Hagfræðingur segir áhættuna af Brexit ekki hafa verið nægilega vel útskýrða Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 23. júní 2016 20:59 Þóra Helgadóttir hagfræðingur hefur starfað hjá breska fjármálaráðuneytið og á sæti í fjármálaráði Alþingis. Bretar kjósa í sögulegum kosningum í dag en hagfræðingur sem hefur starfað í fjármálaráðuneyti Bretlands óttast afleiðingarnar ef Bretar ákveða að ganga út úr Evrópusambandinu. Kjörstaðir opnuðu eldsnemma í morgun og er ljóst að hver sem niðurstaðan verður þá verður hún söguleg. Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni.Útganga erfið fyrir breska hagkerfiðÞóra Helgadóttir hagfræðingur hefur starfað hjá breska fjármálaráðuneytið og á sæti í fjármálaráði Alþingis. Hún segir kosningabaráttuna hafa verið mjög harða. „Þetta er virkilega búin að vera hörð barátta. Í raun og veru hef ég ekki séð hagfræðing sem mælir með því að við förum úr sambandinu og ég held að það séu mjög ljós rök fyrir því að vera áfram í sambandinu. Áhættan er mjög mikil á kreppu, á atvinnuleysi, á að áhrifin verði mikil á fjárfestingar vergna óvissu um hvað tæki við. Sömuleiðis á sölu, innflutning, útflutning og fleira,“ segir Þóra og segir að útganga yrði mjög erfið fyrir breska hagkerfið.Áhættan ekki nógu vel útskýrðÞóra segir áhættuna af útgöngu ekki hafa verið skýrða nógu vel fyrir almenningi. „Ég var að tala við vini mína sem starfa í erlendum banka, frönskum banka, og þeir segja að þeir hefðu fyrir nokkrum vikum ákveðið að eiga ekki í neinum samskiptum við breska banka í ákveðinn tíma þar til þeir vissu hvað myndi gerast. Og í kjölfarið mun óvissan halda áfram ef við förum út. Því er mjög líklegt að þetta hafi mjög mikil áhrif á bresku bankana og myndi þar af leiðiandi hafa snjóboltaáhrif á hagkerfið.“ Búist er við fyrstu tölum eftir miðnætti að íslenskum tíma.Kjörsóknin gæti ráðið úrslitumBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir mjög erfitt að segja til um hver úrslitin verða. „Það gæti ráðist af kjörsókninni. Þeir sem líklegastir eru til að mæta á kjörstað eru eldri, hvítir kjósendur Íhaldsflokksins og þeir kjósa helst á móti aðild að sambandinu. Þannig að ef það verður lítil kjörsókn gæti nei-hreyfingin unnið sigur en ef ungir kjósendur fylkjast á kjörstað, sem eru líklegri til að kjósa með aðild, þá gæti sá hópur náð yfirhöndinni.“Ef Bretar ákveða að yfirgefa Evrópusambandið, hvaða áhrif hefur það á Evrópusambandið, Breta og Ísland?„Það er mikil óvissa varðandi alla þessa þrjá þætti sem þú nefnir. Þetta hefði mikil áhrif á Evrópusambandið. Það myndi leiða til umræðu innan allra ríkja um galla sambandsins og hugsanlega úrsögn úr sambandinu eins og í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi. Hvað Bretland varðar þá bíður Breta það erfiða verkefni að semja við Evrópusambandið upp á nýtt varðandi viðskiptakjör, og svo er spurningin ef munur verði á því hvernig Skotar greiða atkvæði og restin af Bretlandi þá gæti þetta hugsanlega leitt til ákalls um nýja þjóðaratkæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.“ Baldur segir að staða David Cameron forsætisráðherra yrði mjög erfið ákveði Bretar að ganga úr sambandinu og myndu bæði stjórnarandstæðingar og andstæðingar ESB-aðildar innan Íhaldsflokksins kalla eftir afsögn hans. Brexit Tengdar fréttir Bretar ganga að kjörborðinu í dag Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar. 23. júní 2016 07:30 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Bretar kjósa í sögulegum kosningum í dag en hagfræðingur sem hefur starfað í fjármálaráðuneyti Bretlands óttast afleiðingarnar ef Bretar ákveða að ganga út úr Evrópusambandinu. Kjörstaðir opnuðu eldsnemma í morgun og er ljóst að hver sem niðurstaðan verður þá verður hún söguleg. Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni.Útganga erfið fyrir breska hagkerfiðÞóra Helgadóttir hagfræðingur hefur starfað hjá breska fjármálaráðuneytið og á sæti í fjármálaráði Alþingis. Hún segir kosningabaráttuna hafa verið mjög harða. „Þetta er virkilega búin að vera hörð barátta. Í raun og veru hef ég ekki séð hagfræðing sem mælir með því að við förum úr sambandinu og ég held að það séu mjög ljós rök fyrir því að vera áfram í sambandinu. Áhættan er mjög mikil á kreppu, á atvinnuleysi, á að áhrifin verði mikil á fjárfestingar vergna óvissu um hvað tæki við. Sömuleiðis á sölu, innflutning, útflutning og fleira,“ segir Þóra og segir að útganga yrði mjög erfið fyrir breska hagkerfið.Áhættan ekki nógu vel útskýrðÞóra segir áhættuna af útgöngu ekki hafa verið skýrða nógu vel fyrir almenningi. „Ég var að tala við vini mína sem starfa í erlendum banka, frönskum banka, og þeir segja að þeir hefðu fyrir nokkrum vikum ákveðið að eiga ekki í neinum samskiptum við breska banka í ákveðinn tíma þar til þeir vissu hvað myndi gerast. Og í kjölfarið mun óvissan halda áfram ef við förum út. Því er mjög líklegt að þetta hafi mjög mikil áhrif á bresku bankana og myndi þar af leiðiandi hafa snjóboltaáhrif á hagkerfið.“ Búist er við fyrstu tölum eftir miðnætti að íslenskum tíma.Kjörsóknin gæti ráðið úrslitumBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir mjög erfitt að segja til um hver úrslitin verða. „Það gæti ráðist af kjörsókninni. Þeir sem líklegastir eru til að mæta á kjörstað eru eldri, hvítir kjósendur Íhaldsflokksins og þeir kjósa helst á móti aðild að sambandinu. Þannig að ef það verður lítil kjörsókn gæti nei-hreyfingin unnið sigur en ef ungir kjósendur fylkjast á kjörstað, sem eru líklegri til að kjósa með aðild, þá gæti sá hópur náð yfirhöndinni.“Ef Bretar ákveða að yfirgefa Evrópusambandið, hvaða áhrif hefur það á Evrópusambandið, Breta og Ísland?„Það er mikil óvissa varðandi alla þessa þrjá þætti sem þú nefnir. Þetta hefði mikil áhrif á Evrópusambandið. Það myndi leiða til umræðu innan allra ríkja um galla sambandsins og hugsanlega úrsögn úr sambandinu eins og í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi. Hvað Bretland varðar þá bíður Breta það erfiða verkefni að semja við Evrópusambandið upp á nýtt varðandi viðskiptakjör, og svo er spurningin ef munur verði á því hvernig Skotar greiða atkvæði og restin af Bretlandi þá gæti þetta hugsanlega leitt til ákalls um nýja þjóðaratkæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.“ Baldur segir að staða David Cameron forsætisráðherra yrði mjög erfið ákveði Bretar að ganga úr sambandinu og myndu bæði stjórnarandstæðingar og andstæðingar ESB-aðildar innan Íhaldsflokksins kalla eftir afsögn hans.
Brexit Tengdar fréttir Bretar ganga að kjörborðinu í dag Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar. 23. júní 2016 07:30 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Bretar ganga að kjörborðinu í dag Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar. 23. júní 2016 07:30
Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15