Stenson kyssti könnuna og tileinkaði sigurinn vini sínum sem lést rétt fyrir mót Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2016 17:59 Henrik Stenson lyftir Silfurkönnunni fyrir Mike. vísir/gety Svíinn Henrik Stenson tileinkaði sigurinn á opna breska meistaramótinu góðvini sínum Mike Gerbich sem féll frá á miðvikudaginn eftir baráttu við krabbamein. Það var daginn áður en mótið hófst. Stenson spilaði með sorgarband á fyrsta keppnisdegi en hann lauk þá holunum 18 á Royal Troon-vellinum á 68 höggum eða þremur höggum undir pari.Sjá einnig:Bætti sextán ára gamalt met Tiger og 23 ára gamalt met Norman „Einn af góðu gæjunum kvaddi okkur í dag. Gamall vinur minn Mike Gerbich tapaði í baráttunni við krabbamein en hans verður ávallt saknað. Hvíl í friði,“ skrifaði Stenson á Instagram-síðu sína á fimmtudaginn. Í dag sagði hann eftir sigurinn: „Ég þarf að þakka mörgum fyrir þetta. Ég vil þakka konunni minni, fjölskyldunni og liðinu fyrir allt sem þau hafa lagt á sig og einnig vil ég þakka stuðningsmönnunum.“ One of the good guys have left us today Longtime friend Mike Gerbich (left) lost his battle with cancer and will be forever missed. R.I.P Mike A photo posted by Henrik Stenson (@henrikstenson) on Jul 13, 2016 at 11:03am PDT Stenson beygði svo aðeins af er hann minntist Gerbich. Hann kyssti Silfurkönnuna, sigurlaunin fyrir opna breska, hóf hana til lofts og sagði: „Ég missti góðan vin á miðvikudaginn sem barðist við krabbamein. Hann var með mér alla vikuna. Þetta er fyrir Mike.“ Mike Gerbich var 74 ára gamall Bandaríkjamaður frá Scottsdale í Arizona. Hann bjó í Dubai en þeir Stenson voru miklir vinir. „Hann hefur verið einn af mínum dyggustu stuðningsmönnum í gegnum tíðina eða allt frá því í kynntist honum á Emirates-mótinu í Duba. Hann var frábær maður sem stóð alltaf með mér,“ sagði Stenson í viðtali við sænska fjölmiðla eftir fyrsta hringinn. Stenson er fyrsti Svíinn sem vinnur risamót í karlaflokki í golfi en þetta var í fyrsta sinn sem Bandaríkjamaður vinnur ekki opna breska á Royal Troon síðan 1973 en Bandaríkjamenn fögnuðu þar sigri fimm sinnum í röð. Golf Tengdar fréttir Bætti sextán ára gamalt met Tiger og 23 ára gamalt met Norman Kylfingurinn Henrik Stenson skrifaði sig í sögubækurnar er hann varð fyrsti sænski kylfingurinn til að vinna eitt af risamótunum í golfi en hann bætti með því 16 ára gamalt met Tiger Woods og 23 ára gamalt met Greg Norman. 17. júlí 2016 17:34 Stenson leiðir tveggja hesta kapphlaup á opna breska Svíinn níu holum frá sínum fyrsta sigri á risamóti eftir frábæra byrjun á Royal Troon. 17. júlí 2016 15:35 Henrik Stenson fyrsti Svíinn sem vinnur risamót Bætti tvö stærstu metin á opna breska meistaramótinu á leið sinni að sínum fyrsta sigri á risamóti. 17. júlí 2016 17:30 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Svíinn Henrik Stenson tileinkaði sigurinn á opna breska meistaramótinu góðvini sínum Mike Gerbich sem féll frá á miðvikudaginn eftir baráttu við krabbamein. Það var daginn áður en mótið hófst. Stenson spilaði með sorgarband á fyrsta keppnisdegi en hann lauk þá holunum 18 á Royal Troon-vellinum á 68 höggum eða þremur höggum undir pari.Sjá einnig:Bætti sextán ára gamalt met Tiger og 23 ára gamalt met Norman „Einn af góðu gæjunum kvaddi okkur í dag. Gamall vinur minn Mike Gerbich tapaði í baráttunni við krabbamein en hans verður ávallt saknað. Hvíl í friði,“ skrifaði Stenson á Instagram-síðu sína á fimmtudaginn. Í dag sagði hann eftir sigurinn: „Ég þarf að þakka mörgum fyrir þetta. Ég vil þakka konunni minni, fjölskyldunni og liðinu fyrir allt sem þau hafa lagt á sig og einnig vil ég þakka stuðningsmönnunum.“ One of the good guys have left us today Longtime friend Mike Gerbich (left) lost his battle with cancer and will be forever missed. R.I.P Mike A photo posted by Henrik Stenson (@henrikstenson) on Jul 13, 2016 at 11:03am PDT Stenson beygði svo aðeins af er hann minntist Gerbich. Hann kyssti Silfurkönnuna, sigurlaunin fyrir opna breska, hóf hana til lofts og sagði: „Ég missti góðan vin á miðvikudaginn sem barðist við krabbamein. Hann var með mér alla vikuna. Þetta er fyrir Mike.“ Mike Gerbich var 74 ára gamall Bandaríkjamaður frá Scottsdale í Arizona. Hann bjó í Dubai en þeir Stenson voru miklir vinir. „Hann hefur verið einn af mínum dyggustu stuðningsmönnum í gegnum tíðina eða allt frá því í kynntist honum á Emirates-mótinu í Duba. Hann var frábær maður sem stóð alltaf með mér,“ sagði Stenson í viðtali við sænska fjölmiðla eftir fyrsta hringinn. Stenson er fyrsti Svíinn sem vinnur risamót í karlaflokki í golfi en þetta var í fyrsta sinn sem Bandaríkjamaður vinnur ekki opna breska á Royal Troon síðan 1973 en Bandaríkjamenn fögnuðu þar sigri fimm sinnum í röð.
Golf Tengdar fréttir Bætti sextán ára gamalt met Tiger og 23 ára gamalt met Norman Kylfingurinn Henrik Stenson skrifaði sig í sögubækurnar er hann varð fyrsti sænski kylfingurinn til að vinna eitt af risamótunum í golfi en hann bætti með því 16 ára gamalt met Tiger Woods og 23 ára gamalt met Greg Norman. 17. júlí 2016 17:34 Stenson leiðir tveggja hesta kapphlaup á opna breska Svíinn níu holum frá sínum fyrsta sigri á risamóti eftir frábæra byrjun á Royal Troon. 17. júlí 2016 15:35 Henrik Stenson fyrsti Svíinn sem vinnur risamót Bætti tvö stærstu metin á opna breska meistaramótinu á leið sinni að sínum fyrsta sigri á risamóti. 17. júlí 2016 17:30 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bætti sextán ára gamalt met Tiger og 23 ára gamalt met Norman Kylfingurinn Henrik Stenson skrifaði sig í sögubækurnar er hann varð fyrsti sænski kylfingurinn til að vinna eitt af risamótunum í golfi en hann bætti með því 16 ára gamalt met Tiger Woods og 23 ára gamalt met Greg Norman. 17. júlí 2016 17:34
Stenson leiðir tveggja hesta kapphlaup á opna breska Svíinn níu holum frá sínum fyrsta sigri á risamóti eftir frábæra byrjun á Royal Troon. 17. júlí 2016 15:35
Henrik Stenson fyrsti Svíinn sem vinnur risamót Bætti tvö stærstu metin á opna breska meistaramótinu á leið sinni að sínum fyrsta sigri á risamóti. 17. júlí 2016 17:30