131 fluttur úr landi með lögregluvaldi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Jón Bjartmars yfirmaður Alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra segir beðið eftir skýrslum lögreglumanna sem tóku þátt í aðgerðinni. Verkefnum alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra hefur fjölgað mikið síðustu tvö ár samhliða auknum fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Á síðasta ári stóð alþjóðadeild að 69 framkvæmdum þar sem 123 einstaklingum var fylgt með lögregluvaldi úr landi. Það sem af er ársins 2016 er þeir orðnir 131. Aðgerð lögreglu í Laugarneskirkju var að beiðni Útlendingastofnunar. Sérsveit lögreglu aðstoðaði alþjóðadeild við aðgerðina. Myndband sem sýndi aðgerð lögreglu vakti óhug með almenningi. Á því sést lögreglumaður slá til ungs manns sem var viðstaddur brottflutninginn. Þá sjást Írakarnir tveir sem voru handteknir og fluttir til Noregs dregnir eftir kirkjugólfinu. Séra Kristín Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, sagði aðfarir lögreglu harkalegar og þörf á breytingum sem tækju mið af mannúð. „Stjórnvöld verða að hætta að skýla sér á bak við Dyflinnarreglugerðina í stað þess að veita hverjum einstaklingi efnislega meðferð og þannig sýna honum þá virðingu sem hann á skilið,“ sagði Kristín. Siðmennt tekur undir gagnrýni Kristínar á að Útlendingastofnun og lögregla beiti harkalegum aðgerðum við brottvísun flóttamanna, í stað þess að láta mannúðarsjónarmið ráða ferðinni. Fjórir Írakar fengu vernd í meðferð Útlendingastofnunar í maímánuði eftir efnislega meðferð. Írakarnir tveir sem voru sóttir af lögreglu voru hins vegar sendir til Noregs samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Jón Bjartmars, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir nú verið að taka saman skýrslur frá lögreglumönnum sem komu að framkvæmd málsins. „Ávallt er reynt að haga framkvæmd með sem mildilegasta hætti,“ segir Jón spurður um hvert leiðarljós lögreglumanna er við aðgerðir sem þessar. Athygli vakti að sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum. Jón segir sérsveit ekki alltaf kallaða til. „Nei, það fer eftir því mati sem liggur fyrir í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Jón. Hann bendir á að ríkislögreglustjóri hafi ítrekað bent á þörf á auknum mannafla til embætta lögreglu. Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Verkefnum alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra hefur fjölgað mikið síðustu tvö ár samhliða auknum fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Á síðasta ári stóð alþjóðadeild að 69 framkvæmdum þar sem 123 einstaklingum var fylgt með lögregluvaldi úr landi. Það sem af er ársins 2016 er þeir orðnir 131. Aðgerð lögreglu í Laugarneskirkju var að beiðni Útlendingastofnunar. Sérsveit lögreglu aðstoðaði alþjóðadeild við aðgerðina. Myndband sem sýndi aðgerð lögreglu vakti óhug með almenningi. Á því sést lögreglumaður slá til ungs manns sem var viðstaddur brottflutninginn. Þá sjást Írakarnir tveir sem voru handteknir og fluttir til Noregs dregnir eftir kirkjugólfinu. Séra Kristín Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, sagði aðfarir lögreglu harkalegar og þörf á breytingum sem tækju mið af mannúð. „Stjórnvöld verða að hætta að skýla sér á bak við Dyflinnarreglugerðina í stað þess að veita hverjum einstaklingi efnislega meðferð og þannig sýna honum þá virðingu sem hann á skilið,“ sagði Kristín. Siðmennt tekur undir gagnrýni Kristínar á að Útlendingastofnun og lögregla beiti harkalegum aðgerðum við brottvísun flóttamanna, í stað þess að láta mannúðarsjónarmið ráða ferðinni. Fjórir Írakar fengu vernd í meðferð Útlendingastofnunar í maímánuði eftir efnislega meðferð. Írakarnir tveir sem voru sóttir af lögreglu voru hins vegar sendir til Noregs samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Jón Bjartmars, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir nú verið að taka saman skýrslur frá lögreglumönnum sem komu að framkvæmd málsins. „Ávallt er reynt að haga framkvæmd með sem mildilegasta hætti,“ segir Jón spurður um hvert leiðarljós lögreglumanna er við aðgerðir sem þessar. Athygli vakti að sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum. Jón segir sérsveit ekki alltaf kallaða til. „Nei, það fer eftir því mati sem liggur fyrir í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Jón. Hann bendir á að ríkislögreglustjóri hafi ítrekað bent á þörf á auknum mannafla til embætta lögreglu.
Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira