Áhorfendur bauluðu eftir sýningu á nýjustu mynd Kristen Stewart í Cannes Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2016 16:50 Leikstjórinn Olivier Assayas ásamt Kristen Stewart. Vísir/EPA Áhorfendur bauluðu eftir að sýningu á kvikmyndinni Personal Shopper lauk á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Leikstjóri myndarinnar er Olivier Assayas en með aðalhlutverk myndarinnar fer leikkonan Kristen Stewart. Myndin er í grunninn draugasaga sem gerist í undirheimum tískuheimsins í París. Saman eiga þau að baki myndina Clouds of Sils Maria sem kom út fyrir tveimur árum. Flestir eru þeirrar skoðunar að áhorfendur hafi baulað við lok sýningar á Personal Shopper vegna endaloka myndarinnar. Eru þau sögð frekar opin þar sem myndin á skjánum dofnar einfaldlega út. „Þetta gerist stundum að áhorfendur skilja hreinlega ekki endinn. Hann er hins vegar alveg skýr í mínum huga,“ sagði Assayas á blaðamannafundi í Cannes í dag þar sem bæði hann og Stewart báru sig vel. „Þegar þú kemur til Cannes ertu búinn undir hvað sem er. Maður fer bara með straumnum,“ sagði Assayas og bætti Stewart við hlæjandi: „Til að hafa það á hreinu, þá bauluðu ekki allir.“Á vef Vulture er tekið fram að áhorfendur kvikmyndahátíðarinnar í Cannes geti verið ansi grimmir og hlífi engum. Leikstjórinn Gus Van Sant hlaut eitt sinn aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullpálmann, fyrir myndina Elephant en baulað var við lok sýningar á mynd hans Sea of Trees á hátíðinni í fyrra. Franski leikstjórinn Michael Hazanavicius hlaut Óskarinn fyrir myndina The Artist en þegar hann mætti með myndina The Search á Cannes ári síðar var baulað á hann. Tveimur árum eftir að danski leikstjórinn Nicolast Winding Refn hlaut leikstjóraverðlaunin á Cannes fyrir myndina Drive var baulað á hann fyrir myndina Only God Forgives. Svo mikil óánægja var með myndina að gerð var heimildarmynd um ringulreiðina sem fylgdi frumsýningu myndarinnar á Cannes. Tengdar fréttir Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birti harða grein vegna ásakana dóttur Allens sem sakar föður sinn um kynferðisofbeldi. 12. maí 2016 14:03 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Áhorfendur bauluðu eftir að sýningu á kvikmyndinni Personal Shopper lauk á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Leikstjóri myndarinnar er Olivier Assayas en með aðalhlutverk myndarinnar fer leikkonan Kristen Stewart. Myndin er í grunninn draugasaga sem gerist í undirheimum tískuheimsins í París. Saman eiga þau að baki myndina Clouds of Sils Maria sem kom út fyrir tveimur árum. Flestir eru þeirrar skoðunar að áhorfendur hafi baulað við lok sýningar á Personal Shopper vegna endaloka myndarinnar. Eru þau sögð frekar opin þar sem myndin á skjánum dofnar einfaldlega út. „Þetta gerist stundum að áhorfendur skilja hreinlega ekki endinn. Hann er hins vegar alveg skýr í mínum huga,“ sagði Assayas á blaðamannafundi í Cannes í dag þar sem bæði hann og Stewart báru sig vel. „Þegar þú kemur til Cannes ertu búinn undir hvað sem er. Maður fer bara með straumnum,“ sagði Assayas og bætti Stewart við hlæjandi: „Til að hafa það á hreinu, þá bauluðu ekki allir.“Á vef Vulture er tekið fram að áhorfendur kvikmyndahátíðarinnar í Cannes geti verið ansi grimmir og hlífi engum. Leikstjórinn Gus Van Sant hlaut eitt sinn aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullpálmann, fyrir myndina Elephant en baulað var við lok sýningar á mynd hans Sea of Trees á hátíðinni í fyrra. Franski leikstjórinn Michael Hazanavicius hlaut Óskarinn fyrir myndina The Artist en þegar hann mætti með myndina The Search á Cannes ári síðar var baulað á hann. Tveimur árum eftir að danski leikstjórinn Nicolast Winding Refn hlaut leikstjóraverðlaunin á Cannes fyrir myndina Drive var baulað á hann fyrir myndina Only God Forgives. Svo mikil óánægja var með myndina að gerð var heimildarmynd um ringulreiðina sem fylgdi frumsýningu myndarinnar á Cannes.
Tengdar fréttir Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birti harða grein vegna ásakana dóttur Allens sem sakar föður sinn um kynferðisofbeldi. 12. maí 2016 14:03 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birti harða grein vegna ásakana dóttur Allens sem sakar föður sinn um kynferðisofbeldi. 12. maí 2016 14:03