Henrik Stenson fyrsti Svíinn sem vinnur risamót Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2016 17:30 Henrik Stenson fagnar einu af mögnuðum púttum sínum í dag. vísir/getty Sænski kylfingurinn Henrik Stenson vann sinn fyrsta sigur á risamóti í dag þegar hann bar sigur úr býtum á opna breska meistaramótinu á Royal Troon-vellinum í Skotlandi. Hann er jafnframt fyrsti Svíinn sem fagnar sigri á risamóti í karlaflokki. Stenson spilaði í heildina á 20 höggum undir pari sem bætir met Tigers Woods frá því 2000.Sjá einnig:Bætti sextán ára gamalt met Tiger og 23 ára gamalt met Norman Stenson hafði betur í baráttunni við hinn 48 ára gamla Phil Mickelson frá Bandaríkjunum og stóð uppi sem sigurvegari eftir algjörlega magnaðan lokahring hjá þeim báðum. Mickelson fór lokahringinn á sex höggum undir pari og spilaði frábærlega en það bara dugði ekki til. Svíinn var með eins höggs forskot fyrir lokahringinn í dag en tveggja högga sveifla varð strax á fyrstu holu þegar Stenson fékk skolla en Mickelson fugl.Phil Mickelson spilaði mjög vel en það dugði ekki til.vísir/gettyBætti tvö met Stenson bætti heldur betur upp fyrir það og fékk þrjá fugla á næstu þremur holum og fimm fugla í heildina á næstu átta holum. Hann kláraði fyrri níu á 32 höggum eða fjórum höggum undir pari. Stenson fékk í heildina tíu fugla á lokahringnum og tvo skolla, en hann spilaði síðasta hringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari vallarins. Hann varð í heildina á 20 höggum undir pari og bætti þar með met Tigers Woods frá árinu 2000 yfir besta skor til pars á opna breska meistaramótinu. Svíinn jafnaði einnig metið yfir besta skor á einum hring á risamóti með því að spila á 63 höggum í dag en það gerði Phil Mickelson einnig á fyrsta keppnidegi. Stenson bætti einnig metið yfir fæst högg á opna breska en hann fór hringina fjóra á 264 höggum. Metið átti Greg Norman frá 1993 sem var 267 högg. Mickelson gerði allt hvað hann gat til að halda í við Stenson en hann spilaði lokahringinn á sex höggum undir pari. Hann fékk fjóra fugla, einn örn og engan skolla. Það bara dugði ekki til í dag vegna frábærrar frammistöðu þess sænska.Henrik Stenson lenti í smá basli á 16. braut en það skipti engu. Hann fékk fugl.vísir/gettyNú vann Svenson Þessir sömu menn börðust um Silfurkönnuna á opna breska meistaramótinu fyrir þremur árum síðan en þá hafði Mickelson betur og fagnaði sigri í fyrsta og eina skiptið á þessu móti. Hann hefur í heildina unnið fimm risamót; The Masters þrisvar sinnum, opna breska einu sinni og PGA-meistaramótið einu sinni. Stenson átti best annað sætið á opna breska fyrir þremur árum en hann hefur áður hafnað í þriðja sæti í tvígang á PGA-meistaramótinu og einu sinni í fjórða sæti á opna bandaríska meistaramótinu. Svíinn fertugi fær 1.750 þúsund pund í sigurlaun eða því sem jafngildir um 190 milljónum íslenskra króna.Lokastaða efstu manna: 1. Henrik Stenson, Svíþjóð - 264 högg (20 undir pari) 2. Phil Mickelson, Bandaríkjunum - 267 3. JB Holmes, Bandaríkjunum - 278 4. Steve Stricker, Bandaríkjunum - 279 5.-7. Rory McIlroy, Norður-írlandi - 280 5.-7. Tyrell Hatton, Englandi - 280 5.-7. Sergio Garcia, Spáni - 280 8. Andrew Johnston, Englandi - 281 9.-11. Dustin Johnson, Bandaríkjunum - 282 9.-11. Sören Kjeldsen, Danmörku - 282 9.-11. Bill Haas, Bandaríkjunum - 282 Golf Tengdar fréttir Spieth lauk loksins hring á stórmóti undir pari Einn besti kylfingur heims sýndi loksins sitt rétta andlit á lokadegi Opna breska meistaramótsins en hann var búinn að leika tíu hringi í röð yfir pari á stórmótum fyrir hring dagsins. 17. júlí 2016 16:28 Stenson leiðir tveggja hesta kapphlaup á opna breska Svíinn níu holum frá sínum fyrsta sigri á risamóti eftir frábæra byrjun á Royal Troon. 17. júlí 2016 15:35 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson vann sinn fyrsta sigur á risamóti í dag þegar hann bar sigur úr býtum á opna breska meistaramótinu á Royal Troon-vellinum í Skotlandi. Hann er jafnframt fyrsti Svíinn sem fagnar sigri á risamóti í karlaflokki. Stenson spilaði í heildina á 20 höggum undir pari sem bætir met Tigers Woods frá því 2000.Sjá einnig:Bætti sextán ára gamalt met Tiger og 23 ára gamalt met Norman Stenson hafði betur í baráttunni við hinn 48 ára gamla Phil Mickelson frá Bandaríkjunum og stóð uppi sem sigurvegari eftir algjörlega magnaðan lokahring hjá þeim báðum. Mickelson fór lokahringinn á sex höggum undir pari og spilaði frábærlega en það bara dugði ekki til. Svíinn var með eins höggs forskot fyrir lokahringinn í dag en tveggja högga sveifla varð strax á fyrstu holu þegar Stenson fékk skolla en Mickelson fugl.Phil Mickelson spilaði mjög vel en það dugði ekki til.vísir/gettyBætti tvö met Stenson bætti heldur betur upp fyrir það og fékk þrjá fugla á næstu þremur holum og fimm fugla í heildina á næstu átta holum. Hann kláraði fyrri níu á 32 höggum eða fjórum höggum undir pari. Stenson fékk í heildina tíu fugla á lokahringnum og tvo skolla, en hann spilaði síðasta hringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari vallarins. Hann varð í heildina á 20 höggum undir pari og bætti þar með met Tigers Woods frá árinu 2000 yfir besta skor til pars á opna breska meistaramótinu. Svíinn jafnaði einnig metið yfir besta skor á einum hring á risamóti með því að spila á 63 höggum í dag en það gerði Phil Mickelson einnig á fyrsta keppnidegi. Stenson bætti einnig metið yfir fæst högg á opna breska en hann fór hringina fjóra á 264 höggum. Metið átti Greg Norman frá 1993 sem var 267 högg. Mickelson gerði allt hvað hann gat til að halda í við Stenson en hann spilaði lokahringinn á sex höggum undir pari. Hann fékk fjóra fugla, einn örn og engan skolla. Það bara dugði ekki til í dag vegna frábærrar frammistöðu þess sænska.Henrik Stenson lenti í smá basli á 16. braut en það skipti engu. Hann fékk fugl.vísir/gettyNú vann Svenson Þessir sömu menn börðust um Silfurkönnuna á opna breska meistaramótinu fyrir þremur árum síðan en þá hafði Mickelson betur og fagnaði sigri í fyrsta og eina skiptið á þessu móti. Hann hefur í heildina unnið fimm risamót; The Masters þrisvar sinnum, opna breska einu sinni og PGA-meistaramótið einu sinni. Stenson átti best annað sætið á opna breska fyrir þremur árum en hann hefur áður hafnað í þriðja sæti í tvígang á PGA-meistaramótinu og einu sinni í fjórða sæti á opna bandaríska meistaramótinu. Svíinn fertugi fær 1.750 þúsund pund í sigurlaun eða því sem jafngildir um 190 milljónum íslenskra króna.Lokastaða efstu manna: 1. Henrik Stenson, Svíþjóð - 264 högg (20 undir pari) 2. Phil Mickelson, Bandaríkjunum - 267 3. JB Holmes, Bandaríkjunum - 278 4. Steve Stricker, Bandaríkjunum - 279 5.-7. Rory McIlroy, Norður-írlandi - 280 5.-7. Tyrell Hatton, Englandi - 280 5.-7. Sergio Garcia, Spáni - 280 8. Andrew Johnston, Englandi - 281 9.-11. Dustin Johnson, Bandaríkjunum - 282 9.-11. Sören Kjeldsen, Danmörku - 282 9.-11. Bill Haas, Bandaríkjunum - 282
Golf Tengdar fréttir Spieth lauk loksins hring á stórmóti undir pari Einn besti kylfingur heims sýndi loksins sitt rétta andlit á lokadegi Opna breska meistaramótsins en hann var búinn að leika tíu hringi í röð yfir pari á stórmótum fyrir hring dagsins. 17. júlí 2016 16:28 Stenson leiðir tveggja hesta kapphlaup á opna breska Svíinn níu holum frá sínum fyrsta sigri á risamóti eftir frábæra byrjun á Royal Troon. 17. júlí 2016 15:35 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spieth lauk loksins hring á stórmóti undir pari Einn besti kylfingur heims sýndi loksins sitt rétta andlit á lokadegi Opna breska meistaramótsins en hann var búinn að leika tíu hringi í röð yfir pari á stórmótum fyrir hring dagsins. 17. júlí 2016 16:28
Stenson leiðir tveggja hesta kapphlaup á opna breska Svíinn níu holum frá sínum fyrsta sigri á risamóti eftir frábæra byrjun á Royal Troon. 17. júlí 2016 15:35