John Kerry á leið til Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2016 13:53 John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun fljúga til Moskvu á fimmtudaginn. Þar mun hann leitast eftir því að koma á samstarfi við Rússa í baráttunni við Íslamska ríkið. Háttsettir meðlimir Bandaríkjanna eru hins vegar andvígir því og segja markmið Bandaríkjanna í Sýrlandi, ekki vera í samræmi við markmið Rússlands.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni er þetta þriðja ferðalag Kerry til Moskvu á tólf mánuðum. Samband Bandaríkjanna og Rússlands hefur farið versnandi undanfarin ár. Innlimun Rússlands á Krímskaga hefur valdið vandræðum sem og átökin í austurhluta Úkraínu. Bandaríkin ráku tvo rússneska erindreka úr landi í síðasta mánuði. Það var gert eftir að Bandaríkin höfðu sakað rússneskan lögregluþjón um að ráðast á bandarískan erindreka í Moskvu. Augljóst er að markmið Rússa og Bandaríkjanna eru ekki þau sömu í Sýrlandi. Rússar vilja að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands og bandamaður Rússlands til langs tíma, verði áfram við stjórnvölinn í Sýrlandi. Assad hefur verið sakaður um mikla grimmd gegn fólki sínu og beitti hann til dæmis efnavopnum gegn mótmælendum í upphafi borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Bandaríkin, bandamenn þeirra og þá sérstaklega Sádar, vilja velta honum úr sessi. Talsmaður utanríkisráðuneytisins segir að tilgangur ferðar Kerry til Moskvu sé að reyna enn einu sinni að selja Rússum áætlanir um að koma á friði í Sýrlandi.Kerry er sagður ætla að bjóða Rússum upplýsingar um staðsetningar vígamanna ISIS og Nusra Front, deildar al-Qaeda í Sýrlandi. Í staðinn vill hann að Rússar og stjórnarher Sýrlands hætti að gera loftárásir á uppreisnarhópa sem hafi þegar skrifað undir vopnahlé, sem tæknilega er í gildi í landinu. Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í um fimm og hálft ár og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa um 400 þúsund manns látið lífið. Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun fljúga til Moskvu á fimmtudaginn. Þar mun hann leitast eftir því að koma á samstarfi við Rússa í baráttunni við Íslamska ríkið. Háttsettir meðlimir Bandaríkjanna eru hins vegar andvígir því og segja markmið Bandaríkjanna í Sýrlandi, ekki vera í samræmi við markmið Rússlands.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni er þetta þriðja ferðalag Kerry til Moskvu á tólf mánuðum. Samband Bandaríkjanna og Rússlands hefur farið versnandi undanfarin ár. Innlimun Rússlands á Krímskaga hefur valdið vandræðum sem og átökin í austurhluta Úkraínu. Bandaríkin ráku tvo rússneska erindreka úr landi í síðasta mánuði. Það var gert eftir að Bandaríkin höfðu sakað rússneskan lögregluþjón um að ráðast á bandarískan erindreka í Moskvu. Augljóst er að markmið Rússa og Bandaríkjanna eru ekki þau sömu í Sýrlandi. Rússar vilja að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands og bandamaður Rússlands til langs tíma, verði áfram við stjórnvölinn í Sýrlandi. Assad hefur verið sakaður um mikla grimmd gegn fólki sínu og beitti hann til dæmis efnavopnum gegn mótmælendum í upphafi borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Bandaríkin, bandamenn þeirra og þá sérstaklega Sádar, vilja velta honum úr sessi. Talsmaður utanríkisráðuneytisins segir að tilgangur ferðar Kerry til Moskvu sé að reyna enn einu sinni að selja Rússum áætlanir um að koma á friði í Sýrlandi.Kerry er sagður ætla að bjóða Rússum upplýsingar um staðsetningar vígamanna ISIS og Nusra Front, deildar al-Qaeda í Sýrlandi. Í staðinn vill hann að Rússar og stjórnarher Sýrlands hætti að gera loftárásir á uppreisnarhópa sem hafi þegar skrifað undir vopnahlé, sem tæknilega er í gildi í landinu. Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í um fimm og hálft ár og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa um 400 þúsund manns látið lífið.
Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira