Kynferðisbrotin í kastljósinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 2. júlí 2016 07:00 Sakamálin eru í aðalhlutverki fjölmiðlanna nánast á degi hverjum. Flestar fréttirnar tengjast sakfellingum, sýknudómum og rannsókn lögreglu á einstökum málum. Af sakamálum eru kynferðisbrotamálin oftast í kastljósinu þó að dómsmál vegna efnahagsbrotamála hafi auðvitað verið mjög til umfjöllunar undanfarin ár. Þegar borin er saman umgjörð dómsmála vegna efnahagsbrota og kynferðisbrota felst munurinn í því að almenningur hefur getað fylgst með skýrslutökum og málflutningi saksóknara og verjanda í efnahagsbrotamálunum í fjölmiðlum. Réttarhöld í kynferðisbrotamálum fara hins vegar fram bak við luktar dyr. Rannsóknargögn lögreglu eru ekki aðgengileg og kerfið tjáir sig ekki opinberlega um einstök mál. Það gera brotaþolar, sakborningar og vitni í þessum málum yfirleitt ekki heldur, ólíkt því sem er reyndin í dómsmálum tengdum efnahagsbrotum. Það sem almenningur sér er yfirleitt aðeins lokaniðurstaðan, sjálfur dómurinn.Hvernig starfar kerfið? Þekking á eðli og afleiðingum kynferðisbrota hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og áratugum. Það er þekkt að fæstar nauðganir fela í sér mikið líkamlegt ofbeldi og líkamlegir áverkar eru sjaldnast miklir. Gerendur og þolendur þekkjast oft og í dæmigerðu nauðgunarbroti sem lögregla fær til rannsóknar er sakborningur yngri en 25 ára og brotaþoli enn yngri. Við vitum að það eru engin rétt eða röng viðbrögð brotaþola eftir nauðgun og alvarlegar afleiðingar kynferðislegs ofbeldis eru þekktar. Það er einnig viðurkennt að biðin eftir niðurstöðu í máli eftir að kæra hefur verið lögð fram er brotaþola og sakborningi þungbær. Málshraðareglan er sérstaklega tryggð í stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu og markmið hennar er að bæta réttarstöðu sakborninga og brotaþola og að styrkja réttaröryggi borgaranna. Mikill dráttur af hálfu lögreglu og ákæruvalds við meðferð máls kemur fram í ávítum á ákæruvaldið í dómum. Vægi reglunnar er greinilegt í mörgum dómum þar sem fram kemur að refsing sé milduð vegna þess að málsmeðferðartími hafi verið of langur. Biðin eftir dómi í nauðgunarmáli er gjarnan í kringum 15 mánuðir.Málsmeðferðartíminn langur Það er staðreynd að málsmeðferðartími í kynferðisbrotamálum hefur verið að lengjast hjá ákæruvaldinu, þrátt fyrir að ríkissaksóknari setti þá vinnureglu þegar hann fór með ákæruvald í kynferðisbrotamálum að þessi mál skyldu sett í ákveðinn forgang. Kynferðisbrotamálum fjölgar hins vegar ár frá ári og starfsmönnum hefur ekki fjölgað nægilega í samræmi við aukinn málaþunga. Það eru hagsmunir brotaþola og sakborninga að rannsókn og saksókn dragist ekki og það eru hagsmunir samfélagsins að dæmdar refsingar fyrir alvarleg afbrot séu ekki vægari en efni eru til vegna þess að málin hafa verið of lengi til meðferðar. Samfélag sem hefur skilning á alvarleika kynferðisbrota setur fjármagn í að rannsaka og saksækja þau mál.Lokaður heimur Hin lokaða málsmeðferð í kynferðisbrotamálum er mikilvæg og algjörlega nauðsynleg til að vernda viðkvæma hagsmuni brotaþola og sömuleiðis sakborninga. Hún hefur hins vegar í för með sér að þrátt fyrir að kynferðisbrotamálin séu í kastljósi fjölmiðlanna fær almenningur takmarkaða mynd af því hvernig kynferðisbrotamál eru rannsökuð hjá lögreglu, saksótt fyrir dómi og hvaða þættir það eru sem skipta máli um niðurstöðu. Ein afleiðing þessa er að myndin af réttarkerfinu verður þannig að almenningur glatar trausti á kerfinu og jafnvel að brotaþolar veigri sér við að kæra kynferðisbrot. Næsta skref í nauðsynlegri umfjöllun um kynferðisbrot er auka traust almennings á réttarkerfinu. Einn liður í því gæti verið að almennar upplýsingar um það hvernig réttarkerfið starfar komist betur til skila til samfélagsins. Engir hagnast meira á því en gerendur ef brotaþolar veigra sér við að kæra kynferðisbrot til lögreglu. Þess vegna skiptir ekki aðeins máli að kerfið leitist stöðugt við að tryggja gæði málsmeðferðar í kynferðisbrotamálum heldur þarf almenningur samhliða að upplifa að hann geti treyst réttarkerfinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun
