Götutískan í París er engri lík Ritstjórn skrifar 6. júlí 2016 12:00 Hátískuvikan í París fer nú að líða undir lok en götutískan er ekkert síðri heldur en tískusýningarnar sjálfar. Myndir/Getty Hátískuvikan í París fer nú brátt að líða undir lok. Tískusýningarnar hafa flest allar fengið mikið lof hjá fjölmiðlum vestanhafs enda ekki við neinu öðru að búast. Það sem liggur einnig í augum uppi er að götutískan í ár hefur verið hreint út sagt ómótstæðilegt. Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta frá götutískunni í París þetta sumarið en það er gaman að fá innblástur fyrir skemmtilegum sumar dressum hjá fremstu bloggurum og stílistum heims. Þetta dress Bellu Hadid hefur vakið mikla athygli. 90's draumur þar sem magabolurinn og klippti gallajakkinn er í aðalhlutverki.Carine Roitfeld, fyrrverandi ritstjóri franska Vogue, var glæsileg í leðurvesti við klassískt dress.Bloggarinn Chiarra Ferragni var klædd í skemmtilegan topp með speglasólgleraugu og þröngar buxur.Bloggarinn Aimee Song vekur athygli hvert sem hún fer og París var engin undantekning. Leðirpilsið með blúndunni er ómótstæðilegt.Giovanna Battaglio var elegant í hvítum síðum kjól og stór ferköntuð sólgleraugu.Þessi einstaklega skemmtilegi blái kjóll vakti athygli á tískuvikunni í ár.Drottning götutískunnar, Olivia Palermo, olli ekki vonbrigðum. Þarna leikur hún sér með munstur og renndur eins og það sé leikur einn. Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour #virðing Glamour Sama forsíða hjá Vogue og W Magazine Glamour Ekki örvænta þó það sé grátt úti Glamour Nýr ilmur frá Chanel frumsýndur í París Glamour Louis Vuitton 195 ára í dag Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Olíubornir leggir eða hvít málning? Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour
Hátískuvikan í París fer nú brátt að líða undir lok. Tískusýningarnar hafa flest allar fengið mikið lof hjá fjölmiðlum vestanhafs enda ekki við neinu öðru að búast. Það sem liggur einnig í augum uppi er að götutískan í ár hefur verið hreint út sagt ómótstæðilegt. Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta frá götutískunni í París þetta sumarið en það er gaman að fá innblástur fyrir skemmtilegum sumar dressum hjá fremstu bloggurum og stílistum heims. Þetta dress Bellu Hadid hefur vakið mikla athygli. 90's draumur þar sem magabolurinn og klippti gallajakkinn er í aðalhlutverki.Carine Roitfeld, fyrrverandi ritstjóri franska Vogue, var glæsileg í leðurvesti við klassískt dress.Bloggarinn Chiarra Ferragni var klædd í skemmtilegan topp með speglasólgleraugu og þröngar buxur.Bloggarinn Aimee Song vekur athygli hvert sem hún fer og París var engin undantekning. Leðirpilsið með blúndunni er ómótstæðilegt.Giovanna Battaglio var elegant í hvítum síðum kjól og stór ferköntuð sólgleraugu.Þessi einstaklega skemmtilegi blái kjóll vakti athygli á tískuvikunni í ár.Drottning götutískunnar, Olivia Palermo, olli ekki vonbrigðum. Þarna leikur hún sér með munstur og renndur eins og það sé leikur einn.
Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour #virðing Glamour Sama forsíða hjá Vogue og W Magazine Glamour Ekki örvænta þó það sé grátt úti Glamour Nýr ilmur frá Chanel frumsýndur í París Glamour Louis Vuitton 195 ára í dag Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Olíubornir leggir eða hvít málning? Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour