Ómöguleikinn Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. júlí 2016 07:00 Þó svo að Bretar vandræðist dálítið þessa dagana með niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu þeirra um úrsögn úr Evrópusambandinu þá vekur í það minnsta eitt athygli sem gæti verið íslenskum ráðamönnum til eftirbreytni. David Cameron, forsætisráðherra Breta og formaður Íhaldsflokksins, brást nefnilega við á þann máta sem viðeigandi er andspænis niðurstöðu kosninga sem kallaði á leið sem hann var ekki sammála. Hann sagði af sér og lætur aðra um að leiða þjóð sína þá leið sem hún kallar eftir í atkvæðagreiðslunni. Bretar kannast líklega ekki við hugtakið „pólitískur ómöguleiki“ sem hér var flaggað þegar svikin voru loforð sem gefin voru fyrir þingkosningar um að halda hér atkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Því auðvitað er ekkert til sem heitir pólitískur ómöguleiki. Það eru haldnar kosningar og svo er brugðist við niðurstöðunni. Treysti menn sér ekki til að framfylgja vilja þjóðarinnar þá víkja þeir. Þannig er haldið á málum í þróuðum lýðræðisríkjum. Hitt er svo annað mál hvort halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um hvaða mál sem er. Íbúar í Kaliforníu í Bandaríkjunum fóru til dæmis langleiðina í að setja ríkið á hausinn með því að kjósa um skattamál. Þá má velta fyrir sér hvort heppilegt sé að setja mjög flókin mál og samninga í atkvæði hjá almenningi sem ef til vill er ekki í aðstöðu til að kynna sér þau til hlítar og kýs þá fremur eftir tilfinningu, eða rökum (sönnum eða ósönnum) þeirra sem hæst í lætur. Breski rithöfundurinn Philip Pullman skrifaði grein í breska dagblaðið The Guardian um síðustu helgi þar sem hann átelur David Cameron fyrir ábyrgðarleysi með því að reyna að friðþægja þann arm flokks síns sem lengst er til hægri með því að bjóða yfirhöfuð upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild að ESB. Pullman segist þeirrar skoðunar að slíkar atkvæðagreiðslur ættu yfirleitt ekki að eiga sér stað í ríki sem byggi á þingbundnu lýðræði. „Ferlið rennur allt of auðveldlega í far háværs popúlisma. Við kjósum þingmenn til þess að þeir geti haft tíma og úrræði til að taka mikilvægar ákvarðanir. Það er það sem þeir eiga að gera,“ segir hann í greininni. Ef Bretar hefðu hins vegar haft á að skipa „almennilega úthugsaðri stjórnarskrá, í stað rykfallinna, myglaðra, sjúkra og rotnandi leyfa af stagbættum, samtvinnuðum, bólgnum, afskræmdum, lekum og lyktandi bálki,“ að mati Pullmans, þá hefðu þeir aldrei komist í þá stöðu sem þeir nú eru í. Úrsagnarmenn eru nefnilega á harðahlaupum frá upphrópunum sínum um ágæti Brexit og fólk að vakna upp við vondan draum um afleiðingar atkvæðagreiðslunnar. Allar líkur eru á að Bretland verði víti til varnaðar fremur en upprisa einhverrar sjálfstæðisbaráttu. Sem aftur leiðir hugann að því hvað líður endurbótum á stjórnarskránni hér. Til þess eru vítin að varast þau.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Birtist í Fréttablaðinu Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Þó svo að Bretar vandræðist dálítið þessa dagana með niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu þeirra um úrsögn úr Evrópusambandinu þá vekur í það minnsta eitt athygli sem gæti verið íslenskum ráðamönnum til eftirbreytni. David Cameron, forsætisráðherra Breta og formaður Íhaldsflokksins, brást nefnilega við á þann máta sem viðeigandi er andspænis niðurstöðu kosninga sem kallaði á leið sem hann var ekki sammála. Hann sagði af sér og lætur aðra um að leiða þjóð sína þá leið sem hún kallar eftir í atkvæðagreiðslunni. Bretar kannast líklega ekki við hugtakið „pólitískur ómöguleiki“ sem hér var flaggað þegar svikin voru loforð sem gefin voru fyrir þingkosningar um að halda hér atkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Því auðvitað er ekkert til sem heitir pólitískur ómöguleiki. Það eru haldnar kosningar og svo er brugðist við niðurstöðunni. Treysti menn sér ekki til að framfylgja vilja þjóðarinnar þá víkja þeir. Þannig er haldið á málum í þróuðum lýðræðisríkjum. Hitt er svo annað mál hvort halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um hvaða mál sem er. Íbúar í Kaliforníu í Bandaríkjunum fóru til dæmis langleiðina í að setja ríkið á hausinn með því að kjósa um skattamál. Þá má velta fyrir sér hvort heppilegt sé að setja mjög flókin mál og samninga í atkvæði hjá almenningi sem ef til vill er ekki í aðstöðu til að kynna sér þau til hlítar og kýs þá fremur eftir tilfinningu, eða rökum (sönnum eða ósönnum) þeirra sem hæst í lætur. Breski rithöfundurinn Philip Pullman skrifaði grein í breska dagblaðið The Guardian um síðustu helgi þar sem hann átelur David Cameron fyrir ábyrgðarleysi með því að reyna að friðþægja þann arm flokks síns sem lengst er til hægri með því að bjóða yfirhöfuð upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild að ESB. Pullman segist þeirrar skoðunar að slíkar atkvæðagreiðslur ættu yfirleitt ekki að eiga sér stað í ríki sem byggi á þingbundnu lýðræði. „Ferlið rennur allt of auðveldlega í far háværs popúlisma. Við kjósum þingmenn til þess að þeir geti haft tíma og úrræði til að taka mikilvægar ákvarðanir. Það er það sem þeir eiga að gera,“ segir hann í greininni. Ef Bretar hefðu hins vegar haft á að skipa „almennilega úthugsaðri stjórnarskrá, í stað rykfallinna, myglaðra, sjúkra og rotnandi leyfa af stagbættum, samtvinnuðum, bólgnum, afskræmdum, lekum og lyktandi bálki,“ að mati Pullmans, þá hefðu þeir aldrei komist í þá stöðu sem þeir nú eru í. Úrsagnarmenn eru nefnilega á harðahlaupum frá upphrópunum sínum um ágæti Brexit og fólk að vakna upp við vondan draum um afleiðingar atkvæðagreiðslunnar. Allar líkur eru á að Bretland verði víti til varnaðar fremur en upprisa einhverrar sjálfstæðisbaráttu. Sem aftur leiðir hugann að því hvað líður endurbótum á stjórnarskránni hér. Til þess eru vítin að varast þau.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun