafði samþykkti en þjóðin svo hafnaði.„Íslendingar hafa setið uppi með hálfkaraðar breytingar á hlutverki þjóðhöfðingjans“ Ragnheiður sagði 26. grein stjórnarskrárinnar bera vott um togstreitu um valdsvið forseta í aðdraganda stofnunar lýðveldisins. „Umræðan um valdsvið forseta var þvers og kruss og niðurstaðan var á endanum óljós. Það hafði það í för með sér að embættið er illa skilgreint og Íslendingar hafa setið uppi með hálfkaraðar breytingar á hlutverki þjóðhöfðingjans alla tíð síðan,“ sagði Ragnheiður. Hún rifjaði síðan upp það sem hún kallaði stjórnkerfiskreppu árin 1996 og 2004 þegar nokkuð var deilt um hvert væri hlutverk forseta. „Árið 2004 voru þannig miklar deilur milli forseta og forsætisráðherra, meðal annars vegna fjölmiðlalaganna. Þessi kreppa heldur síðan áfram í hruninu þegar koma fram bæði nýjar hugmyndir um grasrótarlýðræði en þá er einnig haldið í rótgrónar hugmyndir um forsetann sem fulltrúa þjóðarviljans, sem einhvern sem stendur gegn flokksræði ,“ sagði Ragnheiður. Hún sagði svo að lýðræðiskreppa og eftirskjálftar hrunsins hefðu haft afgerandi áhrif á forsetakosningarnar sem verða nú í júní, bæði hvað varðar það hverjir bjóða sig fram og um hvað er rætt. „En hvað verður um hugmyndina um forseta sem gæslumann þjóðarviljans á eftir að koma í ljós. En ég ítreka það að við eigum enn eftir að skilgreina forsetaembættið og við vitum ekki enn hvenær verður af því,“ sagði Ragnheiður í lok erindis síns.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir „Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
„Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04