Sakamálin eru í aðalhlutverki fjölmiðlanna nánast á degi hverjum. Flestar fréttirnar tengjast sakfellingum, sýknudómum og rannsókn lögreglu á einstökum málum. Af sakamálum eru kynferðisbrotamálin oftast í kastljósinu þó að dómsmál vegna efnahagsbrotamála hafi auðvitað verið mjög til umfjöllunar undanfarin ár. Þegar borin er saman umgjörð dómsmála vegna efnahagsbrota og kynferðisbrota felst munurinn í því að almenningur hefur getað fylgst með skýrslutökum og málflutningi saksóknara og verjanda í efnahagsbrotamálunum í fjölmiðlum. Réttarhöld í kynferðisbrotamálum fara hins vegar fram bak við luktar dyr. Rannsóknargögn lögreglu eru ekki aðgengileg og kerfið tjáir sig ekki opinberlega um einstök mál. Það gera brotaþolar, sakborningar og vitni í þessum málum yfirleitt ekki heldur, ólíkt því sem er reyndin í dómsmálum tengdum efnahagsbrotum. Það sem almenningur sér er yfirleitt aðeins lokaniðurstaðan, sjálfur dómurinn.Hvernig starfar kerfið? Þekking á eðli og afleiðingum kynferðisbrota hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og áratugum. Það er þekkt að fæstar nauðganir fela í sér mikið líkamlegt ofbeldi og líkamlegir áverkar eru sjaldnast miklir. Gerendur og þolendur þekkjast oft og í dæmigerðu nauðgunarbroti sem lögregla fær til rannsóknar er sakborningur yngri en 25 ára og brotaþoli enn yngri. Við vitum að það eru engin rétt eða röng viðbrögð brotaþola eftir nauðgun og alvarlegar afleiðingar kynferðislegs ofbeldis eru þekktar. Það er einnig viðurkennt að biðin eftir niðurstöðu í máli eftir að kæra hefur verið lögð fram er brotaþola og sakborningi þungbær. Málshraðareglan er sérstaklega tryggð í stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu og markmið hennar er að bæta réttarstöðu sakborninga og brotaþola og að styrkja réttaröryggi borgaranna. Mikill dráttur af hálfu lögreglu og ákæruvalds við meðferð máls kemur fram í ávítum á ákæruvaldið í dómum. Vægi reglunnar er greinilegt í mörgum dómum þar sem fram kemur að refsing sé milduð vegna þess að málsmeðferðartími hafi verið of langur. Biðin eftir dómi í nauðgunarmáli er gjarnan í kringum 15 mánuðir.Málsmeðferðartíminn langur Það er staðreynd að málsmeðferðartími í kynferðisbrotamálum hefur verið að lengjast hjá ákæruvaldinu, þrátt fyrir að ríkissaksóknari setti þá vinnureglu þegar hann fór með ákæruvald í kynferðisbrotamálum að þessi mál skyldu sett í ákveðinn forgang. Kynferðisbrotamálum fjölgar hins vegar ár frá ári og starfsmönnum hefur ekki fjölgað nægilega í samræmi við aukinn málaþunga. Það eru hagsmunir brotaþola og sakborninga að rannsókn og saksókn dragist ekki og það eru hagsmunir samfélagsins að dæmdar refsingar fyrir alvarleg afbrot séu ekki vægari en efni eru til vegna þess að málin hafa verið of lengi til meðferðar. Samfélag sem hefur skilning á alvarleika kynferðisbrota setur fjármagn í að rannsaka og saksækja þau mál.Lokaður heimur Hin lokaða málsmeðferð í kynferðisbrotamálum er mikilvæg og algjörlega nauðsynleg til að vernda viðkvæma hagsmuni brotaþola og sömuleiðis sakborninga. Hún hefur hins vegar í för með sér að þrátt fyrir að kynferðisbrotamálin séu í kastljósi fjölmiðlanna fær almenningur takmarkaða mynd af því hvernig kynferðisbrotamál eru rannsökuð hjá lögreglu, saksótt fyrir dómi og hvaða þættir það eru sem skipta máli um niðurstöðu. Ein afleiðing þessa er að myndin af réttarkerfinu verður þannig að almenningur glatar trausti á kerfinu og jafnvel að brotaþolar veigri sér við að kæra kynferðisbrot. Næsta skref í nauðsynlegri umfjöllun um kynferðisbrot er auka traust almennings á réttarkerfinu. Einn liður í því gæti verið að almennar upplýsingar um það hvernig réttarkerfið starfar komist betur til skila til samfélagsins. Engir hagnast meira á því en gerendur ef brotaþolar veigra sér við að kæra kynferðisbrot til lögreglu. Þess vegna skiptir ekki aðeins máli að kerfið leitist stöðugt við að tryggja gæði málsmeðferðar í kynferðisbrotamálum heldur þarf almenningur samhliða að upplifa að hann geti treyst réttarkerfinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun