Margfalt fleiri fara í kynleiðréttingu Ingvar Haraldsson skrifar 10. júní 2016 07:00 Transfólk hefur oft verið áberandi á hinsegin dögum. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri leitað til transteymis Landspítalans vegna kynáttunarvanda en á síðasta ári eða 23 einstaklingar. Þá leituðu sjöfalt fleiri til teymisins á árunum 2010-2015 en á árunum 2004-2009 eða 67 miðað við 9 á síðustu sex árum þar á undan. Þetta er niðurstaða lokaritgerðar Steinunnar Birnu Sveinbjörnsdóttur, í B.Sc.-námi í læknisfræði.Steinunn Birna Sveinbjörnsdóttir segir stöðu transfólks á Íslandi vera erfiða og telur að hópurinn þurfi á meiri stuðning að halda„Þetta er alþjóðleg þróun og þetta er það sem við sjáum í öllum nágrannalöndum okkar,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir, sem stýrir transteymi Landspítalans, um hvers vegna einstaklingum sem leita til teymisins hafi fjölgað. Óttar segir að einkum séu það fleiri transkarlar sem leiti til teymisins en áður, en það eru þeir sem fæðast í kvenmannslíkama. Óttar segir erfitt að festa fingur á hvers vegna þessar breytingar hafi átt sér stað. „Skýringin er helst þessi mikla umræða og allar þessar upplýsingar, netið og þessi opnu samskipti þessara einstaklinga sem gera það að verkum að fólk uppgötvar miklu fyrr hvað það vill gera,“ segir hann. Hópurinn virðist vera með minni menntun en aðrir og líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða samkvæmt rannsókninni. Þá virðist atvinnuleysi hópsins einnig vera mun meira en annarra þjóðfélagshópa. 14,3 prósent transkarla og 44,9 prósent transkvenna voru á framfærslu ríkisins í ferlinu, það er að segja á atvinnuleysisbótum eða endurhæfingarlífeyri. „Þetta er félagslega jaðarsettur hópur og virðist eiga erfitt uppdráttar í samfélaginu. Það virðist vera að hann þurfi meiri stuðning,“ segir Steinunn. “ Byggt á sjúkraskýrslumÓttar Guðmundsson geðlæknir segir fjölgun þeirra sem leiti til transteymisins hluti af alþjóðlegri þróun.Ritgerðin er byggð á sjúkraskýrslum einstaklinganna en samkvæmt þeim höfðu 4 prósent transkvenna og 3 prósent transmanna lokið háskólanámi þegar þau leituðu fyrst til transteymisins. Hlutfallið er mun lægra en hjá öðrum en 26,7 prósent starfandi kvenna og 19,3 prósent starfandi karla á aldrinum 15-64 ára hafa lokið háskólagráðu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Steinunn setur þó þann fyrirvara á þessar upplýsingar að einhverjir einstaklingar í hópnum hafi verið í háskólanámi eða ekki gefið upp menntun sína í sjúkraskýrslum. „Það voru margir sem áttu mjög erfitt uppdráttar og höfðu gengið í gegn um meðferð við geðrænum vanda, annaðhvort notað geðlyf eða farið í sálfræðimeðferð,“ segir Steinunn. 51 prósent transkarla og 46 prósent transkvenna höfðu gengið í gegn um meðferð við geðrænum vanda sem sé mun hærra hlutfall en hjá öðrum þjóðfélagshópum. Þá hefur meðalaldur þeirra sem leita til transteymisins lækkað lítillega en hann var 23 ár hjá transkörlum og 31 ár hjá transkonum. Við þetta bætist hópur ungmenna sem leitað hafi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna kynáttunarvanda og því megi búast við að aldur þeirra sem leiti til transteymisins lækki enn frekar á næstu árum að sögn Steinunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016Þeim sem leita til transteymis Landspítalans hefur fjölgað verulega. Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Aldrei hafa fleiri leitað til transteymis Landspítalans vegna kynáttunarvanda en á síðasta ári eða 23 einstaklingar. Þá leituðu sjöfalt fleiri til teymisins á árunum 2010-2015 en á árunum 2004-2009 eða 67 miðað við 9 á síðustu sex árum þar á undan. Þetta er niðurstaða lokaritgerðar Steinunnar Birnu Sveinbjörnsdóttur, í B.Sc.-námi í læknisfræði.Steinunn Birna Sveinbjörnsdóttir segir stöðu transfólks á Íslandi vera erfiða og telur að hópurinn þurfi á meiri stuðning að halda„Þetta er alþjóðleg þróun og þetta er það sem við sjáum í öllum nágrannalöndum okkar,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir, sem stýrir transteymi Landspítalans, um hvers vegna einstaklingum sem leita til teymisins hafi fjölgað. Óttar segir að einkum séu það fleiri transkarlar sem leiti til teymisins en áður, en það eru þeir sem fæðast í kvenmannslíkama. Óttar segir erfitt að festa fingur á hvers vegna þessar breytingar hafi átt sér stað. „Skýringin er helst þessi mikla umræða og allar þessar upplýsingar, netið og þessi opnu samskipti þessara einstaklinga sem gera það að verkum að fólk uppgötvar miklu fyrr hvað það vill gera,“ segir hann. Hópurinn virðist vera með minni menntun en aðrir og líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða samkvæmt rannsókninni. Þá virðist atvinnuleysi hópsins einnig vera mun meira en annarra þjóðfélagshópa. 14,3 prósent transkarla og 44,9 prósent transkvenna voru á framfærslu ríkisins í ferlinu, það er að segja á atvinnuleysisbótum eða endurhæfingarlífeyri. „Þetta er félagslega jaðarsettur hópur og virðist eiga erfitt uppdráttar í samfélaginu. Það virðist vera að hann þurfi meiri stuðning,“ segir Steinunn. “ Byggt á sjúkraskýrslumÓttar Guðmundsson geðlæknir segir fjölgun þeirra sem leiti til transteymisins hluti af alþjóðlegri þróun.Ritgerðin er byggð á sjúkraskýrslum einstaklinganna en samkvæmt þeim höfðu 4 prósent transkvenna og 3 prósent transmanna lokið háskólanámi þegar þau leituðu fyrst til transteymisins. Hlutfallið er mun lægra en hjá öðrum en 26,7 prósent starfandi kvenna og 19,3 prósent starfandi karla á aldrinum 15-64 ára hafa lokið háskólagráðu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Steinunn setur þó þann fyrirvara á þessar upplýsingar að einhverjir einstaklingar í hópnum hafi verið í háskólanámi eða ekki gefið upp menntun sína í sjúkraskýrslum. „Það voru margir sem áttu mjög erfitt uppdráttar og höfðu gengið í gegn um meðferð við geðrænum vanda, annaðhvort notað geðlyf eða farið í sálfræðimeðferð,“ segir Steinunn. 51 prósent transkarla og 46 prósent transkvenna höfðu gengið í gegn um meðferð við geðrænum vanda sem sé mun hærra hlutfall en hjá öðrum þjóðfélagshópum. Þá hefur meðalaldur þeirra sem leita til transteymisins lækkað lítillega en hann var 23 ár hjá transkörlum og 31 ár hjá transkonum. Við þetta bætist hópur ungmenna sem leitað hafi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna kynáttunarvanda og því megi búast við að aldur þeirra sem leiti til transteymisins lækki enn frekar á næstu árum að sögn Steinunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016Þeim sem leita til transteymis Landspítalans hefur fjölgað verulega.
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira