Kínverska gengissigið lars christensen skrifar 13. júlí 2016 11:00 Í fyrrasumar olli það verulegum taugatitringi á mörkuðum um allan heim þegar vangaveltur um gengisfall hins kínverska renminbis fóru vaxandi. En það sem hefur vakið miklu minni athygli er að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína (PBoC) – virðist á síðustu tíu mánuðum eða svo hafa tekið upp þá stefnu að láta kínverskt renminbi síga hægt. Þannig er það mjög greinilegt að PBoC bindur nú ekki gengi renminbis við bandaríska dollarann og hann heldur ekki einu sinni gjaldmiðlinum stöðugum gagnvart myntkörfu eins og sumir höfðu getið sér til að yrði nýja stefnan fyrir ekki svo löngu. Ef við lítum á nafnvirði vegins meðalgengis renminbis gagnvart myntkörfunni sjáum við að kínverski gjaldmiðillinn hefur veikst um 5-6% síðan í október á síðasta ári. Það virðist kannski ekki mikið en ef gengissigið heldur áfram með sama hraða jafngildir það árlegu gengissigi kínverska gjaldmiðilsins um meira en 10% og þessa stundina eru engin merki um að PBoC ætli að hægja á gengissiginu. Reyndar lítur út fyrir að hraði gengissigsins hafi aukist nokkuð á síðustu vikum.Það ætti að vegsama renminbiSumir kynnu að halda því fram að Kínverjar séu nú í hættulegu „gjaldmiðlastríði“ og að það séu engir sigurvegarar í keppni um að veikja gjaldmiðla. En þeir líta fram hjá mikilvægu atriði – að Kína þarf lausbeislaðri peningamálastefnu til að tryggja að niðursveiflan í kínverska hagkerfinu breytist ekki í algera efnahagslægð. Þannig er gengislækkun renminbis aðeins afleiðing þess að kínverski seðlabankinn er að losa um peningamálastefnuna og er sem slík jákvæð fyrir öll hagkerfi heimsins, sem myndu skaðast verulega ef kínverska hagkerfið – það næststærsta í heimi – félli niður í efnahagslægð. Í verðhjöðnunarheimi ættum við að taka „gjaldmiðlastríðum“ fagnandi – í þeim skilningi að heimskeppni í að prenta peninga er einmitt það sem þarf til að halda aftur af verðhjöðnunarþrýstingi. Heimurinn í dag líkist fjórða áratugnum meira en þeim áttunda. Vandamálið á heimsvísu er ekki of mikil verðbólga heldur of mikil verðhjöðnun. Auk þess ættu menn að athuga að PBoC er að reyna að vega upp á móti áhrifum hertari peningamarkaðsskilyrða í Bandaríkjunum á kínverska hagkerfið. Þannig er það sennilega ekki tilviljun að eftir á að hyggja virðist PBoC hafa hafið gengissigsstefnu sína um sama leyti og seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti í október í fyrra að hann ætlaði að hækka stýrivexti nokkrum sinnum á árinu 2016. Hnattræna hagkerfið hefur hægt verulega á sér síðasta árið og á meðan áhyggjur af hagkerfi Bretlands og evrusvæðisins fara vaxandi er það rétt af PBoC að halda áfram að leyfa renminbi að veikjast. Reyndar gæti hraðara gengisfall renminbis átt rétt á sér og það gæti komið til þess fyrr en seinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrrasumar olli það verulegum taugatitringi á mörkuðum um allan heim þegar vangaveltur um gengisfall hins kínverska renminbis fóru vaxandi. En það sem hefur vakið miklu minni athygli er að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína (PBoC) – virðist á síðustu tíu mánuðum eða svo hafa tekið upp þá stefnu að láta kínverskt renminbi síga hægt. Þannig er það mjög greinilegt að PBoC bindur nú ekki gengi renminbis við bandaríska dollarann og hann heldur ekki einu sinni gjaldmiðlinum stöðugum gagnvart myntkörfu eins og sumir höfðu getið sér til að yrði nýja stefnan fyrir ekki svo löngu. Ef við lítum á nafnvirði vegins meðalgengis renminbis gagnvart myntkörfunni sjáum við að kínverski gjaldmiðillinn hefur veikst um 5-6% síðan í október á síðasta ári. Það virðist kannski ekki mikið en ef gengissigið heldur áfram með sama hraða jafngildir það árlegu gengissigi kínverska gjaldmiðilsins um meira en 10% og þessa stundina eru engin merki um að PBoC ætli að hægja á gengissiginu. Reyndar lítur út fyrir að hraði gengissigsins hafi aukist nokkuð á síðustu vikum.Það ætti að vegsama renminbiSumir kynnu að halda því fram að Kínverjar séu nú í hættulegu „gjaldmiðlastríði“ og að það séu engir sigurvegarar í keppni um að veikja gjaldmiðla. En þeir líta fram hjá mikilvægu atriði – að Kína þarf lausbeislaðri peningamálastefnu til að tryggja að niðursveiflan í kínverska hagkerfinu breytist ekki í algera efnahagslægð. Þannig er gengislækkun renminbis aðeins afleiðing þess að kínverski seðlabankinn er að losa um peningamálastefnuna og er sem slík jákvæð fyrir öll hagkerfi heimsins, sem myndu skaðast verulega ef kínverska hagkerfið – það næststærsta í heimi – félli niður í efnahagslægð. Í verðhjöðnunarheimi ættum við að taka „gjaldmiðlastríðum“ fagnandi – í þeim skilningi að heimskeppni í að prenta peninga er einmitt það sem þarf til að halda aftur af verðhjöðnunarþrýstingi. Heimurinn í dag líkist fjórða áratugnum meira en þeim áttunda. Vandamálið á heimsvísu er ekki of mikil verðbólga heldur of mikil verðhjöðnun. Auk þess ættu menn að athuga að PBoC er að reyna að vega upp á móti áhrifum hertari peningamarkaðsskilyrða í Bandaríkjunum á kínverska hagkerfið. Þannig er það sennilega ekki tilviljun að eftir á að hyggja virðist PBoC hafa hafið gengissigsstefnu sína um sama leyti og seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti í október í fyrra að hann ætlaði að hækka stýrivexti nokkrum sinnum á árinu 2016. Hnattræna hagkerfið hefur hægt verulega á sér síðasta árið og á meðan áhyggjur af hagkerfi Bretlands og evrusvæðisins fara vaxandi er það rétt af PBoC að halda áfram að leyfa renminbi að veikjast. Reyndar gæti hraðara gengisfall renminbis átt rétt á sér og það gæti komið til þess fyrr en seinna.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun