Hannes: Þetta var rétta skrefið fyrir minn feril Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2016 10:36 Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson gekk í dag frá þriggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið Randers og mun því spila fyrir Ólaf H. Kristjánsson næstu árin. „Ég er ótrúlega spenntur að byrja nýjan kafla hjá Randers FC. Ég tel að þetta sé rétta skrefið fyrir minn feril. Ég hef verið hjá félaginu áður og þekki því vel til þarna. Ég veit hvað félagið stendur fyrir og ég veit að þetta er líka góður staður fyrir fjölskylduna," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali á heimasíðu Randers. Það var mikill áhugi á Hannesi eftir frábæra frammistöðu hans á EM og sáu einhverjir hann fyrir sér fara í sterkari deild en þá dönsku. Hannes er hinsvegar mjög sáttur við allt sem býðst hjá Randers. Hann er hinsvegar orðinn 32 ára gamall og þetta gæti því verið einn af síðustu stóru samningum hans á ferlinum. Hannes kom til reynslu hjá félaginu árið 2012 en var áfram í tvö tímabil með KR. Hannes fór til norska liðsins Sandnes 2014 eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með KR í annað skiptið á þremur árum. „Ég er reyndur markvörðu sem er hægt að treysta á og ég geri ekki stór mistök. Það er samt erfitt að tala um sjálfan sig og ég mun því láta aðra um að dæma mig," sagði Hannes. Hannes hefur þó aldrei spilað fyrir Ólaf Kristjánsson áður þó að hann þekki til landa síns. „Ísland er nú ekki það stórt land og íslenski fótboltaheimurinn er enn minni. Við þekkjum því hvorn annan vel," sagði Hannes. „Ég ber mikla virðingu fyrir Ólafi. Hann er með góðan fótboltahaus og ég er mjög spenntur fyrir framtíðarsýn félagsins. Það verður því gott að fá að byrja," sagði Hannes. Hannes verður þriðji íslenska leikmaðurinn hjá Randers en félagar hans í íslenska landsliðinu, þeir Theódór Elmar Bjarnason og Ögmundur Kristinsson voru áður í herbúðum liðsins. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Ólafur vill fá Hannes til Randers Ólafur Kristjánsson, nýráðinn þjálfari Randers, vill fá landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til danska liðsins. 14. júlí 2016 18:30 Hannes samdi við Randers FC Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er orðinn leikmaður danska félagsins Randers FC en Íslendingurinn Ólafur H. Kristjánsson þjálfar einmitt liðið. 15. júlí 2016 10:19 Enginn náði Hannesi - varði flest skot allra á EM 2016 Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, varð flest skot á EM í Frakklandi sem lauk í gær með úrslitaleik Portúgals og Frakklands. 11. júlí 2016 10:30 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson gekk í dag frá þriggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið Randers og mun því spila fyrir Ólaf H. Kristjánsson næstu árin. „Ég er ótrúlega spenntur að byrja nýjan kafla hjá Randers FC. Ég tel að þetta sé rétta skrefið fyrir minn feril. Ég hef verið hjá félaginu áður og þekki því vel til þarna. Ég veit hvað félagið stendur fyrir og ég veit að þetta er líka góður staður fyrir fjölskylduna," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali á heimasíðu Randers. Það var mikill áhugi á Hannesi eftir frábæra frammistöðu hans á EM og sáu einhverjir hann fyrir sér fara í sterkari deild en þá dönsku. Hannes er hinsvegar mjög sáttur við allt sem býðst hjá Randers. Hann er hinsvegar orðinn 32 ára gamall og þetta gæti því verið einn af síðustu stóru samningum hans á ferlinum. Hannes kom til reynslu hjá félaginu árið 2012 en var áfram í tvö tímabil með KR. Hannes fór til norska liðsins Sandnes 2014 eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með KR í annað skiptið á þremur árum. „Ég er reyndur markvörðu sem er hægt að treysta á og ég geri ekki stór mistök. Það er samt erfitt að tala um sjálfan sig og ég mun því láta aðra um að dæma mig," sagði Hannes. Hannes hefur þó aldrei spilað fyrir Ólaf Kristjánsson áður þó að hann þekki til landa síns. „Ísland er nú ekki það stórt land og íslenski fótboltaheimurinn er enn minni. Við þekkjum því hvorn annan vel," sagði Hannes. „Ég ber mikla virðingu fyrir Ólafi. Hann er með góðan fótboltahaus og ég er mjög spenntur fyrir framtíðarsýn félagsins. Það verður því gott að fá að byrja," sagði Hannes. Hannes verður þriðji íslenska leikmaðurinn hjá Randers en félagar hans í íslenska landsliðinu, þeir Theódór Elmar Bjarnason og Ögmundur Kristinsson voru áður í herbúðum liðsins.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Ólafur vill fá Hannes til Randers Ólafur Kristjánsson, nýráðinn þjálfari Randers, vill fá landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til danska liðsins. 14. júlí 2016 18:30 Hannes samdi við Randers FC Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er orðinn leikmaður danska félagsins Randers FC en Íslendingurinn Ólafur H. Kristjánsson þjálfar einmitt liðið. 15. júlí 2016 10:19 Enginn náði Hannesi - varði flest skot allra á EM 2016 Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, varð flest skot á EM í Frakklandi sem lauk í gær með úrslitaleik Portúgals og Frakklands. 11. júlí 2016 10:30 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Ólafur vill fá Hannes til Randers Ólafur Kristjánsson, nýráðinn þjálfari Randers, vill fá landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til danska liðsins. 14. júlí 2016 18:30
Hannes samdi við Randers FC Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er orðinn leikmaður danska félagsins Randers FC en Íslendingurinn Ólafur H. Kristjánsson þjálfar einmitt liðið. 15. júlí 2016 10:19
Enginn náði Hannesi - varði flest skot allra á EM 2016 Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, varð flest skot á EM í Frakklandi sem lauk í gær með úrslitaleik Portúgals og Frakklands. 11. júlí 2016 10:30