Forseti ASÍ býst við bylgju leiðréttinga Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. júlí 2016 06:00 Frá mótmælum þegar kjaradeilur stóðu hvað hæst á síðasta ári. BSRB sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem nýjustu hækkunum kjararáðs á launum skjólstæðinga þess er harðlega mótmælt. vísir/anton brink Verði nýjustu hækkanir kjararáðs á launum embættismanna og þjóðkjörinna einstaklinga ekki dregnar til baka er það ávísun á kröfu um leiðréttingar frá öðrum hópum. Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins. Gylfi bendir í Facebook-færslu í gærmorgun á að ákvörðun kjararáðs komi um viku eftir lög Alþingis á flugumferðarstjóra sem hafi verið með væntingar um „leiðréttingu“ sinna kjara.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ„Ef Alþingi verður ekki kallað saman nú þegar þar sem forsætisráðherra setur fram frumvarp sem afturkalli þessa vitleysu er alveg ljóst að kjaradómur hefur kallað yfir okkur nýja bylgju leiðréttinga einstakra hópa!“ segir Gylfi á Facebook. „Það verður ekki þannig að þeir tekjuhæstu í þessu samfélagi fái einhverja sérstaka meðferð. Við ætlumst til þess að þessir aðilar deili kjörum með almenningi í þessu landi. Ef ekki þá munum við deila kjörum með þeim.“ Gylfi segir líklegt að fleiri ákvarðana sé að vænta frá kjararáði, enda laun ráðuneytisstjóra orðin allnokkru hærri en laun ráðherra. Sérstök breyting kjararáðs á kjörum ráðuneytisstjóra tekur gildi um næstu mánaðamót. Þá hækka laun þeirra um 22,3 til 23,3 prósent til viðbótar við hækkunina sem allir sem undir kjararáð heyra fengu um síðustu mánaðamót, en um 31 til 32 prósent sé miðað við laun þeirra fyrir þann tíma. „Þessi úrskurður kemur í kjölfar ákvörðunar þessa sama ráðs varðandi dómara í desember síðastliðnum, en þeir hafa verið færðir nærri tveimur milljónum króna á mánuði.“ Gylfi segist þá hafa bent á að svona ákvarðana kynni að vera að vænta á komandi mánuðum. Búast megi við fyrir 1. ágúst að laun forseta Íslands verði hækkuð og verði gengið til kosninga í haust muni þingmenn og ráðherrar fá svipaða „leiðréttingu“ launa.„Þetta er frábært framlag Kjararáðs til þess vandasama verkefnis sem aðilar vinnumarkaðar hafa verið að vinna að undanfarna mánuði að bæði móta og vinna að því að ná samstöðu um nýtt samningamódel.“ Kjararáð ætli greinilega að „leiðrétta aðalinn“ áður en þessi aðferðafræði við gerð kjarasamninga verði að veruleika. Í greinargerð kjararáðs með ákvörðun um launahækkun ráðuneytisstjóra er vísað til upplýsinga frá ráðuneytunum um að skipulag þeirra hafi breyst og þau séu stærri og öflugri en áður með flóknari verkefni. Mat ráðuneytisstjóranna sé að laun þeirra eigi að vera sambærileg launum hæstaréttardómara. Samkvæmt niðurstöðunni eru laun ráðuneytisstjóra rétt undir launum hæstaréttardómara, sem eru nú rúmlega 1,8 milljónir króna á mánuði. Launahækkanir kjararáðs hafa víða sætt gagnrýni. Í tilkynningu BSRB er ákvörðun kjararáðs um að hækka laun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra „langt umfram almennt launafólk“ til dæmis gagnrýnd harðlega. „Í rökstuðningi kjararáðs er talað um að verið sé að leiðrétta laun vegna aukins álags, en sömu rök má nota fyrir aðra stærri hópa sem einnig búa við aukið álag.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/Anton BrinkRáðherra vill breytingar Bjarni Benediktsson sagði á fundi Samtaka iðnaðarins í gærmorgun að breyta þyrfti starfsemi kjararáðs. Þannig vill hann að þeim sem undir kjararáð heyri fækki um nokkur hundruð þannig að eftir sæti einungis þröngur hópur, til dæmis ráðherrar og þingmenn. – jhh Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Launin hækka um 9,3 prósent og er hækkunin afturvirk til 1. mars 2015. 19. nóvember 2015 18:30 Yfirvinnutaxti embættismanna hækkar um 14,3 prósent Auk þess að hækka laun Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, um 24,6 prósent með sérstakri ákvörðun hefur kjararáð breytt viðmiðum yfirvinnugreiðslna. Við breytinguna hækka heildarmánaðarlaun annarra embættismanna sem undir ráðið heyra um nálægt þremur til rúmra sex prósenta. 31. desember 2015 07:00 Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08 Ráðherrar fá 100 þúsund króna hækkun "Það er mikið óréttlæti fólgið í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um 9,3 prósent launahækkun þeirra sem heyra undir kjararáð. 20. nóvember 2015 07:00 BSRB mótmælir ákvörðun kjararáðs harðlega BSRB mótmælir þeirri ákvörðun kjararáðs frá 16. júní um að hækka laun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra í ráðuneytum. 1. júlí 2016 15:33 Alþingi kjararáð aldraðra og öryrkja Aldraðir og öryrkjar ættu að fá afturvirkar kjarabætur, líkt og kjararáð hefur úthlutað kjörnum fulltrúum, dómurum og forstöðumönnum ríkisstofnana. 25. nóvember 2015 07:00 Hækkunin sú mesta síðan kjararáði var komið á fót Kjararáð tók við af Kjaradómi árið 2006 en samkvæmt úrskurði þess hækka laun ýmissa embættismanna um 9,3 prósent. Hækkunin er afturvirk frá 1. mars þessa árs. 19. nóvember 2015 22:30 Laun forstjóra leiðrétt afturvirkt Mánaðarlaun Arnórs Guðmundssonar, forstjóra Menntamálastofnunar, nema alls 1.125.701 krónu, samkvæmt ákvörðun Kjararáðs í mánuðinum. Ákvörðunin er afturvirk og gildir frá 1. október í fyrra. 28. maí 2016 07:00 "Jöfn skipti á þjóðarkökunni er forsenda sáttar í samfélaginu til lengri tíma“ Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs og krefst þess að stjórnvöld setji á hátekjuskatta til að stemma stigu við ofurlaununum. 10. janúar 2016 09:47 Embættismenn fá 7,15 prósent hækkun Laun forsætisráðherra hækka um tæpar 109 þúsund krónur á mánuði en laun ráðuneytisstjóra hans eru þó orðin hærri eða ríflega 1,8 milljónir. Kjararáð lítur til ákvæðis í gerðardómi um laun félaga í BHM í ágúst í fyrra. 1. júlí 2016 05:00 Bjarni um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“ "Það þarf að henda þessu kerfi, það er bara ónýtt,“ sagði Bjarni Benediktsson sem vill endurskoða lög um kjararáð. 16. september 2015 11:09 Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Störf dómara eiga sér ekki hliðstæðu á almennum vinnumarkaði. Tryggja verður sjálfstæði þeirra segir kjararáð. Kjör dómara eigi ávallt að vera meðal hinna bestu sem ríkisvaldið geti veitt. Hæstaréttardómarar hækka um 48 prósent 31. desember 2015 07:00 Fyrrverandi dómarar fá 26 prósent hækkun á eftirlaunum Kjararáð hækkaði heildarlaun dómara sérstaklega umfram aðra í desember með vísan í aukið álag og nauðsyn þess að efla trúverðugleika dómstóla. Vegna þessa hækka eftirlaun 29 fyrrverandi dómara eða maka þeirra um 26 prósent. 2. febrúar 2016 07:00 Framsýn: Kjararáð ákvarði laun aldraðra, öryrkja og atvinnuleitenda Stéttarfélagið hefur ályktað um kjör minnihlutahópa í þjóðfélaginu. 26. nóvember 2015 23:17 Álagsgreiðslurnar voru orðnar hluti launanna Ekki gefur rétta mynd af sérstakri endurskoðun kjararáðs á launum dómara í lok desember að horfa til launa þeirra fyrir breytingu án þess að taka tillit til álagsgreiðslna sem upphaflega áttu að vera tímabundnar. 7. janúar 2016 07:00 Kjararáð hækkar laun æðstu embættismanna ríkisins Hækkanir kjararáðs á launum æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa endurspegla hvernig árangur BHM í að fá menntun metna til launa hefur "smurst“ yfir á aðrar stéttir, að mati formanns BHM. 1. júlí 2016 09:23 Eftirlaun dómara hækkuðu alls um 38 prósent í fyrra Eftirlaun dómara hækkuðu um alls 38 prósent í fyrra með tveimur ákvörðunum kjararáðs. Meðalhækkun eftirlauna hjá ríkinu var 11,8 prósent . Sanngjörn og eðlileg hækkun, segir formaður Dómarafélagsins. 5. febrúar 2016 07:00 Forstjóri Landsvirkjunar launahæstur Gögn kjararáðs og Alþingis sýna að launagreiðslur til þingmanna og ráðherra fara í tæpar 713 milljónir króna á ári eftir ákvörðun um 9,3 prósenta hækkun. Þingmenn fá aukagreiðslur vegna nefndaforystu og búsetu. 26. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Verði nýjustu hækkanir kjararáðs á launum embættismanna og þjóðkjörinna einstaklinga ekki dregnar til baka er það ávísun á kröfu um leiðréttingar frá öðrum hópum. Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins. Gylfi bendir í Facebook-færslu í gærmorgun á að ákvörðun kjararáðs komi um viku eftir lög Alþingis á flugumferðarstjóra sem hafi verið með væntingar um „leiðréttingu“ sinna kjara.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ„Ef Alþingi verður ekki kallað saman nú þegar þar sem forsætisráðherra setur fram frumvarp sem afturkalli þessa vitleysu er alveg ljóst að kjaradómur hefur kallað yfir okkur nýja bylgju leiðréttinga einstakra hópa!“ segir Gylfi á Facebook. „Það verður ekki þannig að þeir tekjuhæstu í þessu samfélagi fái einhverja sérstaka meðferð. Við ætlumst til þess að þessir aðilar deili kjörum með almenningi í þessu landi. Ef ekki þá munum við deila kjörum með þeim.“ Gylfi segir líklegt að fleiri ákvarðana sé að vænta frá kjararáði, enda laun ráðuneytisstjóra orðin allnokkru hærri en laun ráðherra. Sérstök breyting kjararáðs á kjörum ráðuneytisstjóra tekur gildi um næstu mánaðamót. Þá hækka laun þeirra um 22,3 til 23,3 prósent til viðbótar við hækkunina sem allir sem undir kjararáð heyra fengu um síðustu mánaðamót, en um 31 til 32 prósent sé miðað við laun þeirra fyrir þann tíma. „Þessi úrskurður kemur í kjölfar ákvörðunar þessa sama ráðs varðandi dómara í desember síðastliðnum, en þeir hafa verið færðir nærri tveimur milljónum króna á mánuði.“ Gylfi segist þá hafa bent á að svona ákvarðana kynni að vera að vænta á komandi mánuðum. Búast megi við fyrir 1. ágúst að laun forseta Íslands verði hækkuð og verði gengið til kosninga í haust muni þingmenn og ráðherrar fá svipaða „leiðréttingu“ launa.„Þetta er frábært framlag Kjararáðs til þess vandasama verkefnis sem aðilar vinnumarkaðar hafa verið að vinna að undanfarna mánuði að bæði móta og vinna að því að ná samstöðu um nýtt samningamódel.“ Kjararáð ætli greinilega að „leiðrétta aðalinn“ áður en þessi aðferðafræði við gerð kjarasamninga verði að veruleika. Í greinargerð kjararáðs með ákvörðun um launahækkun ráðuneytisstjóra er vísað til upplýsinga frá ráðuneytunum um að skipulag þeirra hafi breyst og þau séu stærri og öflugri en áður með flóknari verkefni. Mat ráðuneytisstjóranna sé að laun þeirra eigi að vera sambærileg launum hæstaréttardómara. Samkvæmt niðurstöðunni eru laun ráðuneytisstjóra rétt undir launum hæstaréttardómara, sem eru nú rúmlega 1,8 milljónir króna á mánuði. Launahækkanir kjararáðs hafa víða sætt gagnrýni. Í tilkynningu BSRB er ákvörðun kjararáðs um að hækka laun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra „langt umfram almennt launafólk“ til dæmis gagnrýnd harðlega. „Í rökstuðningi kjararáðs er talað um að verið sé að leiðrétta laun vegna aukins álags, en sömu rök má nota fyrir aðra stærri hópa sem einnig búa við aukið álag.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/Anton BrinkRáðherra vill breytingar Bjarni Benediktsson sagði á fundi Samtaka iðnaðarins í gærmorgun að breyta þyrfti starfsemi kjararáðs. Þannig vill hann að þeim sem undir kjararáð heyri fækki um nokkur hundruð þannig að eftir sæti einungis þröngur hópur, til dæmis ráðherrar og þingmenn. – jhh
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Launin hækka um 9,3 prósent og er hækkunin afturvirk til 1. mars 2015. 19. nóvember 2015 18:30 Yfirvinnutaxti embættismanna hækkar um 14,3 prósent Auk þess að hækka laun Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, um 24,6 prósent með sérstakri ákvörðun hefur kjararáð breytt viðmiðum yfirvinnugreiðslna. Við breytinguna hækka heildarmánaðarlaun annarra embættismanna sem undir ráðið heyra um nálægt þremur til rúmra sex prósenta. 31. desember 2015 07:00 Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08 Ráðherrar fá 100 þúsund króna hækkun "Það er mikið óréttlæti fólgið í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um 9,3 prósent launahækkun þeirra sem heyra undir kjararáð. 20. nóvember 2015 07:00 BSRB mótmælir ákvörðun kjararáðs harðlega BSRB mótmælir þeirri ákvörðun kjararáðs frá 16. júní um að hækka laun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra í ráðuneytum. 1. júlí 2016 15:33 Alþingi kjararáð aldraðra og öryrkja Aldraðir og öryrkjar ættu að fá afturvirkar kjarabætur, líkt og kjararáð hefur úthlutað kjörnum fulltrúum, dómurum og forstöðumönnum ríkisstofnana. 25. nóvember 2015 07:00 Hækkunin sú mesta síðan kjararáði var komið á fót Kjararáð tók við af Kjaradómi árið 2006 en samkvæmt úrskurði þess hækka laun ýmissa embættismanna um 9,3 prósent. Hækkunin er afturvirk frá 1. mars þessa árs. 19. nóvember 2015 22:30 Laun forstjóra leiðrétt afturvirkt Mánaðarlaun Arnórs Guðmundssonar, forstjóra Menntamálastofnunar, nema alls 1.125.701 krónu, samkvæmt ákvörðun Kjararáðs í mánuðinum. Ákvörðunin er afturvirk og gildir frá 1. október í fyrra. 28. maí 2016 07:00 "Jöfn skipti á þjóðarkökunni er forsenda sáttar í samfélaginu til lengri tíma“ Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs og krefst þess að stjórnvöld setji á hátekjuskatta til að stemma stigu við ofurlaununum. 