Þegar ég fann Viðreisn Sigurjón Arnórsson skrifar 26. maí 2016 07:00 Eins og margir ungir Íslendingar fór ég til útlanda eftir háskóla til þess að finna vinnu. Fyrir nokkrum mánuðum kom ég aftur til Íslands og fann að pólitíska umhverfið hafði gjörbreyst. Gömlu flokkarnir voru að rýrna og nýir ferskir stjórnmálaflokkar með unga efnilega leiðtoga voru að koma gríðarlega sterkir inn. Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um pólitík og verið virkur í þeim málum. Ég sá tækifæri til þess að taka þátt í einhverju nýju og betra en það sem áður var. Ég las um nýja hreyfingu sem kallaðist „Viðreisn“. Ég kom mér í samband í gegnum Facebook við unga konu sem ég hafði heyrt tala fyrir hönd Viðreisnar í útvarpsviðtali. Hún benti mér á ungliðahreyfingu sem kallaði sig „Uppreisn“. Þar hittust ungir meðlimir Viðreisnar reglulega til þess að ræða um pólitík. Ég beið spenntur eftir næstu samkomu „Uppreisnar“ og þegar að henni kom mætti ég tímanlega. Ég stóð í inngangi Bjórgarðsins og áttaði mig á að ég þekkti ekki þá aðila sem ég var mættur til þess að hitta. Eina lausnin í því máli var að labba um barinn og spyrja hvern einasta hóp þar inni „eruð þið Uppreisn?“ Það var mikið hlegið og brosað til mín en enginn virtist vera fulltrúi Uppreisnar. Ég pantaði mér gos og settist niður. Korteri seinna mættu ungliðar Viðreisnar. Umræðan okkar þetta kvöld var áhugaverð, skynsamleg, vingjarnleg og allir voru opnir fyrir nýjum sjónarhornum og skoðunum. Svona fann ég Viðreisn. Núna, mörgum mánuðum síðar, hef ég tekið mikinn þátt í skipulagningu og stefnumótun fyrir flokkinn. Þar sem við stefnum að því að hafa formlegan stofnfund og mynda pólitískan flokk fljótlega, vil ég svara nokkrum spurningum sem ég hef heyrt um Viðreisn. Ætlar Viðreisn að bjóða sig fram í öllum kjördæmum? Já, Viðreisn ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum. Við erum þegar með skrifstofu í Reykjavík og höfum haldið fundi þar en einnig á Akureyri og Reykjanesi. Yfir 1.300 manns hafa skráð sig í starf Viðreisnar, yfir hundrað manns hafa tekið þátt í stefnumörkun flokksins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallup er Viðreisn komin með 3,3% fylgi án þess að vera formlega stofnuð.Með sína eigin nálgun Er Viðreisn ekki bara önnur útgáfa af Sjálfstæðisflokknum? Er Viðreisn ekki bara önnur Samfylking? Borið hefur á að fólk reyni að skilgreina Viðreisn sem aðra útgáfu af eldra stjórnmálaafli. Fólk er kannski það vant gamla fjórflokknum að það hvarflar ekki að því að hér sé um raunverulega nýtt fólk, nýtt afl að ræða. Margir aðilar hafa komið að starfi flokksins, úr ýmsum áttum. Í mínum störfum hjá Viðreisn hef ég unnið með fólki sem áður studdi Sjálfstæðisflokkinn, sumir Samfylkinguna, aðrir Píratana og margir voru ópólitískir áður en Viðreisn varð til. Viðreisn er nýr stjórnmálaflokkur, óháður öðrum flokkum og með sína eigin nálgun að því hvernig best er að veita þjóðinni forystu. Er Viðreisn bara Evrópusambandsflokkur? Nei, afstaða Viðreisnar til Evrópusambandsins er að við viljum hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að klára samningaviðræðurnar við Evrópusambandið. Við teljum flest best að viðræðunum verði lokið með góðri niðurstöðu fyrir Ísland, en það er vonandi ekki talið mjög öfgakennt að treysta þjóðinni fyrir þessu máli. Að undanförnu hafa meira en hundrað manns, ásamt sérfræðingum á mörgum mismunandi sviðum, lagt mikla vinnu og metnað í að móta heildarstefnu í grundvallarmálum flokksins, sem mun verða birt á nýrri vefsíðu Viðreisnar á næstunni, en stefnt er að því að gengið verði frá stefnunni á fundi upp úr miðjum maí. Nú er stefnt að kosningum í októberlok. Fyrir þessar kosningar virðast margir vera tilbúnir að prófa eitthvað nýtt, skoða aðra valmöguleika. Fyrir það fólk eru margir nýir valkostir í boði. Ég hvet fólk til að prófa sig áfram og finna það sem best hentar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Eins og margir ungir Íslendingar fór ég til útlanda eftir háskóla til þess að finna vinnu. Fyrir nokkrum mánuðum kom ég aftur til Íslands og fann að pólitíska umhverfið hafði gjörbreyst. Gömlu flokkarnir voru að rýrna og nýir ferskir stjórnmálaflokkar með unga efnilega leiðtoga voru að koma gríðarlega sterkir inn. Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um pólitík og verið virkur í þeim málum. Ég sá tækifæri til þess að taka þátt í einhverju nýju og betra en það sem áður var. Ég las um nýja hreyfingu sem kallaðist „Viðreisn“. Ég kom mér í samband í gegnum Facebook við unga konu sem ég hafði heyrt tala fyrir hönd Viðreisnar í útvarpsviðtali. Hún benti mér á ungliðahreyfingu sem kallaði sig „Uppreisn“. Þar hittust ungir meðlimir Viðreisnar reglulega til þess að ræða um pólitík. Ég beið spenntur eftir næstu samkomu „Uppreisnar“ og þegar að henni kom mætti ég tímanlega. Ég stóð í inngangi Bjórgarðsins og áttaði mig á að ég þekkti ekki þá aðila sem ég var mættur til þess að hitta. Eina lausnin í því máli var að labba um barinn og spyrja hvern einasta hóp þar inni „eruð þið Uppreisn?“ Það var mikið hlegið og brosað til mín en enginn virtist vera fulltrúi Uppreisnar. Ég pantaði mér gos og settist niður. Korteri seinna mættu ungliðar Viðreisnar. Umræðan okkar þetta kvöld var áhugaverð, skynsamleg, vingjarnleg og allir voru opnir fyrir nýjum sjónarhornum og skoðunum. Svona fann ég Viðreisn. Núna, mörgum mánuðum síðar, hef ég tekið mikinn þátt í skipulagningu og stefnumótun fyrir flokkinn. Þar sem við stefnum að því að hafa formlegan stofnfund og mynda pólitískan flokk fljótlega, vil ég svara nokkrum spurningum sem ég hef heyrt um Viðreisn. Ætlar Viðreisn að bjóða sig fram í öllum kjördæmum? Já, Viðreisn ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum. Við erum þegar með skrifstofu í Reykjavík og höfum haldið fundi þar en einnig á Akureyri og Reykjanesi. Yfir 1.300 manns hafa skráð sig í starf Viðreisnar, yfir hundrað manns hafa tekið þátt í stefnumörkun flokksins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallup er Viðreisn komin með 3,3% fylgi án þess að vera formlega stofnuð.Með sína eigin nálgun Er Viðreisn ekki bara önnur útgáfa af Sjálfstæðisflokknum? Er Viðreisn ekki bara önnur Samfylking? Borið hefur á að fólk reyni að skilgreina Viðreisn sem aðra útgáfu af eldra stjórnmálaafli. Fólk er kannski það vant gamla fjórflokknum að það hvarflar ekki að því að hér sé um raunverulega nýtt fólk, nýtt afl að ræða. Margir aðilar hafa komið að starfi flokksins, úr ýmsum áttum. Í mínum störfum hjá Viðreisn hef ég unnið með fólki sem áður studdi Sjálfstæðisflokkinn, sumir Samfylkinguna, aðrir Píratana og margir voru ópólitískir áður en Viðreisn varð til. Viðreisn er nýr stjórnmálaflokkur, óháður öðrum flokkum og með sína eigin nálgun að því hvernig best er að veita þjóðinni forystu. Er Viðreisn bara Evrópusambandsflokkur? Nei, afstaða Viðreisnar til Evrópusambandsins er að við viljum hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að klára samningaviðræðurnar við Evrópusambandið. Við teljum flest best að viðræðunum verði lokið með góðri niðurstöðu fyrir Ísland, en það er vonandi ekki talið mjög öfgakennt að treysta þjóðinni fyrir þessu máli. Að undanförnu hafa meira en hundrað manns, ásamt sérfræðingum á mörgum mismunandi sviðum, lagt mikla vinnu og metnað í að móta heildarstefnu í grundvallarmálum flokksins, sem mun verða birt á nýrri vefsíðu Viðreisnar á næstunni, en stefnt er að því að gengið verði frá stefnunni á fundi upp úr miðjum maí. Nú er stefnt að kosningum í októberlok. Fyrir þessar kosningar virðast margir vera tilbúnir að prófa eitthvað nýtt, skoða aðra valmöguleika. Fyrir það fólk eru margir nýir valkostir í boði. Ég hvet fólk til að prófa sig áfram og finna það sem best hentar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar