Myrti fimmtíu manns á næturklúbbi Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júní 2016 07:00 Mikill viðbúnaður var við næturklúbbinn Pulse í Orlando eftir skotárásina í fyrrinótt. Vísir/EPA Omar Saddiqui Mateen, 29 ára gamall starfsmaður öryggisfyrirtækisins G4S, féll fyrir skotum lögreglu í fyrrinótt eftir að hafa myrt um 50 manns á næturklúbbi hinsegin fólks í Orlando. Árásin hófst um klukkan tvö eftir miðnætti og lauk um klukkan fimm að morgni þegar lögreglan réðst inn. Þessa þrjá tíma hafði Mateen notað til þess að skjóta meira en hundrað manns. Meira en fimmtíu voru særðir, flestir lífshættulega, þannig að búist var við að tala látinna myndi hækka. Árásarmaðurinn, sem er bandarískur ríkisborgari af afgönskum uppruna, hringdi sjálfur í bandarísku neyðarlínuna og sagðist fylgja Daish-samtökunum, sem hafa haldið uppi ógnarstjórn á stórum svæðum í Sýrlandi og Írak og hvetja fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk í sínu nafni. Hann hefur tvisvar áður komið við sögu lögreglunnar. Jerry Demings, lögreglustjóri í Orange-sýslu, sagði lögregluna flokka árásina undir hryðjuverk. Faðir árásarmannsins, Mir Seddique, segist samt viss um að árásin hafi ekki haft neitt með trúarbrögð að gera. Hann sagðist vera í áfalli og ekki hafa vitað hvað sonur hans hefði haft í hyggju. „Við viljum biðjast afsökunar á þessu öllu,“ sagði hann í gær. „Við erum í áfalli eins og öll þjóðin.“ Seddique segir að sonur hans hafi fyllst reiði þegar hann sá tvo karlmenn kyssast. Árásin gæti hafa haft eitthvað með það að gera. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði þetta vera bæði hryðjuverk og hatursárás: „Við erum enn að átta okkur á staðreyndunum,“ sagði hann í ávarpi til þjóðarinnar. „Það sem er ljóst er að þetta var maður sem var fullur haturs.“ Hann minnti einnig, eins og hann hefur gert í hvert sinn sem hann hefur ávarpað þjóð sína í kjölfar mannskæðra skotárása, á það hve auðvelt það er fyrir ofbeldismenn að nálgast stórhættuleg skotvopn. Leiðtogar og talsmenn múslima hafa eins og aðrir fordæmt þessi fjöldamorð, sem eru þau fjölmennustu í sögu Bandaríkjanna, að minnsta kosti síðustu öldina og rúmlega það. Mannskæðustu skotárásir í sögu Bandaríkjanna Virginia Tech háskólinn í Blacksburg, Virginíu 16. apríl 200732 látnir Seung-Hui Cho, 23 ára námsmaður Sandy Hook grunnskólinn í Newtown, Connecticut 14. desember 201227 látnir Adam Lanza, 20 ára Killen í Texas 16. október 199123 látnir George Hennard, 35 ára San Ysidro, Kaliforníu 18. júlí 198421 látinn James Huberty, 41 árs Austin, Texas 1. ágúst 196618 látnir Joseph Whitman, 25 ára San Bernardino, Kaliforníu 2. desember 201514 látnir Sayed Rizwan Farook, 28 ára, og Tashfeen Malik, 29 ára Edmond, Oklahoma 20. ágúst 198614 látnir Patrick Henry Sherrill, 44 ára Fort Hood, Texas 5. nóvember 200913 látnir Nidal Malik Hasan, 39 áraÞessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu 13. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Omar Saddiqui Mateen, 29 ára gamall starfsmaður öryggisfyrirtækisins G4S, féll fyrir skotum lögreglu í fyrrinótt eftir að hafa myrt um 50 manns á næturklúbbi hinsegin fólks í Orlando. Árásin hófst um klukkan tvö eftir miðnætti og lauk um klukkan fimm að morgni þegar lögreglan réðst inn. Þessa þrjá tíma hafði Mateen notað til þess að skjóta meira en hundrað manns. Meira en fimmtíu voru særðir, flestir lífshættulega, þannig að búist var við að tala látinna myndi hækka. Árásarmaðurinn, sem er bandarískur ríkisborgari af afgönskum uppruna, hringdi sjálfur í bandarísku neyðarlínuna og sagðist fylgja Daish-samtökunum, sem hafa haldið uppi ógnarstjórn á stórum svæðum í Sýrlandi og Írak og hvetja fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk í sínu nafni. Hann hefur tvisvar áður komið við sögu lögreglunnar. Jerry Demings, lögreglustjóri í Orange-sýslu, sagði lögregluna flokka árásina undir hryðjuverk. Faðir árásarmannsins, Mir Seddique, segist samt viss um að árásin hafi ekki haft neitt með trúarbrögð að gera. Hann sagðist vera í áfalli og ekki hafa vitað hvað sonur hans hefði haft í hyggju. „Við viljum biðjast afsökunar á þessu öllu,“ sagði hann í gær. „Við erum í áfalli eins og öll þjóðin.“ Seddique segir að sonur hans hafi fyllst reiði þegar hann sá tvo karlmenn kyssast. Árásin gæti hafa haft eitthvað með það að gera. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði þetta vera bæði hryðjuverk og hatursárás: „Við erum enn að átta okkur á staðreyndunum,“ sagði hann í ávarpi til þjóðarinnar. „Það sem er ljóst er að þetta var maður sem var fullur haturs.“ Hann minnti einnig, eins og hann hefur gert í hvert sinn sem hann hefur ávarpað þjóð sína í kjölfar mannskæðra skotárása, á það hve auðvelt það er fyrir ofbeldismenn að nálgast stórhættuleg skotvopn. Leiðtogar og talsmenn múslima hafa eins og aðrir fordæmt þessi fjöldamorð, sem eru þau fjölmennustu í sögu Bandaríkjanna, að minnsta kosti síðustu öldina og rúmlega það. Mannskæðustu skotárásir í sögu Bandaríkjanna Virginia Tech háskólinn í Blacksburg, Virginíu 16. apríl 200732 látnir Seung-Hui Cho, 23 ára námsmaður Sandy Hook grunnskólinn í Newtown, Connecticut 14. desember 201227 látnir Adam Lanza, 20 ára Killen í Texas 16. október 199123 látnir George Hennard, 35 ára San Ysidro, Kaliforníu 18. júlí 198421 látinn James Huberty, 41 árs Austin, Texas 1. ágúst 196618 látnir Joseph Whitman, 25 ára San Bernardino, Kaliforníu 2. desember 201514 látnir Sayed Rizwan Farook, 28 ára, og Tashfeen Malik, 29 ára Edmond, Oklahoma 20. ágúst 198614 látnir Patrick Henry Sherrill, 44 ára Fort Hood, Texas 5. nóvember 200913 látnir Nidal Malik Hasan, 39 áraÞessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu 13. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira