Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 12:41 Haydn Porteous byrjar vel í Skotlandi. vísir/getty Haydn Porteous, 22 ára gamall Suður-Afríkumaður, er í forystu á opna breska meistaramótinu í golfi en hann er á sex höggum undir pari eftir fyrri níu á fyrsta keppnisdegi. Porteous á fjóra sigra á atvinnumótaröðum að baki en hann hefur aldrei keppt á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum sem er sú sterkasta. Hann byrjaði daginn á einum erni á fyrstu fimm holunum en svo fór allt af stað. Hann nældi sér í annan örn á sjöttu holu og svo tvo fugla í röð á sjöundu og áttundu holu. Porteous er aðeins búinn að pútta þrettán sinnum á fyrstu níu holunum og er að hitta 89 prósent flatanna. Nú er spurning hvernig honum gengur á seinni níu. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er með bestan árangur þeirra sem eru búnir að klára fyrsta hringinn en hann fór Royal Troon-völlinn í Skotlandi á 66 höggum í dag eða fimm höggum undir pari. Samlandi hans, Justin Thomas, er á fjórum höggum undir pari eftir 18 holur en Bandaríkjamenn hafa unnið á Royal Troon síðustu fimm skipti sem opna breska hefur verið haldið þar. Rory McIlroy er á tveimur höggum undir pari eftir 15 holur og Bubba Watson, sem byrjaði frábærlega, er á einu höggi yfir eftir 15 holur.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending frá fyrsta hring stendur yfir á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haydn Porteous, 22 ára gamall Suður-Afríkumaður, er í forystu á opna breska meistaramótinu í golfi en hann er á sex höggum undir pari eftir fyrri níu á fyrsta keppnisdegi. Porteous á fjóra sigra á atvinnumótaröðum að baki en hann hefur aldrei keppt á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum sem er sú sterkasta. Hann byrjaði daginn á einum erni á fyrstu fimm holunum en svo fór allt af stað. Hann nældi sér í annan örn á sjöttu holu og svo tvo fugla í röð á sjöundu og áttundu holu. Porteous er aðeins búinn að pútta þrettán sinnum á fyrstu níu holunum og er að hitta 89 prósent flatanna. Nú er spurning hvernig honum gengur á seinni níu. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er með bestan árangur þeirra sem eru búnir að klára fyrsta hringinn en hann fór Royal Troon-völlinn í Skotlandi á 66 höggum í dag eða fimm höggum undir pari. Samlandi hans, Justin Thomas, er á fjórum höggum undir pari eftir 18 holur en Bandaríkjamenn hafa unnið á Royal Troon síðustu fimm skipti sem opna breska hefur verið haldið þar. Rory McIlroy er á tveimur höggum undir pari eftir 15 holur og Bubba Watson, sem byrjaði frábærlega, er á einu höggi yfir eftir 15 holur.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending frá fyrsta hring stendur yfir á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira