Sumarpest fyllir Læknavaktina Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. júlí 2016 18:30 Óvenju annasamt hefur verið á Læknavaktinni í Kópavogi síðustu daga miðað við árstíma. Fleiri lækna hefur þurft á vakt og sjúklingarnir hafa verið hátt í tvöfalt fleiri en venja er. Sumartíminn er oftast rólegri á Læknavaktinni en vetrartíminn. Jafnan er minnst að gera frá lokum júní og fram í ágúst. Það sem af er þessum mánuði hafa hins vegar heimsóknir sjúklinga á Læknavaktina verið margar. „Í þessari viku hafa verið um og yfir 200 á dag,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson framkvæmdastjóri lækninga á Læknavaktinni. Hann segir þetta sérstaklega merkilegt þar sem veðrið hafi verið einstaklega gott en yfirleitt sé meira að gera þegar það rignir. „Þetta er mjög óvenjulegt miðað við byrjun júlí,“ segir Gunnlaugur. Yfirleitt á þessum árstíma hafi heimsóknirnar ekki verið nema 120 á dag. Gunnlaugur segir að jafnan á þessum tíma hafi verið nóg að hafa tvo eða þrjá lækna á vakt. Núna hafi þurft fjóra sem staðið hafi vaktina fram undir miðnætti. Hann segir ástæðuna pest sem sé að ganga. „Það er að ganga leiðindarkvefpest og hún er svolítið langvinn. Fólk er jafnvel með slappleika, hósta, hitavellu í eina, tvær, þrjár vikur og verður þreytt og leitt á þeim einkennum og kemur,“ segir Gunnlaugur og að frekar sjaldgæft sé að svona sumarpestir séu í gangi. Gunnlaugur segir það hafa færst í vöxt á síðustu árum að erlendir ferðamenn leiti á Læknavaktina en það skýri þó ekki aukninguna núna. „Við finnum fyrir verulegri aukningu koma bara eins og fjölgun ferðamanna á landinu hefur verið. Ég gæti trúað að ef maður horfir svona fimm ár aftur í tímann þá sé svona fimmföldun á fjölda þeirra sem að koma til okkar,“ segir Gunnlaugur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Óvenju annasamt hefur verið á Læknavaktinni í Kópavogi síðustu daga miðað við árstíma. Fleiri lækna hefur þurft á vakt og sjúklingarnir hafa verið hátt í tvöfalt fleiri en venja er. Sumartíminn er oftast rólegri á Læknavaktinni en vetrartíminn. Jafnan er minnst að gera frá lokum júní og fram í ágúst. Það sem af er þessum mánuði hafa hins vegar heimsóknir sjúklinga á Læknavaktina verið margar. „Í þessari viku hafa verið um og yfir 200 á dag,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson framkvæmdastjóri lækninga á Læknavaktinni. Hann segir þetta sérstaklega merkilegt þar sem veðrið hafi verið einstaklega gott en yfirleitt sé meira að gera þegar það rignir. „Þetta er mjög óvenjulegt miðað við byrjun júlí,“ segir Gunnlaugur. Yfirleitt á þessum árstíma hafi heimsóknirnar ekki verið nema 120 á dag. Gunnlaugur segir að jafnan á þessum tíma hafi verið nóg að hafa tvo eða þrjá lækna á vakt. Núna hafi þurft fjóra sem staðið hafi vaktina fram undir miðnætti. Hann segir ástæðuna pest sem sé að ganga. „Það er að ganga leiðindarkvefpest og hún er svolítið langvinn. Fólk er jafnvel með slappleika, hósta, hitavellu í eina, tvær, þrjár vikur og verður þreytt og leitt á þeim einkennum og kemur,“ segir Gunnlaugur og að frekar sjaldgæft sé að svona sumarpestir séu í gangi. Gunnlaugur segir það hafa færst í vöxt á síðustu árum að erlendir ferðamenn leiti á Læknavaktina en það skýri þó ekki aukninguna núna. „Við finnum fyrir verulegri aukningu koma bara eins og fjölgun ferðamanna á landinu hefur verið. Ég gæti trúað að ef maður horfir svona fimm ár aftur í tímann þá sé svona fimmföldun á fjölda þeirra sem að koma til okkar,“ segir Gunnlaugur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira