Lífið

Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Nú eru ekki nema 4 dagar þangað til Bretar ganga að kjörborðinu og ákveða hvort Bretland skuli segja sig úr Evrópusambandinu eða framlengja veru sína innan vébanda þess.

Skiptar skoðanir eru um málið en nýjustu skoðanakannanir hafa sýnt að 3 prósentustig skilji nú að þá sem vilji vera áfram í ESB og þá sem vilja yfirgefa það.

Kosningabaráttan hefur með hreinum ólíkindum og segja stjórnmálaskýrendur að hún hafi fyrir löngu leysts upp í algjöra vitleysu. Ásakanir um svikabrigsl og hræðsluáróður hafa verið hávær úr báðum fylkingum og hefur rökræðum oft verið fórnað á altari tækifærismennsku og upphrópanna - svona fyrir utan hvað það er grefilli strembið fyrir utanaðkomandi að henda reiður á allri umræðunni um Brexit.

Því sá John Oliver sig tilneyddan til að fjalla um þjóðaratkvæðagreiðsluna í þætti sínum í gær. Innslagið má sjá hér að ofan en þar kennir ýmissa grasa; óheppilegar rútumerkingar, kynlífstæki fyrir breiðnefi og rakarastofukvartett til að mynda.

John Oliver er sýndur með íslenskum texta á Stöð 2 á þriðjudagskvöldum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.