Baráttan um Brexit hafin á ný í Bretlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júní 2016 07:00 Vote Leave, sem berst fyrir aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, og Remain, sem berst fyrir áframhaldandi veru innan sambandsins, hófu aftur kosningabaráttu í gær eftir að hafa gert hlé á henni eftir morðið á þingmanninum Jo Cox á fimmtudag. Cox var þingkona Verkamannaflokksins og andvíg aðskilnaði, svokölluðu Brexit. Thomas Mair, sem ákærður hefur verið fyrir morðið, mætti fyrir dóm á laugardag. Spurður til nafns svaraði hann: „Drepum svikara, frelsi fyrir Bretland!“ Aðeins þrír dagar eru nú í að kosið verði um framtíð Bretlands innan Evrópusambandsins og var kosningabarátta beggja fylkinga á fullu skriði í gær. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands og Brexit-sinni, sagði í gær að Vote Leave gæti enn borið sigur úr býtum en að morðið á Cox hefði haft umtalsverð áhrif á kosningabaráttuna. „Við vorum með vindinn í bakið þar til þessi harmleikur átti sér stað. Þegar þú tekst á við yfirvaldið verður þú að hafa meðbyr,“ sagði Farage.Nigel Farage (t.v.)Michael Gove, einn forsvarsmanna Vote Leave, sagði í viðtali við BBC í gær að eina leiðin til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar um að fækka innflytjendum niður fyrir hundrað þúsund á ári væri aðskilnaður frá Evrópusambandinu. Hann sagðist þó ekki á móti innflytjendum. „Ég er stuðningsmaður innflytjenda en ég trúi því að til að styðja við bakið á flóttamönnum þurfum við að hafa stjórn á fjölda þeirra,“ sagði Gove. Undir þetta tók fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, Boris Johnson. „Við þurfum að ná aftur stjórn á kerfi sem nú er algjörlega stjórnlaust,“ sagði Johnson. David Cameron forsætisráðherra og George Osborne fjármálaráðherra voru harðorðir í garð stuðningsmanna Vote Leave í gær. Cameron sagði Breta geta valið um tvo valkosti. Annars vegar sýn Nigel Farage „sem færir Bretland aftur í fortíðina og sundrar frekar en að sameina“ og hins vegar „opið, frjálslynt Bretland, land sem kennir minnihlutahópum ekki um vandamál sín og lítur til framtíðar frekar en fortíðar“. Þá varaði Osborne við efnahagslegum áhrifum Brexit. „Þetta er hlið inn í mun óöruggari heim þar sem störf fólks eru í hættu,“ sagði Osborne. „Hóflegt mat er að verg landsframleiðsla okkar væri fimm til sex prósentum minni,“ sagði hann einnig. 44 prósent aðhyllast hvora hlið málsins samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Morðingi Cox mætti fyrir dóm: „Dauði til föðurlandssvikara, frelsi fyrir Bretland“ Breskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á þingkonuninni Jo Cox, sem vakið hefur mikinn óhug innan sem utan Bretlands í vikunni. 18. júní 2016 13:59 Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41 Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00 Gengi pundsins sveiflast eftir könnunum Kannanir sýna að um 45% kjósenda vilja ganga úr ESB og 43% vilja vera áfram í því, þá eru 12% kjósenda óákveðin. 7. júní 2016 06:00 Brexit-sinnar sækja í sig veðrið: Fleiri vilja nú brotthvarf Bretlands úr ESB 53 prósent þeirra sem taka afstöðu í nýrri könnun eru hlynnt því að Bretland segi úr Evrópusambandinu. 13. júní 2016 20:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Vote Leave, sem berst fyrir aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, og Remain, sem berst fyrir áframhaldandi veru innan sambandsins, hófu aftur kosningabaráttu í gær eftir að hafa gert hlé á henni eftir morðið á þingmanninum Jo Cox á fimmtudag. Cox var þingkona Verkamannaflokksins og andvíg aðskilnaði, svokölluðu Brexit. Thomas Mair, sem ákærður hefur verið fyrir morðið, mætti fyrir dóm á laugardag. Spurður til nafns svaraði hann: „Drepum svikara, frelsi fyrir Bretland!