Góða löggan og vonda löggan Jónas Sen skrifar 8. júní 2016 10:15 Leikstjórn var í höndum Þorleifs Arnar Arnarssonar. Mynd/Arnþór Birgisson Ópera UR_ ópera eftir Önnu Þorvaldsdóttur á Listahátíð í Reykjavík. Norðurljós í Hörpu Laugardaginn 4. júní Texti eftir: Önnu og Mette Karlsvik. Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson. Leikmynd og búningar: Anna Rún Tryggvadóttir. Hljómsveitarstjórn: Bjarni Frímann Bjarnason. Flytjendur: Joa Helgeson, Melis Jaatinen, Sofia Jernberg, Tinna Þorsteinsdóttir, Miké Phillip Fencker Thomsen, Örnólfur Eldon og Caput hópurinn. Flestir þekkja hugmyndina um góðu lögguna og vondu lögguna. Fyrst kemur vonda löggan og grillar þann grunaða. Hún er virkilega andstyggileg og brýtur viðkomandi niður. Þegar svo ekkert er eftir af honum nema rústir einar, birtist góða löggan. Hún er últranæs. Við þetta skyndilega vinsamlega viðmót brotnar sá grunaði niður, gefst upp og játar allt saman. Þetta trikk er stundum notað í samtímatónlist. Fyrst er áheyrandanum kastað í djúpu laugina, ómstríðir hljómar og brotakenndar laglínur umvefja hann og nánast kaffæra. Honum leiðist megnið af tímanum. En svo, loksins eftir langan tíma, breytist tónlistin skyndilega í eitthvað áheyrilegt. Kannski er það einn langur djúpur tónn, dúrhljómur, þjóðlagakennt stef í hefðbundnum búningi; eitthvað svoleiðis. Áheyrandinn sér þá loksins ljós. Þetta óskiljanlega á undan öðlast alveg óvænt merkingu og verkið í heild verður frábært í huga hans. Kammeróperan UR_ eftir Önnu Þorvaldsdóttur var þessu marki brennd. Lengi vel samanstóð hún af tilbreytingarsnauðum ym sem var dökkur, torræður og langdreginn. En svo varð allt ofureinfalt í lokin og manni fannst þá hver einasta nóta á undan ganga upp. Atburðarásin var ekki á hreinu. Hún hófst í myrkri en í því skinu þrjú ljós sem jafn margir söngvarar héldu á. Í tónleikaskránni stóð að persónurnar væru í leit að sjálfum sér. „Í verkinu fylgjumst við með þeim í leit að grunni sínum og rótum þar sem þau reyna að finna tengingu við uppruna sinn og eigin rödd sem þau virðast hafa glatað.“ Söngvararnir fóru að gera tilraunir með ljósin sem virtust undarlega tilgangslausar. Auk þess áttu þeir í samskiptum sem voru lengst af loðin og kuldaleg. Sumt var þó flott, en maður skildi samt ekki út á hvað það gekk. Margt í tónlistinni var engu að síður athyglisvert. Hljómarnir voru stundum seiðandi og raddáferð söngvaranna var á köflum sérkennilega heillandi. Útlit og búningar voru skemmtilega annarlegir. Gallinn við verkið var að lengi vel gerðist fátt í tónlistinni. Spúkí hljómarnir fóru fljótlega að verða tilbreytingarlausir, sífellt ráfið um sviðið missti allan tilgang. Þetta var eins og í Íslendingasögunum, þegar sagt var að „svo leið veturinn og ekkert bar til tíðinda“. Það var ekki fyrr en í lokin að einfaldleikinn, rétt eins og góða löggan, kom til skjalanna og bjargaði öllu. Það var fjarskalega þakklátt. Ópera Önnu var samt ekki slæm. Þrátt fyrir skort á einhverju bitastæðu þegar á leið var súrrealískt andrúmsloftið oft sjarmerandi. Margar senurnar voru skondnar, og samspil hljóðfæraleikara og söngvara var blæbirgðaríkt. Ég hugsa að með smáræðis styttingu hér og þar; með aðeins hraðari atburðarás væri þetta magnað verk.Niðurstaða: Torrætt og tilbreytingarlaust á köflum, en víða sterkt andrúmsloft og fín áferð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Ópera UR_ ópera eftir Önnu Þorvaldsdóttur á Listahátíð í Reykjavík. Norðurljós í Hörpu Laugardaginn 4. júní Texti eftir: Önnu og Mette Karlsvik. Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson. Leikmynd og búningar: Anna Rún Tryggvadóttir. Hljómsveitarstjórn: Bjarni Frímann Bjarnason. Flytjendur: Joa Helgeson, Melis Jaatinen, Sofia Jernberg, Tinna Þorsteinsdóttir, Miké Phillip Fencker Thomsen, Örnólfur Eldon og Caput hópurinn. Flestir þekkja hugmyndina um góðu lögguna og vondu lögguna. Fyrst kemur vonda löggan og grillar þann grunaða. Hún er virkilega andstyggileg og brýtur viðkomandi niður. Þegar svo ekkert er eftir af honum nema rústir einar, birtist góða löggan. Hún er últranæs. Við þetta skyndilega vinsamlega viðmót brotnar sá grunaði niður, gefst upp og játar allt saman. Þetta trikk er stundum notað í samtímatónlist. Fyrst er áheyrandanum kastað í djúpu laugina, ómstríðir hljómar og brotakenndar laglínur umvefja hann og nánast kaffæra. Honum leiðist megnið af tímanum. En svo, loksins eftir langan tíma, breytist tónlistin skyndilega í eitthvað áheyrilegt. Kannski er það einn langur djúpur tónn, dúrhljómur, þjóðlagakennt stef í hefðbundnum búningi; eitthvað svoleiðis. Áheyrandinn sér þá loksins ljós. Þetta óskiljanlega á undan öðlast alveg óvænt merkingu og verkið í heild verður frábært í huga hans. Kammeróperan UR_ eftir Önnu Þorvaldsdóttur var þessu marki brennd. Lengi vel samanstóð hún af tilbreytingarsnauðum ym sem var dökkur, torræður og langdreginn. En svo varð allt ofureinfalt í lokin og manni fannst þá hver einasta nóta á undan ganga upp. Atburðarásin var ekki á hreinu. Hún hófst í myrkri en í því skinu þrjú ljós sem jafn margir söngvarar héldu á. Í tónleikaskránni stóð að persónurnar væru í leit að sjálfum sér. „Í verkinu fylgjumst við með þeim í leit að grunni sínum og rótum þar sem þau reyna að finna tengingu við uppruna sinn og eigin rödd sem þau virðast hafa glatað.“ Söngvararnir fóru að gera tilraunir með ljósin sem virtust undarlega tilgangslausar. Auk þess áttu þeir í samskiptum sem voru lengst af loðin og kuldaleg. Sumt var þó flott, en maður skildi samt ekki út á hvað það gekk. Margt í tónlistinni var engu að síður athyglisvert. Hljómarnir voru stundum seiðandi og raddáferð söngvaranna var á köflum sérkennilega heillandi. Útlit og búningar voru skemmtilega annarlegir. Gallinn við verkið var að lengi vel gerðist fátt í tónlistinni. Spúkí hljómarnir fóru fljótlega að verða tilbreytingarlausir, sífellt ráfið um sviðið missti allan tilgang. Þetta var eins og í Íslendingasögunum, þegar sagt var að „svo leið veturinn og ekkert bar til tíðinda“. Það var ekki fyrr en í lokin að einfaldleikinn, rétt eins og góða löggan, kom til skjalanna og bjargaði öllu. Það var fjarskalega þakklátt. Ópera Önnu var samt ekki slæm. Þrátt fyrir skort á einhverju bitastæðu þegar á leið var súrrealískt andrúmsloftið oft sjarmerandi. Margar senurnar voru skondnar, og samspil hljóðfæraleikara og söngvara var blæbirgðaríkt. Ég hugsa að með smáræðis styttingu hér og þar; með aðeins hraðari atburðarás væri þetta magnað verk.Niðurstaða: Torrætt og tilbreytingarlaust á köflum, en víða sterkt andrúmsloft og fín áferð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira