Bílskúrinn: Atgangurinn í Austurríki Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. júlí 2016 21:30 Lewis Hamilton var að vonum glaður með 25 stigin sem hann náði sér í. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes vann austurríska kapaksturinn um helgina. Keppnin var dramatísk svo ekki sé sterkar til orða tekið. Nico Rosberg hefði auðveldlega getað siglt keppninni heim með smá skynssemi. Hvað kom fyrir hjá Mercedes? Ef ekki hefði sprungið hjá Sebastian Vettel, hvað þá? Hverjum var um að kenna í árekstri Mercedes? Allt þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Alfeiðing árekstursins, Nico Rosberg með brotinn framvæng í fjórða sæti.Vísir/GettyMercedes áreksturinn, hvað gerðist? Nico Rosberg hafði leitt keppnina dágóða stund og á síðasta hring keppninnar lentu Mercedes ökumennirnir í samstuði. Framvængurinn brotnaði af bíl Rosberg, sem haltraði yfir línuna í fjórða sæti. Rosberg sagði eftir keppnina að hann hefði verið að glíma við bremsubilun sem leiddi til þess að Hamilton tókst að nálgast hann hraðar en ella. Hvort það er satt eða ósatt verður látið kyrrt liggja. Hamilton kom sér upp að hlið Rosberg á leið inn í beygjuna. Hamilton var á utanverðunni og Rosberg beygði í áttina að honum og tók svo beygjuna einhverjum metrum seinna en venjulega. Hamilton kennir Rosberg um og Rosberg kennir Hamilton um, sagan endalausa.Bilið var oft stutt á milli Rosberg og Hamilton. Stundum of stutt.Vísir/GettyMercedes áreksturinn, hverjum er um að kenna? Að mati blaðamanns er engum um að kenna. Rétt eins og í upphafi kappakstursins í Texas í fyrra þar sem Hamilton þröngvaði Rosberg út af brautinni í fyrstu beygju þegar ökumennirnir voru samsíða. Þá snertust ökumennirnir en engum var refsað fyrir það. Sömu sögu má segja frá því í Japan í fyrra, þá beygju tvö á fyrsta hring. Breytingin núna virðist einungis vera sú að Rosberg beit frá sér en ekki Hamilton. Það má ekki gleymast að Rosberg leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna. Baráttan mun líklega harðna því lengur sem hann leiðir en Hamilton er eflasut staðráðinn í að vinna breska kappaksturinn á Silverstone næstu helgi. Ofanrituðum þykir harkalegt að refsa Rosberg fyrir að ljúka keppninni á hættulegum bíl en framvængurinn var fastur undir bílnum nokkra metra. Enginn Formúlu 1 ökumaður hefði stoppað þarna í þessum aðstæðum, sérstaklega þar sem baráttan um heimsmeistarakeppnina varð skyndilega enn meira spennandi.Sebastian Vettel stendur uppúr Ferrari bílnum eftir að dekkið hvellsprakk.Vísir/GettyVettel hvellsprengdi, hvað ef ekki? Sebastian Vettel var á góðri leið með að vinna keppnina þegar hvellsprakk hjá honum. Enn og aftur er Ferrari að lenda í því að vinna ekki keppni. Honum hefði sennilega tekist að ljúka keppninni með því að taka eitt þjónustuhlé og hann hefði þá endað afar framarlega, sennilega fremstur. Ferrari hefur ekki enn unnið keppni í ár og stjarnan þeirra, Vettel hefur ekki náð að stinga hinn nánast aldraða, Kimi Raikkonen. Þeir eru nú jafnir að stigum eftir að Raikkonen náði í þriðja sæti um helgina. Ferrari er undir mikilli pressu heima fyrir, ítalskir blaðamenn láta með Ferrari svona næstum eins og breskir gera með landslið Englands. Finna því allt til foráttu.Pascal Wehrlein var undir radarnum og ók virkilega vel um helgina.Vísir/gettyPascal Wehrlein og stigið Ungstirnið sem varð meistari í DTM í fyrra læddist, aðeins undir radarinn. Hann náði í stig, stig sem er gríðarlega mikilvægt fyrir hann og ferilinn hans. Stigið er þó enn mikilvægara fyrir Manor liðið. Manor liðið sem áður hér Marussia hefur ekki náð í stig síðan Jules Bianchi heitinn náði í tvö stig fyrir liðið með níunda sætinu hans í Mónakó árið 2014. Sauber liðið er núna eina stigalausa liðið. Haldist staðan svona út tímabilið fær Manor umtalsvert meira verðlaunafé en Sauber, bara fyrir það að ná einu stig. Wehrlein er á mála hjá Mercedes, hann er á láni hjá Manor, gegn því að veita honum sæti fær Mnaor afslátt af Mercedes vélum. Það er eiginlega bara tímaspursmál hvenær Wehrlein fær sæti hjá Mercedes. Kannski verður honum skipt inn fyrir annan núverandi ökumanna til að minnka spennuna. Það er þó ólíklegt eins og staðan er núna.Max Verstappen í ekta austurrískum „lederhosen“ yfir keppnisgallan. Raunar er þetta bara mynd af lederhosen á gallanum.Vísir/GettyÖkumaður dagsins Max Verstappen, ökumaður Red Bull hlýtur heiðurinn að vera útnefndur ökumaður dagsins í austurríska kappakstrinum. Ástæðan er einföld, hann ræsti áttundi en endaði annar. Verstappen sýndi frábær tilþrif á brautinni. Honum tókst að taka fram úr á furðulegustu stöðum og endaði ofar er liðsfélagi sinn, Daniel Ricciardo. Verstappen er núna einungis 16 stigum á eftir Ricciardo en Verstappen hefur einungis ekið fimm keppnir í sama bíl. Þar áður ók Verstappen Toro Rosso bílnum sem Daniil Kvyat ekur nú. Formúla Tengdar fréttir Rosberg: Ég er miður mín, ég átti að vinna þessa keppni Lewis Hamilton kom fyrstur í mark á Mercedes bílum í Austurríki eftir dramatískan lokahring. Hver sagði hvað eftir keppnina? 3. júlí 2016 14:32 Lewis Hamilton á ráspól í Austurríki Lewis Hamilton var fljótastur á Mercedes í tímatökunni fyrir austurríska kappaksturinn. Annar varð Nico Rosberg og Nico Hulkenberg varð þriðji á Force India. 2. júlí 2016 12:56 Hulkenberg: Þegar ég heyrði að ég væri þriðji varð ég ekki vonsvikinn Lewis Hamilton verður á ráspól á morgun í Austurríki. Hann náði sínum fimmta ráspól á tímabilinu í dag. Tímatakan var full af spennu enda fór að rigna á milli annarrar og þriðju lotu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 2. júlí 2016 16:45 Lewis Hamilton vann í Austurríki Lewis Hamilton kom fyrstur í mark eftir dramatískan lokahring. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari. 3. júlí 2016 13:35 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes vann austurríska kapaksturinn um helgina. Keppnin var dramatísk svo ekki sé sterkar til orða tekið. Nico Rosberg hefði auðveldlega getað siglt keppninni heim með smá skynssemi. Hvað kom fyrir hjá Mercedes? Ef ekki hefði sprungið hjá Sebastian Vettel, hvað þá? Hverjum var um að kenna í árekstri Mercedes? Allt þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Alfeiðing árekstursins, Nico Rosberg með brotinn framvæng í fjórða sæti.Vísir/GettyMercedes áreksturinn, hvað gerðist? Nico Rosberg hafði leitt keppnina dágóða stund og á síðasta hring keppninnar lentu Mercedes ökumennirnir í samstuði. Framvængurinn brotnaði af bíl Rosberg, sem haltraði yfir línuna í fjórða sæti. Rosberg sagði eftir keppnina að hann hefði verið að glíma við bremsubilun sem leiddi til þess að Hamilton tókst að nálgast hann hraðar en ella. Hvort það er satt eða ósatt verður látið kyrrt liggja. Hamilton kom sér upp að hlið Rosberg á leið inn í beygjuna. Hamilton var á utanverðunni og Rosberg beygði í áttina að honum og tók svo beygjuna einhverjum metrum seinna en venjulega. Hamilton kennir Rosberg um og Rosberg kennir Hamilton um, sagan endalausa.Bilið var oft stutt á milli Rosberg og Hamilton. Stundum of stutt.Vísir/GettyMercedes áreksturinn, hverjum er um að kenna? Að mati blaðamanns er engum um að kenna. Rétt eins og í upphafi kappakstursins í Texas í fyrra þar sem Hamilton þröngvaði Rosberg út af brautinni í fyrstu beygju þegar ökumennirnir voru samsíða. Þá snertust ökumennirnir en engum var refsað fyrir það. Sömu sögu má segja frá því í Japan í fyrra, þá beygju tvö á fyrsta hring. Breytingin núna virðist einungis vera sú að Rosberg beit frá sér en ekki Hamilton. Það má ekki gleymast að Rosberg leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna. Baráttan mun líklega harðna því lengur sem hann leiðir en Hamilton er eflasut staðráðinn í að vinna breska kappaksturinn á Silverstone næstu helgi. Ofanrituðum þykir harkalegt að refsa Rosberg fyrir að ljúka keppninni á hættulegum bíl en framvængurinn var fastur undir bílnum nokkra metra. Enginn Formúlu 1 ökumaður hefði stoppað þarna í þessum aðstæðum, sérstaklega þar sem baráttan um heimsmeistarakeppnina varð skyndilega enn meira spennandi.Sebastian Vettel stendur uppúr Ferrari bílnum eftir að dekkið hvellsprakk.Vísir/GettyVettel hvellsprengdi, hvað ef ekki? Sebastian Vettel var á góðri leið með að vinna keppnina þegar hvellsprakk hjá honum. Enn og aftur er Ferrari að lenda í því að vinna ekki keppni. Honum hefði sennilega tekist að ljúka keppninni með því að taka eitt þjónustuhlé og hann hefði þá endað afar framarlega, sennilega fremstur. Ferrari hefur ekki enn unnið keppni í ár og stjarnan þeirra, Vettel hefur ekki náð að stinga hinn nánast aldraða, Kimi Raikkonen. Þeir eru nú jafnir að stigum eftir að Raikkonen náði í þriðja sæti um helgina. Ferrari er undir mikilli pressu heima fyrir, ítalskir blaðamenn láta með Ferrari svona næstum eins og breskir gera með landslið Englands. Finna því allt til foráttu.Pascal Wehrlein var undir radarnum og ók virkilega vel um helgina.Vísir/gettyPascal Wehrlein og stigið Ungstirnið sem varð meistari í DTM í fyrra læddist, aðeins undir radarinn. Hann náði í stig, stig sem er gríðarlega mikilvægt fyrir hann og ferilinn hans. Stigið er þó enn mikilvægara fyrir Manor liðið. Manor liðið sem áður hér Marussia hefur ekki náð í stig síðan Jules Bianchi heitinn náði í tvö stig fyrir liðið með níunda sætinu hans í Mónakó árið 2014. Sauber liðið er núna eina stigalausa liðið. Haldist staðan svona út tímabilið fær Manor umtalsvert meira verðlaunafé en Sauber, bara fyrir það að ná einu stig. Wehrlein er á mála hjá Mercedes, hann er á láni hjá Manor, gegn því að veita honum sæti fær Mnaor afslátt af Mercedes vélum. Það er eiginlega bara tímaspursmál hvenær Wehrlein fær sæti hjá Mercedes. Kannski verður honum skipt inn fyrir annan núverandi ökumanna til að minnka spennuna. Það er þó ólíklegt eins og staðan er núna.Max Verstappen í ekta austurrískum „lederhosen“ yfir keppnisgallan. Raunar er þetta bara mynd af lederhosen á gallanum.Vísir/GettyÖkumaður dagsins Max Verstappen, ökumaður Red Bull hlýtur heiðurinn að vera útnefndur ökumaður dagsins í austurríska kappakstrinum. Ástæðan er einföld, hann ræsti áttundi en endaði annar. Verstappen sýndi frábær tilþrif á brautinni. Honum tókst að taka fram úr á furðulegustu stöðum og endaði ofar er liðsfélagi sinn, Daniel Ricciardo. Verstappen er núna einungis 16 stigum á eftir Ricciardo en Verstappen hefur einungis ekið fimm keppnir í sama bíl. Þar áður ók Verstappen Toro Rosso bílnum sem Daniil Kvyat ekur nú.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg: Ég er miður mín, ég átti að vinna þessa keppni Lewis Hamilton kom fyrstur í mark á Mercedes bílum í Austurríki eftir dramatískan lokahring. Hver sagði hvað eftir keppnina? 3. júlí 2016 14:32 Lewis Hamilton á ráspól í Austurríki Lewis Hamilton var fljótastur á Mercedes í tímatökunni fyrir austurríska kappaksturinn. Annar varð Nico Rosberg og Nico Hulkenberg varð þriðji á Force India. 2. júlí 2016 12:56 Hulkenberg: Þegar ég heyrði að ég væri þriðji varð ég ekki vonsvikinn Lewis Hamilton verður á ráspól á morgun í Austurríki. Hann náði sínum fimmta ráspól á tímabilinu í dag. Tímatakan var full af spennu enda fór að rigna á milli annarrar og þriðju lotu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 2. júlí 2016 16:45 Lewis Hamilton vann í Austurríki Lewis Hamilton kom fyrstur í mark eftir dramatískan lokahring. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari. 3. júlí 2016 13:35 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Rosberg: Ég er miður mín, ég átti að vinna þessa keppni Lewis Hamilton kom fyrstur í mark á Mercedes bílum í Austurríki eftir dramatískan lokahring. Hver sagði hvað eftir keppnina? 3. júlí 2016 14:32
Lewis Hamilton á ráspól í Austurríki Lewis Hamilton var fljótastur á Mercedes í tímatökunni fyrir austurríska kappaksturinn. Annar varð Nico Rosberg og Nico Hulkenberg varð þriðji á Force India. 2. júlí 2016 12:56
Hulkenberg: Þegar ég heyrði að ég væri þriðji varð ég ekki vonsvikinn Lewis Hamilton verður á ráspól á morgun í Austurríki. Hann náði sínum fimmta ráspól á tímabilinu í dag. Tímatakan var full af spennu enda fór að rigna á milli annarrar og þriðju lotu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 2. júlí 2016 16:45
Lewis Hamilton vann í Austurríki Lewis Hamilton kom fyrstur í mark eftir dramatískan lokahring. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari. 3. júlí 2016 13:35