“ Aðeins þrír dagar eru nú í að kosið verði um framtíð Bretlands innan Evrópusambandsins og var kosningabarátta beggja fylkinga á fullu skriði í gær. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands og Brexit-sinni, sagði í gær að Vote Leave gæti enn borið sigur úr býtum en að morðið á Cox hefði haft umtalsverð áhrif á kosningabaráttuna. „Við vorum með vindinn í bakið þar til þessi harmleikur átti sér stað. Þegar þú tekst á við yfirvaldið verður þú að hafa meðbyr,“ sagði Farage.Nigel Farage (t.v.)Michael Gove, einn forsvarsmanna Vote Leave, sagði í viðtali við BBC í gær að eina leiðin til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar um að fækka innflytjendum niður fyrir hundrað þúsund á ári væri aðskilnaður frá Evrópusambandinu. Hann sagðist þó ekki á móti innflytjendum. „Ég er stuðningsmaður innflytjenda en ég trúi því að til að styðja við bakið á flóttamönnum þurfum við að hafa stjórn á fjölda þeirra,“ sagði Gove. Undir þetta tók fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, Boris Johnson. „Við þurfum að ná aftur stjórn á kerfi sem nú er algjörlega stjórnlaust,“ sagði Johnson. David Cameron forsætisráðherra og George Osborne fjármálaráðherra voru harðorðir í garð stuðningsmanna Vote Leave í gær. Cameron sagði Breta geta valið um tvo valkosti. Annars vegar sýn Nigel Farage „sem færir Bretland aftur í fortíðina og sundrar frekar en að sameina“ og hins vegar „opið, frjálslynt Bretland, land sem kennir minnihlutahópum ekki um vandamál sín og lítur til framtíðar frekar en fortíðar“. Þá varaði Osborne við efnahagslegum áhrifum Brexit. „Þetta er hlið inn í mun óöruggari heim þar sem störf fólks eru í hættu,“ sagði Osborne. „Hóflegt mat er að verg landsframleiðsla okkar væri fimm til sex prósentum minni,“ sagði hann einnig. 44 prósent aðhyllast hvora hlið málsins samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Morðingi Cox mætti fyrir dóm: „Dauði til föðurlandssvikara, frelsi fyrir Bretland“ Breskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á þingkonuninni Jo Cox, sem vakið hefur mikinn óhug innan sem utan Bretlands í vikunni. 18. júní 2016 13:59 Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41 Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00 Gengi pundsins sveiflast eftir könnunum Kannanir sýna að um 45% kjósenda vilja ganga úr ESB og 43% vilja vera áfram í því, þá eru 12% kjósenda óákveðin. 7. júní 2016 06:00 Brexit-sinnar sækja í sig veðrið: Fleiri vilja nú brotthvarf Bretlands úr ESB 53 prósent þeirra sem taka afstöðu í nýrri könnun eru hlynnt því að Bretland segi úr Evrópusambandinu. 13. júní 2016 20:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Morðingi Cox mætti fyrir dóm: „Dauði til föðurlandssvikara, frelsi fyrir Bretland“ Breskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á þingkonuninni Jo Cox, sem vakið hefur mikinn óhug innan sem utan Bretlands í vikunni. 18. júní 2016 13:59
Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41
Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00
Gengi pundsins sveiflast eftir könnunum Kannanir sýna að um 45% kjósenda vilja ganga úr ESB og 43% vilja vera áfram í því, þá eru 12% kjósenda óákveðin. 7. júní 2016 06:00
Brexit-sinnar sækja í sig veðrið: Fleiri vilja nú brotthvarf Bretlands úr ESB 53 prósent þeirra sem taka afstöðu í nýrri könnun eru hlynnt því að Bretland segi úr Evrópusambandinu. 13. júní 2016 20:46