Hamilton: Það er allt á hreinu okkar á milli Rosberg Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. júlí 2016 17:15 Þrír hröðustu menn dagsins. Vísir/Getty Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól á Silverstone í dag og sínum 55. á ferlinum. Eftir að tíma hans hafði verið eytt tókst honum að setja hraðasta tímann. „Þetta var ekki einfaldasta tímatakan sem ég hef átt. Bíllinn skoppaði út fyrir brautina, þess vegna var tímanum mínum eytt. Ég held samt að ég hafi ekki grætt neinn tíma á þessu. Við Nico [Rosberg] erum góðir fyrir keppnina. Það er allt á hreinu okkar á milli,“ sagði Hamilton eftir tíamtökuna. „Það er allt á hreinu hjá okkur fyrir keppnina á morgun. Bíllinn er ótrúlegur. Það er eins og hann sé á teinum í hröðu beygjunum. Okkur kappakstursmönnum finnst þær beygjur skemmtilegastar,“ sagði Nico Rosberg eftir tímatökuna. „Það gekk vel í dag ég naut tímatökunnar og við vorum mjög sterkir miðað við aðra keppinauta okkar. Þeir hérna [Mercedes] voru aðeins of fljótir í dag,“ sagði Max Verstappen sem varð þriðji í tímatökunni fyrir Red Bull. „Það er leiðinlegt að tapa, sama hvað. Við vorum nokkuð góðir í hröðum beygjum en við áttum að geta betur. Vindurinn var að stríða okkur aðeins í dag. Markmiðið er að komast á verðlaunapall á morgun,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fjórði á Red Bull „Við vissum að við værum í góðu formi hér eftir æingarnar. Við erum gríðarlega ánægð með að ná annarri ráslínunni fyrir okkar bíla. Max negldi þetta. Vonandi getum við unnið nokkur stig upp á Ferrari liðið. Það munar núna 24 stigum á liðunum,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. „Þetta var betra en við bjuggumst við eftir æfingarnar. Við áttum í vanda í morgun en þessi gírkassavandræði eru ný. Við höfum ekki verið að glíma við þau áður,“ sagði Sebastian Vettel sem verður 11. á ráslínunni eftir að fimm sæta refsing hefur verið beitt. „Ég hefði ekki trúað þessu í gær ef einhver hefði sagt mér að ég yrði sjöundi á ráslínu. Ég er að safna reynslu og bíllinn er að verða betri,“ sagði Carlos Sainz sem ræsir sjöundi á morgun á Toro Rosso bílnum. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone brautinni á morgun á Mercedes bílnum. Nico Rosberg verður annar og Max Verstappen þriðji á Red Bull. 9. júlí 2016 13:04 Hamilton fljótastur á heimavelli og Raikkonen áfram hjá Ferrari Heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes liðsins var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Breski kappaksturinn fer fram á Silverstone brautinni um helgina, heimavelli Hamilton. 8. júlí 2016 22:30 Hamilton og Rosberg mega keppa en ekki klessa á hvorn annan Yfirmenn Mercedes liðsins í Formúlu 1 hafa komist að þeirri niðurstöðu að liðsskipunum verði ekki beitt en ökumenn skuli passa sig á að keyra ekki á hvorn annan. 8. júlí 2016 08:00 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól á Silverstone í dag og sínum 55. á ferlinum. Eftir að tíma hans hafði verið eytt tókst honum að setja hraðasta tímann. „Þetta var ekki einfaldasta tímatakan sem ég hef átt. Bíllinn skoppaði út fyrir brautina, þess vegna var tímanum mínum eytt. Ég held samt að ég hafi ekki grætt neinn tíma á þessu. Við Nico [Rosberg] erum góðir fyrir keppnina. Það er allt á hreinu okkar á milli,“ sagði Hamilton eftir tíamtökuna. „Það er allt á hreinu hjá okkur fyrir keppnina á morgun. Bíllinn er ótrúlegur. Það er eins og hann sé á teinum í hröðu beygjunum. Okkur kappakstursmönnum finnst þær beygjur skemmtilegastar,“ sagði Nico Rosberg eftir tímatökuna. „Það gekk vel í dag ég naut tímatökunnar og við vorum mjög sterkir miðað við aðra keppinauta okkar. Þeir hérna [Mercedes] voru aðeins of fljótir í dag,“ sagði Max Verstappen sem varð þriðji í tímatökunni fyrir Red Bull. „Það er leiðinlegt að tapa, sama hvað. Við vorum nokkuð góðir í hröðum beygjum en við áttum að geta betur. Vindurinn var að stríða okkur aðeins í dag. Markmiðið er að komast á verðlaunapall á morgun,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fjórði á Red Bull „Við vissum að við værum í góðu formi hér eftir æingarnar. Við erum gríðarlega ánægð með að ná annarri ráslínunni fyrir okkar bíla. Max negldi þetta. Vonandi getum við unnið nokkur stig upp á Ferrari liðið. Það munar núna 24 stigum á liðunum,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. „Þetta var betra en við bjuggumst við eftir æfingarnar. Við áttum í vanda í morgun en þessi gírkassavandræði eru ný. Við höfum ekki verið að glíma við þau áður,“ sagði Sebastian Vettel sem verður 11. á ráslínunni eftir að fimm sæta refsing hefur verið beitt. „Ég hefði ekki trúað þessu í gær ef einhver hefði sagt mér að ég yrði sjöundi á ráslínu. Ég er að safna reynslu og bíllinn er að verða betri,“ sagði Carlos Sainz sem ræsir sjöundi á morgun á Toro Rosso bílnum.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone brautinni á morgun á Mercedes bílnum. Nico Rosberg verður annar og Max Verstappen þriðji á Red Bull. 9. júlí 2016 13:04 Hamilton fljótastur á heimavelli og Raikkonen áfram hjá Ferrari Heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes liðsins var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Breski kappaksturinn fer fram á Silverstone brautinni um helgina, heimavelli Hamilton. 8. júlí 2016 22:30 Hamilton og Rosberg mega keppa en ekki klessa á hvorn annan Yfirmenn Mercedes liðsins í Formúlu 1 hafa komist að þeirri niðurstöðu að liðsskipunum verði ekki beitt en ökumenn skuli passa sig á að keyra ekki á hvorn annan. 8. júlí 2016 08:00 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone brautinni á morgun á Mercedes bílnum. Nico Rosberg verður annar og Max Verstappen þriðji á Red Bull. 9. júlí 2016 13:04
Hamilton fljótastur á heimavelli og Raikkonen áfram hjá Ferrari Heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes liðsins var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Breski kappaksturinn fer fram á Silverstone brautinni um helgina, heimavelli Hamilton. 8. júlí 2016 22:30
Hamilton og Rosberg mega keppa en ekki klessa á hvorn annan Yfirmenn Mercedes liðsins í Formúlu 1 hafa komist að þeirri niðurstöðu að liðsskipunum verði ekki beitt en ökumenn skuli passa sig á að keyra ekki á hvorn annan. 8. júlí 2016 08:00