10. janúar 2016 09:47 Embættismenn fá 7,15 prósent hækkun Laun forsætisráðherra hækka um tæpar 109 þúsund krónur á mánuði en laun ráðuneytisstjóra hans eru þó orðin hærri eða ríflega 1,8 milljónir. Kjararáð lítur til ákvæðis í gerðardómi um laun félaga í BHM í ágúst í fyrra. 1. júlí 2016 05:00 Bjarni um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“ "Það þarf að henda þessu kerfi, það er bara ónýtt,“ sagði Bjarni Benediktsson sem vill endurskoða lög um kjararáð. 16. september 2015 11:09 Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Störf dómara eiga sér ekki hliðstæðu á almennum vinnumarkaði. Tryggja verður sjálfstæði þeirra segir kjararáð. Kjör dómara eigi ávallt að vera meðal hinna bestu sem ríkisvaldið geti veitt. Hæstaréttardómarar hækka um 48 prósent 31. desember 2015 07:00 Fyrrverandi dómarar fá 26 prósent hækkun á eftirlaunum Kjararáð hækkaði heildarlaun dómara sérstaklega umfram aðra í desember með vísan í aukið álag og nauðsyn þess að efla trúverðugleika dómstóla. Vegna þessa hækka eftirlaun 29 fyrrverandi dómara eða maka þeirra um 26 prósent. 2. febrúar 2016 07:00 Framsýn: Kjararáð ákvarði laun aldraðra, öryrkja og atvinnuleitenda Stéttarfélagið hefur ályktað um kjör minnihlutahópa í þjóðfélaginu. 26. nóvember 2015 23:17 Álagsgreiðslurnar voru orðnar hluti launanna Ekki gefur rétta mynd af sérstakri endurskoðun kjararáðs á launum dómara í lok desember að horfa til launa þeirra fyrir breytingu án þess að taka tillit til álagsgreiðslna sem upphaflega áttu að vera tímabundnar. 7. janúar 2016 07:00 Kjararáð hækkar laun æðstu embættismanna ríkisins Hækkanir kjararáðs á launum æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa endurspegla hvernig árangur BHM í að fá menntun metna til launa hefur "smurst“ yfir á aðrar stéttir, að mati formanns BHM. 1. júlí 2016 09:23 Eftirlaun dómara hækkuðu alls um 38 prósent í fyrra Eftirlaun dómara hækkuðu um alls 38 prósent í fyrra með tveimur ákvörðunum kjararáðs. Meðalhækkun eftirlauna hjá ríkinu var 11,8 prósent . Sanngjörn og eðlileg hækkun, segir formaður Dómarafélagsins. 5. febrúar 2016 07:00 Forstjóri Landsvirkjunar launahæstur Gögn kjararáðs og Alþingis sýna að launagreiðslur til þingmanna og ráðherra fara í tæpar 713 milljónir króna á ári eftir ákvörðun um 9,3 prósenta hækkun. Þingmenn fá aukagreiðslur vegna nefndaforystu og búsetu. 26. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Launin hækka um 9,3 prósent og er hækkunin afturvirk til 1. mars 2015. 19. nóvember 2015 18:30
Yfirvinnutaxti embættismanna hækkar um 14,3 prósent Auk þess að hækka laun Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, um 24,6 prósent með sérstakri ákvörðun hefur kjararáð breytt viðmiðum yfirvinnugreiðslna. Við breytinguna hækka heildarmánaðarlaun annarra embættismanna sem undir ráðið heyra um nálægt þremur til rúmra sex prósenta. 31. desember 2015 07:00
Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08
Ráðherrar fá 100 þúsund króna hækkun "Það er mikið óréttlæti fólgið í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um 9,3 prósent launahækkun þeirra sem heyra undir kjararáð. 20. nóvember 2015 07:00
BSRB mótmælir ákvörðun kjararáðs harðlega BSRB mótmælir þeirri ákvörðun kjararáðs frá 16. júní um að hækka laun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra í ráðuneytum. 1. júlí 2016 15:33
Alþingi kjararáð aldraðra og öryrkja Aldraðir og öryrkjar ættu að fá afturvirkar kjarabætur, líkt og kjararáð hefur úthlutað kjörnum fulltrúum, dómurum og forstöðumönnum ríkisstofnana. 25. nóvember 2015 07:00
Hækkunin sú mesta síðan kjararáði var komið á fót Kjararáð tók við af Kjaradómi árið 2006 en samkvæmt úrskurði þess hækka laun ýmissa embættismanna um 9,3 prósent. Hækkunin er afturvirk frá 1. mars þessa árs. 19. nóvember 2015 22:30
Laun forstjóra leiðrétt afturvirkt Mánaðarlaun Arnórs Guðmundssonar, forstjóra Menntamálastofnunar, nema alls 1.125.701 krónu, samkvæmt ákvörðun Kjararáðs í mánuðinum. Ákvörðunin er afturvirk og gildir frá 1. október í fyrra. 28. maí 2016 07:00
"Jöfn skipti á þjóðarkökunni er forsenda sáttar í samfélaginu til lengri tíma“ Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs og krefst þess að stjórnvöld setji á hátekjuskatta til að stemma stigu við ofurlaununum. 10. janúar 2016 09:47
Embættismenn fá 7,15 prósent hækkun Laun forsætisráðherra hækka um tæpar 109 þúsund krónur á mánuði en laun ráðuneytisstjóra hans eru þó orðin hærri eða ríflega 1,8 milljónir. Kjararáð lítur til ákvæðis í gerðardómi um laun félaga í BHM í ágúst í fyrra. 1. júlí 2016 05:00
Bjarni um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“ "Það þarf að henda þessu kerfi, það er bara ónýtt,“ sagði Bjarni Benediktsson sem vill endurskoða lög um kjararáð. 16. september 2015 11:09
Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Störf dómara eiga sér ekki hliðstæðu á almennum vinnumarkaði. Tryggja verður sjálfstæði þeirra segir kjararáð. Kjör dómara eigi ávallt að vera meðal hinna bestu sem ríkisvaldið geti veitt. Hæstaréttardómarar hækka um 48 prósent 31. desember 2015 07:00
Fyrrverandi dómarar fá 26 prósent hækkun á eftirlaunum Kjararáð hækkaði heildarlaun dómara sérstaklega umfram aðra í desember með vísan í aukið álag og nauðsyn þess að efla trúverðugleika dómstóla. Vegna þessa hækka eftirlaun 29 fyrrverandi dómara eða maka þeirra um 26 prósent. 2. febrúar 2016 07:00
Framsýn: Kjararáð ákvarði laun aldraðra, öryrkja og atvinnuleitenda Stéttarfélagið hefur ályktað um kjör minnihlutahópa í þjóðfélaginu. 26. nóvember 2015 23:17
Álagsgreiðslurnar voru orðnar hluti launanna Ekki gefur rétta mynd af sérstakri endurskoðun kjararáðs á launum dómara í lok desember að horfa til launa þeirra fyrir breytingu án þess að taka tillit til álagsgreiðslna sem upphaflega áttu að vera tímabundnar. 7. janúar 2016 07:00
Kjararáð hækkar laun æðstu embættismanna ríkisins Hækkanir kjararáðs á launum æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa endurspegla hvernig árangur BHM í að fá menntun metna til launa hefur "smurst“ yfir á aðrar stéttir, að mati formanns BHM. 1. júlí 2016 09:23
Eftirlaun dómara hækkuðu alls um 38 prósent í fyrra Eftirlaun dómara hækkuðu um alls 38 prósent í fyrra með tveimur ákvörðunum kjararáðs. Meðalhækkun eftirlauna hjá ríkinu var 11,8 prósent . Sanngjörn og eðlileg hækkun, segir formaður Dómarafélagsins. 5. febrúar 2016 07:00
Forstjóri Landsvirkjunar launahæstur Gögn kjararáðs og Alþingis sýna að launagreiðslur til þingmanna og ráðherra fara í tæpar 713 milljónir króna á ári eftir ákvörðun um 9,3 prósenta hækkun. Þingmenn fá aukagreiðslur vegna nefndaforystu og búsetu. 26. nóvember 2015 07:00